Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 4
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að halda, að það hefði þá ekki verið tiL (Sveinn Pálsson: Islandske Vulkaner og Bræer II. Turistfor- eningens Árbog 1882). Þá ber það ekki heldur vitni um mikinn aldur að engin merki um jökulruðning er að sjá í hrauninu meðfram jöklinum, en hreifing Dyngjujökuls er sennilega mjög hæg og jökuiruðningur lítill með fram honum. Einkennilegar mynd- anir eru þarna vestur með jökul- röndinni, röð af keilumynduðum hólum, ór gráum grjótmulningi, svo langt sem sjest. Allir eru hól- arnir eins að stærð og lögun, bilið milli þeirra áþekt og fjarlægðin frá jökulröndinni sú sama. Jökul- röndin er þverbrött, en þó auðvelt að komast upp á jökulinn, sem er hjer, að framan, þakinn sandstrút- um með ýmsum litum: Nóttina, sem við dvöldum í Holuhrauni, læddist kyrlát góð- viðrisþoka inn yfir hraunið og sandsljettuna, en næsti morgunn rann upp bjartur og fagur. Aldrei minnist jeg þess, að hafa sjeð slíka fegurð. Fjallhringurinn er svo hæfilega nærri', að við njótum hans fullkomlega, en þó svo fjarri, að við sjáum ekki það, sem er hrjúft og óþjált. Fjöllin, sem blasa við augum, eru hver öðrum fegri, en þó svo ólík, að furðu gegnir. í suðvestri er Kistufell í jökul- hrúninni, kassalagað með bröttum skriðum. í vestri hvelfist bunga Trölladyngju, fornfögur og reglu- leg, eins og hún sje bygð eftir stærðfræðilegu lögmáli. Dyngju- fjöll bera við loft í norðri, löng fjallsegg, smáskörðótt, þar sem skiftast á fannir, ljósar vikur- skriður og dökk hraun. Við norð- austurhorn þeirra rís Herðubreið, há og tíguleg, hömrum girt, með hvíta toppmyndaða húfu á koll- inum. í austri ber bustmyndað-i an jökulkúf Snæfells yfir óreglu- lega hnjúka Kverkfjallaranans, en d-álítið sunnar og vestar rísa Kverkfjöllin, klofin og hrikaleg í jökulbrúninni; fram úr klofanum, milli kolsvartra gjáveggja, teyg- ist sprungin jökultungan. Fjöllin eru að mestu þakin hjarni, en upp úr þeim rísa hjer og þar svartar brunanibbur og flagsandi hvera- reykir. í suðri ber hjarnbungu Vatnajökuls við loft, smáhækk- andi til vesturs, uns hún hverfur inn í himininn. Það líður á morguninn og hitinn vex; þá koma töfrar öræfanna, hillingarnar, dansandi inn yfir sandana. Smá pollar og hálf þurr- ar lænur jökulkvíslanna, breytast í blátær stöðuvötn, sem bylgjast upp að hraunbrúninni örskamt frá okkur. Staksteinarnir, sem ekki eru nema eins og vænn manns- hnefi, teygja pr sjer og verða að óvígum her, sem skipar sjer í fylk- ingar og hraðar göngu, en kemst þó ekki úr sporunum. Lengra suð- ur á sandinum stígur skyndilega örmjör rykstólpi hátt í loft upp, eins og Ijettur reykur; hann er á fieygi ferð, fyrst í austur svo í vestur. Svo greiðist hann smám- saman sundur og verður að gagn- sæju rykskýi, sem hangir örlitla stund í loftinu, en hnígur svo til jarðar. Þetta eru hvirfilvindarnir, sem leika sjer að dúnljettum jök- ulleirnum í þurrum árfarvegin- um. En nú er ekki til setunnar boð- ið. Ferðalangur er eins og Faust Goethes, hann lætur ekki freistast, það má ekki einu sinni hvarfla að honum, á fögrum stað, að setj- ast ,um kyrt og njóta þeirra dá- semda, sem auganu birtast. Að morgni tekur hann malinn og staf- inn og heldur út í óvissuna, ekk- ert seiðmagn megnar að halda honum kyrrum, en ef til vill er það vonin og trúin á ennþá meiri dásemdir, sem gera hann svona staðfastan við óstaðfestuna. URÐARHÁLS OG TRÖLLADYNGJUHÁLS Á miðvikudagskvöldið 22. júlí, tjölduðum við sunnan undir litlum hnjúk á Urðarhálsi, skamt norður af Kistufelli. Á leiðinni þangað, höfum við lagt krók á leið okk- »r til að skoða miltla gráa öldu, sem gengur austur af Trölla- dyngju. Alda þessi, sem er um 150 m. há yfir hraunasljettuna, er sennilega gömul grágrýtisdyngja, þótt enginn sjáist gígurinn. Ald- an er að minsta kosti úr mjög sjerkennilegu grágrýti — díla- bergi — sem er svo þjett sett stór- um Ijósum krystöllum, að yfir að líta er því líkast, sem aldan sje hálfhvít af nýfölluu hagljeli. Af öldunni er gott útsýni norður yfir Frambruna, milli Þríhyrnings og Ytri-Dyngjufjalla, og er þar ekk- ert að sjá annað en hraun. Jeg hefi minst nokkuð á Urðar- háls í Lesbókinni 1939, bls. 275, en vil nú árjetta það nokkuð, með fram til þess að leiðrjetta nokkr- ar tölur, sem þar eru nefndar sem . ágiskun. Urðarháls er grágrýtisdyngja, sem myndast hefir áður en ísöld laulc, því ís hefir gengið .yfir hana, en það virðist ekki hafa raskað henni mjög mikið, því hún er hlað- in upp úr tiltölulega hörðum hraun lögum. Dyngjan er nokkuð flöt, hæðin yfir sljettuna ekki meira en 150 m. og þvermálið um 7—8 km., en þrátt fyrir þetta nýtur dyngjan sín ágætlega. Urðarháls er ör- ^skamt frá jökulbrúninni norður af Kistufelli, hefir því sennilega kom ið seint undan jökli. Það sjerkennilegasta við Urð- arháís er þó ægilegt gímald á há- bungunni. Yitanlega er þetta ekki hinn upprunalegi gígur dyngjunn- ar, en þó myndað í sambandi við hann sem jarðfall eða innbrot, eft- ir að gosunum linti. f jarðfalli þessu er ágætt tækifæri til að skoða innri byggingu dyngjunnar, en auk þess mun það, vegna stærð ar og hrikaleika, alveg einstætt, Jarðfallið er nokkuð óreglulegt að lögun, lengd þess frá A-V er um 1100—1200 m., en breidd frá S-N nálægt 800 m. Dýpt 170 m. Það er hömrum girt að mestu, þó hægt sje að komast niður í það eftir hjarnfönnum á tveim stöð- um. Mesta hæð hamranna, niður að skriðum. er um 70 m., en víð- ast mun hún um 40—50 m. Mikill sandur er kominn niður í jarð- fallið. Hamrarnir eru allir hlaðn- ir upp úr tiltölulega þunnun hraun lögum. Þau þykkustu eru um 1 m. á þykt, en flest miklu þynnri. Meira. Leiðrjetting. í greinina um Paganini í síðustu Lesbók slædd- ust tvær meinlegar prentvillur: 1872, en átti að vera 1782. Lædd- ist, en átti að vera fæddist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.