Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1942, Blaðsíða 1
39. tölublað. ^LotBunhl^mmB Sunnudagur 15. nóvember 1942. XVII. árgangnr. Ólafur Jónsson: UR GRAFARLONDUM TIL GÆSAVATNA F^ essi einkennilegi hringur get- *¦ ur varla verið nein tilviljun. Til myndunar hans hljóta að Hggja einhverjar ákveðnar orsakir og þykir mjer líklegt, að þetta sjeu leifar hins upprunalega dyngju- gígs, en venjulega eyðilegst hann um leið og toppur dyngjunnar brotnar og sígur. Þegar við höfum lokið að skoða Svörtudyngju, höldum við upp í Dyngjufjöllin norðan við Öskju- opið. Allan daginn hefir verið steikjandi sólskin og við erum orðnir vatnslausir og sárþyrstir. Þegar kemur dálítið upp í fjöllin, hittum við litla snjófönn, þar bræðum við snjó til að drekka. Eftir því, sem ofar dregur, verða fannirnar stœrri og fleiri og þar fáum við nóg vatn. Við tjöldum þarna norðantil í fjöllunum í skarði, sem liggur frá Oskjuopi norður gegnum fjöllin, og heit- ir Eystraskarð. Þegar við skríð- um í svefnpokana er þoka að læð- ast inn í skarðið. TRÖLLADYNGJUSKARÐ OG HOLUHRAUN. Það gerir þoku og súld um nóttina, sem helst fram eftir deg- inum. Um hádegi er þó orðið þurt og sæmilegt veður, en þokuslæð- ingur er á fjöllunum allan dag- Kistufell sjeð af Trölladyngjuhálsi ínn. Ilpprunalega ætluðum við euð- ur fjöllin, vestan við Öskju, en vegna þokunnar breytum við á- ætlun og höldum inn Oskjuop vestanvert og suður hjá Víti, síð- an suður með Öskjuvatni og tjöld- um, að áliðnum degi, undir Mý- vetningahrauni, við suðvesturhorn vatnsins. Þaðan göngum við svo vestur í Trölladyngjuskarð og um í'jöllin norður af skarðinu. Jeg mun leiða það hjá mjer, að þessu sinni, að reyna að lýsa Öskju og Dyngjufjöllum í heild. Fáir staðir í Ódáðahrauni eru kunnari en Askja og umhverfi hennar og hefir ýmislegt verið um þetta svæði skráð, þótt heilsteypta lýs- ingu á íslensku skorti. Að þessu sinni ætla jeg aðeins að víkja lít- ið eitt að því horni Dyngjufjalla, sem flestir sneiða hjá, en það er Trölladyngjuskarð og nágrenni þess. Trölladyngjuskarð Hggur suð- vestur úr Oskju og dregur nafnið af Trölladyngju, sem blasir við í suðvestri, þegar komið er upp í skarðið. Milli þess og Suðurskarða, sem eru beint suður úr Öskju, er þakmynduð fjallsegg, sem á síð- ustu kortum af þessu évæði er nefnd Vatnafell, en hjet áðnr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.