Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 4
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^ Jarbas konungur í Maxitaníu. Hún neitaði h'onum og þá hótaði hann henni stríði. Þá ljet Dido tendra bál mikið, og ljest vilja færa sálufórn fyrir Sycharbas mann sinn. En hún steig sjálf á bálið til þess að firra borg sína ófriði. Onnur sögn er sii, er róm- verska skáldið Vergelius hefir kveðið um, að Æneas, forfaðir Rómverja, hafi komið frá Troju eftir að Grikkir brendu hana, dval ið hjá Dido um stund og unnið ástir hennar. En goðin höfðu ætl- að honum að verða forfaðir Róm- verja, og því sigldi hann burt með leynd. En þegar Dido frjetti það, steig hún á bálið af ástar- harmi. Eftir það varð Dido vernd argyðja borgarinnar. -— Talið er, að borgin hafi verið stofnuð á 9. öld f. Kr. Lega borgarinnar þarna, þar sem Miðjarðarhafið er mjóst, og við góða höfn, varð til þess, er tímar liðu, að hún varð fremst af öllum verslunarborgum Fön- íkumanna við vestanvert Mið- jarðarhaf. — Þær voru margar eldri en Kartago, en samband þeirra sín á milli eða við heima- landið, Fönikíu, var mjög laus- legt. En samkeppnin við grísku nýlendumennina á Sikiley varð til þess að sameina hinar fönik- isku borgir undir forustu Karta- go, og þannig myndaðist hið púnverska ríki. Þegar það var stærst náði það yfir heimaland- ið, það sem nú heitir Tunis og norðurströnd Afríku alt austan yfir Tripolis og vestur að Gí- braltarsundi, vesturhluta Sikil- eyjar, Sardiniu og suðurhluta Spánar. En ríki þetta var mjög lauslegt og stöðugum breyting- um undirorpið vegna styrjalda sem stóðu í hart nær tvær aldir. En meðan þeir áttu í styrjöldum við Grikki á Sikiley, fóru þeir verslunar- og rannsóknarferðir til vesturstrandar Afríku. — í fornum ritum er sagt frá einni ferð þeirra allt suður að Guineu- flóa. Þeir sigldu vikum saman, þar til þeir sáu eldstrauma velta yf- ir landið. — En í Vestur-Sudan kveikja svertingjarnir í sinunni um þurkatímann, og þá æðir eld- Hermaður frá Tunis með tvær af konum sínum. urinn um þurrar sljetturnar. Þá sneru skip þeirra aftur. Aðra ferð fóru Kartagoborg- armenn allt norður til Bretlands- . eyja. Vestasta nýlenduborg þeirra var Cadix á Spáni. Með verslunarskipum þeirra barst mikill auður til borgarinnar, og varð hún því brátt ein stærsta borg við Miðjarðarhaf. Sumir rithöfundar telja, að íbúar henn- ar hafi um tíma verið fram und- ir milljón, þó að aðrir efi það. Fólkið í borgunum skiptist eins og víðar í yfirmenn og undir- gefna, aðalinn, sem efalaust var af hinum fornu, fönikisku ætt- um, og alþýðu, sem að einhverju leyti hefir verið af öðrum þjóð- stofni. í borginni var höfðingja- veldi líkt og í Róm. En aðals- menn einir höfðu rjett til em- bætta. Tungumál borgarbúa var hin forna, semitíska tunga Fön- ikumanna, sem var mjög skyld hebresku. — Trúarbrögðin voru þau sömu. Þeir trúðu á Baal og fleiri guði, sem við öll könnumst við úr biblíusögunum, það voru grimmir guðir, sem kröfðust mannfórna. Molokk urðu menn t. d. að blíðka með því að fórna honum frumgetnum börnum. — Hann mun hafa átt sjer hof hjer á hæðinni, þar sem kirkjan stendur nú. Þar stóð líkneski hans. Það var holt innan, og í því brann eldur. Likneskið rjetti fram armana. Presturinn tók barnið og lagði það á arma lík- neskisins svo að það valt inn í gin þess og ofan í eldlogana. Og á meðan það brann, var leikið á hljóðfæri og bumbur barðar, svo að ekki heyrðust óp þess eða foreldranna. Þessi viðbjóðslega guðsdýrkun er sá blettur á menn ingu Kartagoborgarmanna, sem ekki verðúr af þeim þveginn. önnur hof stóðu og hjer á hæðinni, svo sem gyðjunnar Tan it sem Rómverjar kölluðu Heru, og guðsins Asclepios. Annars vita menn tiltölulega lítið um menningu Kartagoborgarmanna. Þeir hafa ekki látið eftir sig neinar bókmenntir. Það litla, sem menn vita um hana, er úr ritum óvina þeirra, Rómverja og Grikkja. Viðureign Grikkja og Karta- goborgarmanna um yfirráðin yfir . Sikiley gekk hvorki nje rak. En eftir 300 komu Rómverj ar fram á sjónarsviðið. Þeir ráku Kartagoborgarmenn af Sikiley í fyrsta púnverska stríðinu 264 til 241. En í stað þess bættu Karta- goborgarmenn við sig löndum á Spáni. En foringja þeirra Hanni- bal, skildist það rjettilega, að það var ekki olnbogarúm í vest- anverðu Miðjarðarhafi fyrir bæði Rómverja og Kartagoborg- armenn, og því fór hann með her sinn til Italíu 218 árum fyrir Krist til þess að beygja Róm- verja. Þrátt fyrir 16 ára ófrið tókst honum það ekki. Hann var kallaður heim, og árið 202 urðu Kartagoborgarmenn að semja frið og afsala sjer öllum löndum sínum utan Afríku. En þrátt fyrir hina hörðu frið arkosti heppnaðist þessum aust- urlensku kaupmönnum að auðga borgina á ný. Og Kartagoborg varð að grýlu á Rómverja, grýlu, sem þeir voru logandi hræddir við. Einn þeirra, Cato gamli, end aði allar ræður sínar í ráðinu á því að segja, að hvað sem öðru liði, þyrfti að eyða Kartago. Og með herópinu: Delenda est Karta go“ („Kartago ber að eyða“) brutu þeir friðarsamningana frá 202 og gettust um borgina árið 147 f. Kr. Scipio foringi þeirra setti herbúðir sínar þarna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.