Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Blaðsíða 6
198
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Island í augum skipbrotsmanns
Höfundur eftirfarandi greinar er J. Heusers skipstjóri á
á belgíska skipinu „Persier“, sem strandaði á Mýrdalssandi
í febrúar 1941. Greinin birtist í septemberhefti (1942) belg-
iska mánaðarritsins „Marine", sem gefið er út í London og
birtast hjer nokkrir kaflar í þýðingu.
DJUP lægð færist yfir Is-
land og fer vaxandi ...
Þetta var það versta, sem fyrir
okkur gat komið, er við sigldum
á norðanverðu Atlantshafi á
þeim tímum, þegar ekkert amaði
að. Loftpípur þeytast út í busk-
ann, segldúkar feykjast burt í
henglum, skrúfa aflagast, sjóir
á bæði borð og loks farþegar,
sem hrella menn með aulalegum
spurningum milli stunanna! Við
bölvum þessu Islandi óspart.
Dögum saman hefir skipið
þolað þung áföll. Það er lamað.
óveðrið hefir brotið alt, beygt
öldustokkinn, molað bátana. —
Andspænis þessum ofsa erum við
smáir. Við stöndum á skjóllaus-
um stjórnpalli skipsins, lamdir,
kaldir, barðir í andlitið af hagl-
inu, með sviða í augum og reyn-
um að teygja dauðastríð hins
hjálparvana skips. Isdrönglar,
sem rifna af köðlum, fljúga hjá
höfðum okkar eins og fallbyssu-
kúlur. Ægilegt hafrót, risavaxri-
ar öldur, hyldýpis öldudalir. . .
Sleppum við lifandi?
I björgunarferju, sem komið
var upp í skyndi, komumst við
í land á víðáttumikilli strand-
lengju, þakinni ís. Okkar fyrsta
og hræðilega samband við Is-
land. ömurleg ferð á hestbaki
um hrikalegt landslag. Eftir
margar klukkustundir sjáum við
loksins þak lítillar kirkju. Þeg-
ar til þorpsins kom, var okkur
deilt niður í hin fáu hús. Hús-
móðir okkar sagði við okkur:
Gjörið svo vel . . . Á hreimn-
um, látbragðinu og brosinu skild-
um við hvað hún var að segja.
Þetta litla þorp á þegar pína
sorgarsögu. Þremur vikum áður
— nærri þeim stað þar sem ó-
veðrið hafði kastað okkur á land
— hafði belgiskur botnvörpung-
ur týnst. Skipstjórinn, ellefu
manns, tókst að koma báti á flot
og holdvotih, skjálfandi náðu
þeir ströndinni. — Skýlislausir
lögðu þeir af stað út í bláinn,
í þeirri von að rekast á eitthvert
hæli. I tvo daga og tvær nætur
reikuðu þeir um. Kuldinn, sult-
urinn og örvæntingin yfirbug-
aði fimm á píslargöngunni. Þeg-
ar hinir eftirlifandi komu fyrir
sjerstaka mildi auga á lítinn
sveitabæ, voru þeir að þrotum
komnir. Bóndinn gerði aðvart.
Hin stirðnuðu lík voru flutt til
þorpsins. Þau voru þar enn, þeg-
ar við komum, hvert við.hliðina
á öðru í látlausu kistunum sín-
um. Daginn eftir fór athöfn
fram í litlu kirkjunni. Lútherski
presturinn stafaði með erfiðis-
munum nöfn hinna fimm bræðra
okkar. Síðan bárum við þá til
kirkjugarðsins. Þeir voru látnir
allir í eina gröf. Þá, þá fyrst
grjetu sumir okkar . . .
Fimm dögum síðar hvolfdi
báti, sem var að koma úr róðri.
Menn okkar, sem voru tilbúnir
á ströndinni, köstuðu sjer til
sunds og náðu tveim mönnum
í land. Annar þeirra lifnaði. Sá
eini, sem bjargaðist af sex mönn-
um. — Sorgin hafði heimsótt
þetta þorp með tvö hundruð
íbúa.
óveðrasamt land með strend-
ur þaktar skipsflökum, viðsjála
strauma og kletta, sem rugla
áttavita; þannig er Island í aug-
um farmannsins. Veðurathugan-
ir á Islandi eru mjög dýrmætar
fyrir umhverfið, en villandi hvað
eyna sjálfa snertir. Hinn frægi
dr. Charcot, sem þaulþekti Is-
land og marg-kom þar, braut
skip sitt „Pourquoi Pas?“ þar í
spón árið 1936.
I umróti því, sem nú ríkir í
heiminum, hefur Island sjer-
stöðu. Gagnstætt því, sem yfir-
leitt er, auðgar hernámið það.
Englandi fer með það sem vina-
land, og verslunarjöfnuðurlands-
ins, sem altaf hefir verið óhag-
stæður, hefir aldrei verið eins
hagstæður og nú. Islendingar
vita þetta, en játa það ekki.
Þeir þegja yfir kostum hernáms-
ins, en ýkja sem mest þeir mega
ókosti þess.
Skíðaferðir á vetrum og veiði
í ám og vötnum eru aðalskemt-
anir á þessu landi. Stundum er
dansað. Kosningabaráttan ereins
hörð og hjá okkur. Islendingar
eru vel uppfræddir, lítt trúhneigð-
ir, hafa ást á list, sem við skilj-
um ekki og beina huga sínum
einkum að skáldskap. Fornar
venjur gera það að verkum, að
ættarnöfn eru þar óþekt.
Án þess að um stjettatilfinn-
ingu sje að ræða, eru skyldleika-
hjónabönd tíð til tjóns fyrir
stofninn. Konurnar, sem yfirleitt
eru laglegar, eru ekki fráhrind-
andi nema á yfirborðinu. Á ó-
skilgetin börn er litið sem eðli-
legan hlut og giftingar og skiln-
aðir komast auðveldlega á lagg-
irnar.
Islendingar eru geðfeldir og
þegar maður þekkir þá vel eru
þeir hjálpfúsir og gestrisnir. —
Þar sem þeir bera brennandi ætt-
jarðarást í brjósti, vöktu þeir
oft í brjósti okkar þrá til okk-
ar eigin lands. — Farmaður
þakkar þeim fyrir viðtökur
þeirra og óskar Islandi gæfu og
frama.
Hershöfðingi og undirforingi
gengu saman niður götuna. Þeir
mættu mörgum óbreyttum her-
mönnum og í hvert skifti, sem þeir
heilsuðu muldraði undirforinginn:
„Sömuleiðis“.
Hershöfðingjanum þótti þetta
einkennilegt og spurði hann: —
Hversvegna segirðu alltaf sömu-
leiðis“.
Undirforinginn svaraði: „Jeg
var einu sinni óbreyttur og jeg
veit hvað þeir hugsa“.