Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 1
bék 42. tölublað. JSKor^íBinlblaösiitiíí Sunnudagur 6. desember 1942. XVII. árgangur. EINAR MAGNÚSSON: TUNIS Brot úr ferðasögu F^ að var árið 1922, seint í jan- * úar. Jeg var á stóru belg- isku skipi og koni siglandi frá Pireus, hafnarborg Aþenuborgar, vestur Miðjarðarhafið. Við kom- um við í Valetta, herskipahöfn Englendinga á Maltaeyjum fyrir sunnan Sikiley. Þar tókum við kol og sigldum svo þaðan á laug- ardagskvöld 21. jan. áleiðis til Tunis í Norður-Afríku. Um miðj- an dag á sunnudag sáum við Af- ríkuströnd. Það fyrsta sem sást, var höfðinn Kap Bon á vinstri hönd. Það var hátt fjall yst á skaga, sem liggur austan að stór- um flóa, sem kallaður er Tunis- flóinn. Flói þessi liggur alldjúpt suðvestur í landið og við botn hans er borgin Tunis, og hafnar- borg hennar La Goletta. Um eftir- miðxlaginn vorum við komnir inu á miðjan flóann og þá sást til vesturstrandarinnar, hins forna Púnverjalands, þar sem hin forn- frœga borg Kartagó lá. Landslagið virtist lágar hæðir með' einstaka lágu fjalli. Jeg starði til vesturs til þess aS vita, hvort jeg gæti greint nokkuð af hinni fornu dýrð, en sá ekkert nema bláa sólmóð- una á mótum hafsins og strandar- innar. Sólin settist um fimmleytið um kvöldið í dásamlegu litskrúði bak við Kartagohæðirnar, og gylti fjallahlíðarnar að austan. Landið virtist eyðilegt. Trje sáust hvergi og voru því fjóllin líkust því sem Um þessar mundir lítur út fyrir, að til mikilla átaka muni koma um Tunis. Bandamenn beina sókn sinni inn í landið að vestan, en Þjóðverjar búast um rammlega í Tunis- borg og Bizerta. Einar Magnússon menntaskólakennari kom til Tunis fyrir hjer um bil 20 árum, og hefir hann góð- fúslega leyft, að birtar væru í Lesbókinni minningar hans frá þeirri för. Útsýn yfir Tunisborg. er víða hjer á landi, en þó ljós- ari. Skipið kastaði akkerum og beið þess, að birti að sigla inn til borg- arinnar. Borgin Tunis liggur ekki alveg út við sjó, heldur nokkuð inn í landi. Milli hennar og flóans er stórt grunt lón, sem heitir el Boheira og er skilið frá hafinu af lágum sandtanga. Á tanganum stendur smábærinn La 'Goletta. Þaðan hefir verið grafinn langur skurður gegnum lónið tii Tunis. Næsta morgun komu læknir og hafnsögumaður um borð, og loks á hádegi sigldum við inn til La Goletta og inn í skurðinn. Skurð- urinn er þröngur og vatnið í hon- um hvítt eða skolleitt. Nú fer bærinn að sjást. Hann lítur í fjarska út ein« og hvítur blettur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.