Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1943, Page 8
200 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H ó I a-G uðmundur níræður 11. júní 1943. Kveðja rituð aftan á heillaóskaskeyti. 1 dag barst mjer að eyrum harður hófadynur. — Hver hleypir svona glaðlega? Jeg spyr í huga mínum. Þá glymur hátt í steinum og grundin undir stynur: Það er Guðmundur á Hólum á fjörhestinum sínum. Þeir voru margir, kátir og karskir sómadrengir, sem keptu við hann Guðmund á skeiðvellinum langa, — en spretti þeirra er lokið, — jeg sje það eru engir, sem entust til að fylgja honum dagleiðina stranga. Því níutíu sumur og níutíu vetur nú eru á enda síðan ferð var hafin, og nú er orðið áliðið fram undir sólarsetur, og svipur langa dagsins kvöldsins blæju vafinn. En bjart er enn í huga horskum ferðasveini og hlýtt í ríku skapi, — þar hefir ekki frosið þó kaldir hríðardagar vildu valda meini, — varið gat hann hjartað, — það sýnir hýra brosið. Sóleyjar og ástagrös hann las úr blómalautum á leiðinni — milli hrjóstanna — þessi gamli vinur; en þegar hann er allur og liðinn lífs af brautum mun lengi kveða í eyrum hinn snjalli hófadynur. Sig. Sig. frá Vigur. var fastur ásetningur minn að drepa hann ... Jeg keypti skammbyssu til þess . . . Mjer var það fullkomlega ljóst, að jeg myndi verða handtekin undir eins og þess vegna tók jeg með mjer í veskið mitt allt, sem jeg þarf að nota í fangelsinu“. Síðan fór hún að lýsa því, hvernig hún hefði verið ofsótt og hvernig hún hefði þjáðst. Hún sagði frá allri angist sinni og sálarkvölum í 2 ár vegna þess að ábyrgðarlaus maður hafði borið á hana alskonar lognar á- sakanir, alt fyrir borgun frá konu, sem hafði það markmið eitt að skilja við mann sinn, en hirti ekki um, þótt það myndi kosta lífshamingju saklausrar konu. „Þið megið gjarnan dæma mig til dauða“, sagði hún. „En reyn- ið, áður en þið gerið það, að hugsa ykkur í mínum sporum. Jeg kalla guð til vitnis um, að jeg á ekki meiri sök á því, sem jeg hef verið kærð fyrir en litlu telpurnar mínar tvær .. Hræði- leg örlög hafa bugað mig. Loks fannst mjer guð einnig hafa yf- irgefið mig. Ef jeg átti að eiga mjer nokkurrar uppreisnar von, þá varð jeg að taka sjálf málið í mínar hendur. Því var það, að jeg drap þennan mann. Til þess að litlu börnin mín skyldu ekki bera smánað nafn, og til þess að framtíð mannsins míns skyldi ekki vera lögð í rústir vegna þess, að jeg gerði ekki neinar ráðstafanir gegn þessum and- styggilegu, ærumeiðandi ásökun- um. Kviðdómurinn var ekki lengi að hugsa sig um. Kviðdómendun- um kom strax öllum saman um, að frú Hugues væri ekki sek. Fagnaðarlæti áheyrenda voru gífurleg. Gleðin, hrifningin tak- markalaus. Sjálfboðaliði var nýgenginn í herinn og var ekki orðinn vel viss í, hvernig hann átti að hegði sjer. Hann var settur á vörð, en þá kom vinur hans til hans og gaf hon- nm steikt læri. Hermaðurinn var orðinn hungraður og settist niður og tók til matar aíns. En nú bar þar að major. Her- maðurinn þekkti hann ekki og heilsaði ekki, svo majorinn stans- aði fyrir framan hann: „Hvað ertu með þarna?“ „Steik“, svaraði hermaðurinn glaðlega, „skorpusteik. Viltu fá þjer bita. Jeg hefi nóg“. Majorinn varð þungbrýnn. „Veistu hver jeg er“, spurði hann. „Nei“, sagði hermaðurinn, — „nema þú sjert hestasveinn majors- ins“. Majorinn hristi höfuðið. „Gettu aftur“, sagði hann. „Rakarinn í þorpinu?“ „Nei“. „Ef til vill“ — og nú hló her- maðurinn — „ef til vill ertu major- inn sjálfur?" „Það er rjett. Jeg er majorinn“, var svarið. Hermaðurinn þaut á fætur. „Guð hjálpi mjer“, hrópaði hann, gerið-svo vel og haldið á steikinni á meðan jeg heilsa“. ★ „Hvað myndirðu gera, ef allt í einu gerði stólparok af stjórn- borða? spurði skipstjórinn ungan mann, sem var að læra siglinga- fræði. „Kasta út festum, herra“. „En hvað myndirðu gera, ef stormur kæmi svo.að aftan?“ „Kasta út öðrum festum, herra“. „En ef nú kæmi annar ógurleg- ur stormur úr þveröfugri átt?“ „Kasta einni fest enn“. „Sjáum nú til“, sagði skipstjór- inn, „hvar ætlar þú að fá allar þessar festar?“ „Af sama staðnum og þjer fáið alla þessa storma, herra“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.