Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1942, Blaðsíða 6
382 LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS ÞREKRAUNIR (Eflir sögrt 'fíjörns jjónssonar, HcrgarfirBi cysíra Veturinn 1887—88 bjó Björn Jónsson að Haffelli, í Fella hreppi á Fljótsdalshjeraði. — Þessi vetur var afar harður og ís rak að á Þorra. Bjargarskort- ur almennur og heyþrot, svo fjárfelli var yfirvofandi. Bændur utan af Hjeraði ráku fje sitt upp á Hjerað, því að þar var jörð, en brátt tók fyrir þá hjálp, vegna þess að þá skorti hús til að hýsa f jeð. Árið áður hafði Björn búið á Borgarhóli í Brimnesbygð við Seyðisfjörð. Þar átti hann bát, sem hann skildi eftir þegar hann flutti í Staffell. Seint í mars, berst sú fregn til Hjeraðs, að skip hafi komið af hafi og siglt fullum seglum inn á Borgarfjörð og upp í klappir. Þetta var skonnorta að nafni „Ingeborg", sem jeg hefi áður skrifað um í Lesbók Morgun- blaðsins. Skip þetta var 40—50 stórlest ir (í einni stórlest voru taldar 13 tunnur) og hlaðið af vörum, einkum kornvörum. — Strand þetta var eins og sólargeisli mitt í hinum mikla bjargarskorti. Bæði var það, að menn fengu korn í bjarglaun við skipið og á uppboði fyrir sama og ekki neitt. Þessi hvalsaga barst um Hjer- aðið og menn brugðust við, hver sem betur mátti að ná sjer í korn. Birni dettur þá í hug að fara til Seyðisfjarðar og freista að komast á bát sínum til Borgar- fjarðar og þaðan upp á Kross- höfða. Höfði þessi er Hjeraðsmegin utan i ósafjöllum, sem skilja Borgarfjörð og Hjerað. Þarna er ekki höfn öðruvísi en þannig, að hægt er að lenda þar í blíð- skapar veðri. Þetta var að sönnu ekki glæsi- leg ferðaáætlun, því að ís var meðíram allri ströndinni, en rak að og frá á víxl. Björn leggur af stað að heim- an frá Staffelli 6. apríl á skíðum og kom um kvöldið að Selstöðum við Seyðisfjörð. Þar var í vinnu bróðir hans Andrjes að nafni. Hann reynir nú að fá Andrjes í fjelag við sig, en hann tók því heldur fjarri, þar sem Seyðisfjörður var full- ur af ís. — Björn gisti svo á Selstöðum um nóttina, en var ekki rótt. Kl. 5 um morguninn vaknar hann við það, að sól skín á glugga, himinn heiður og hita- sólskin, og ísinn rak út fjörðinn. Björn bjóst nú í skyndi, og Andrjes bróðir hans ljet til leið- ast að fara með honum.. — Frá Selstöðum hjeldu þeir út að Borg arhóli, en þar bjó Guðmundur bróðir þeirra. Báturinn var í hrófi, en var mokaður upp í snatri og settur niður. Þar rjeð- ist til ferðar með þeim maður að nafni Einar Hinriksson. Sjór var sljettur og íslaust með landinu og þeir komust við stöðulaust norður undir Glett- ing. Þaðan er tveggja tíma róð- ur til Borgarfjarðar og ísbreiðan samföst svo langt sem augað eygði norður. Á fjallaskiftunum rekur á hvassan vind af suðri og sviftir ísnum frá, svo að þeir komust fyrir nesið og sigldu hraðbyr fyr ir Almenningsnöf og inn hjá Tanga, sem er sunnan megin í kjafti Borgarfjarðar. Þá reis ís garðurinn á ný frá Höfn og í Geitavíkurtanga. Kl. 7 að kvöldi náðu þeir til Geitavíkur. Morguninn eftir, 8. apríl var glaða sólskin. ísinn hafði rekið dálítið frá, en ekki lengra en það, að það sást í ísbrúnirnar. Björn fer nú inn að Bakka 1 Borgar- firði og ætlar að hitta sýslumann inn, Einar Thorlacius, sem kom- inn var á strandstaðinn. Sýslu- maður var þá ekki við, hafði far- ið inn að Desjarmýri til prests ásamt fleirum að drekka minni Kristjáns 9. Danakonungs, sem átti afmæli þennan dag. Mjer var ekki rótt, segir Björn, því mjer lá á að fá korn í bátinn og hann hraðar förinni. Hann fer til Desjarmýrar og gerir boð fyrir sýslumann og biður hann að selja sjer korn í bátinn, með því verði, sem það yrði selt fyrir á uppboðinu, því að ekki var byrjað að selja. Sýslumaður kveðst ekki mega það, en segir að hann megi fara í skipið og reyna að bjarga korni og svo geti hann fengið sín bjarg laun í korni. Mikið korn var eftir í skip- inu, en Borgfirðingar voru hætt- ir að vinna í því, og sögðu að það væri ekki hægt að ná meiru. Björn fer nú svo beint út á Bakkagerði (þorpið) og fær þar í fjelag við sig nokkra hjeraðs- menn til að freista að ná korni új* skipinu. Þeir fara svo út í skipið. En ekki var glæsilegt um að lítast, þegar kom upp á þil- farið, því lestin var kolblár sjór. Samt ræðst Björn þar niður og finnur fótum sínum stað á korn- inu, en þá tók sjórinn honum í klyftir. Hann kallar þá upp og spyr, hvort enginn vilji koma til sín með krúka, sem lágu á þil- farinu. Sigurbjörn á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, tekur strax undir og segir: „Jeg skal koma, nafni“ Sigurbjörn fer svo niður og þeir fara að gogga í pokana, en það reyndist ekki svo auðvelt. Sjórinn og þyngslin höfðu þjapp að pokunum svo saman, að þeir rifnuðu án þess að losna, utan að hægt væri að lcrækja undir bandið, sem bundið var fyrir þá. Með þessu lagi tókst þeim að losa þá. Aftur var auðveldara að draga þá i sjónum, að lestarop- inu, en þar voru þeir dregnir upp með köðlum. Þegar þeir fjelagar þóttust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.