Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐ SINS 357 / Ur sögu Raufarhafnar Eftir INGÓLF GÍSLASON lækni. Höfundur eftirfarandi greinar, Ingólfur Gísla- son fyrverandi hjeraðslæknir, var settur læknir á Raufarhöfn um síldveiðitímann í sumar. Hann hefir skrifað grein þessa fyrir Lesbók, um þetta afskekta útkjálkaþorp, sem á síðari árum kemur svo mjög við sögu síldveiðanna. T eg hitti gamla konu í gær, hún J ert víst um nírætt og hefir lifað alt sitt líf hjer um slóðir. Jeg spurði hana auðvitað spjör- unum úr um sögu þessa kauptúns. Fara, hjer á eftir þættir úr sögu þessa verslunarstaðar, samkvæmt þeim upplýsingum, er jeg gat fengið hjá henni og öðrum góð- um mönnum. Fyrir 1834 var hjer eyði og tóm og hálfgert myrkur vanþekkingar og framtaksleysis grúfði yfir þess- ari fallegu höfn og einkennilegu bogadregnu ásum, sem lykja um hana. Sjófuglarnir busluðu óá- reittir í fjöruborðinu. Þá var enginn krakki til að henda í þá steinum og engin síldarlýsisbrá til að líma saman á þeim fjaðrirnar, og kríusægurinn kringum litlu tjarnirnar á ströndinni görguðu svo hátt, að þær hjeldu vöku fyr- ir æðarkollunum, sem verptu úti í Höfðanum. Einhvern veginn kom danskur stórkaupmaður auga á þennan einkennilega blett. Líklega hafa „speculantskip“ komið hjer við og við á sumrum og hefir þá þessi Hans Kr. Thaag líklega verið búðarpiltur á einhverju þeirra, litist vel á staðinn og hugsað sjer að nema hjer land þegar honum yxi fiskur um hrygg. Irið 1835 var svo ,,Búðin“ reist. Saga þessa húss er víst mjög merkileg, en ekki ber heimildum vel saman. Mjer var sagt að hús- ið hefði verið bygt fyrst í Bremen á Þýskalandi á dögum Hansa- staðakaupmanna, svo rifið og flutt til Borgundarhólms (Bornholm) og bvgt þar. Mörgúm árum síðar var það svo flutt — auðvitað í pörtum — til Raufarhafnar og öllutn kemur saman um, að það hafi verið árið 1835. Smiður var fenginn norðan frá Eyjafirði, Þorsteinn Samúelsson á Lóni, til að byggja húsið og gekk svo um hríð, en í einhverjar raunir og erfiðleika rataði hann við bygg- ingu þessa stórhýsis og ljet kalla á Ólaf Briem á Grund, sem þá var lærðastur smiður norður þar, til að hjálpa sjer. Húsið reis af grunni og varð hið inyndarleg- asta, þótt það sje orðið forneskju- legt og fremur lasburða nú. Hús- ið hefir verið kallað ,,Búðin“ og hefir þar verið verslað síðan fram á þennan dag. Sjálfsagt kynni það frá mörgu að segja, ef það mætti mæla. Fyrirkomulag alt og tilhögun innanhúss er við það sama og var á Ilansastaðatíð, nema hvað íbúðarherbergjum hef- ir eitthvað verið breytt. Grindur eru í kringum háa púltið, sem bókhaldarinn stendur við, skúff- urnar úr þylckum borðum bera þess glögg merki, að þær hafa verið dregnar út og inn ótal sinn- um á dag í margar aldir og stokkarnir, sem vintunnurnar lágu á, glápa svo ámátlega á mann, að til rifja rennur. Ósjálf- rátt hvarflar hugurinn til allra þeirra fögru veiga, sem hjer hafa runnið vir „krönum“ og fallegu koparmálin bera þess merki, að þau hafa snert margar varir, en tunnurnar eru horfnar og stóru kornsekkirnir líka, og deyfð og drungi hvílir yfir þessum gamla, hálftóma geymsluklefa (pakk- húsi), sem áður var aðalheim- kynni Bacchusar og Ceresar hjer norður við heimskautabauginn. Fyrstur rjeð hjer ríkjum Ilans Kr. Thaag. Enginn er nú til frá- sagna um líf hans og lundarfar, enda mun hann hafa dvalið lengst af utanlands, en Jakob Johnsen er nefndur verslunarstjóri hans hjer. Hann var kvongaður Hildi dóttur síra Jóns á Grenjaðarstað, en systur Margrjetar Möller á Akureyri og Kristrúnar á Hólm- um. Síðan voru verslunarstjórar hjer, er tóku við hver af öðrum. Gaman hefði verið að eiga þætti úr æfisögum þeirra og vera má, að þeir sjeu einhversstaðar geymdir, en þessa kunni gamla konan að nefna: Melby, Hans Hjaltalín, Kreyser (hann var sænskur), Lund, Salomonsen, kona hans var Maren Ilavsteen. Höfn Raufarhafnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.