Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Síða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 365 se ■ Hvað er það, sem kallað er rafeindafræði? Hún fær nafn af rafeindunum, sem 'eru örsmáar agnir, er frá stafar rafmagn, þegar þær snúast í brautum, svo sem reikistjörnur um sól. Þær eru grundvöllur alls, lífs og dauðs. — Vísindamönnum hefir ekki tekizt til þessa að mæla raf- eind, en fullgild ágizkun er að séu 25 billjónir (25 með 12 núllum á eftir) rafeindir lagðar í röð hlið við hlið er hún 1 þumlungur á lengd. * Edison, hinn mikli ameríski uppfinningamaður, sýndi að hægt væri að ná rafeindunum út af braut sinni og dreifa þeim um rúmið. En hann vissi ekki hvað hann var að gera þá. Síðan hann var með þetta, hefir verið fundið að þessar lausu rafeindir geta farið með hraða ljóssins — 300.000 km. á sekúndu. Það er hægt að senda þær út í mergð mikilli eða öldum, eins og við köllum það. Rafeindalokar eru pípur með tómrúmi. Með þeim má stjórna öldunum. Rafeindafræðin lofar því að hægt muni verða að opna fyrir hita eins og hljóðfæraslátt nú. Að almennt verði not- að: Lögun andrúmslofts í heimilum. Betri hlustunarskilyrði á útvarpsskrámar og ef til vill smá útvarpstæki, sem hafa má á sér og nota til einkasamtala við mann í fjarlægð. Saumavél, sem getur saumað án nálar og tvinna. liyssuskothríð, segja kögunar- manni ílugvéla til, þegav óvina- flugvél nálgast. lÖngu áður en hún er sýnileg eða lieyranleg, segja stjórnanda næturorustuflug- vélar hvenær næturárásar- sprengjuflugvél er komin í skot- færi, og að starfa fyrir herstjórn- ir í landi, sjó og í lofti á hundr- að aðra vegu, Vyrir eigi löngu síðan var píp- an brothætt leikfang, því næst fíngert verkfæri Nú er hún traust áhald, er nota má á þúsund vegu, frá því að flýta iðnaðarstörfum, svo sem logsuðu, stálherzlu og þurrkun krossviðar, allt upp í það að starfa við síendurtekna vinnit, svo sem hraðamælingu, prófun og talningu smíðistykkja. Jarðfræðingar nota hana til á- kvörðunar á legu. málmalaga djúpt í jörðu niðri. Hún er not- uð á spítölum til að gera varn- artjald úr útfjólubláum geislum, sem sóttkveikjur komast ekki gegnum. liún getur greint næst- uni ómerkjanlega breytingu á ör- smáum rafstraumum heilans og fundið með því æxli. Fluorskin er rafeindaljós. í stórum byggingareit í London hefir nýlega verið höfð skipti á „dagsljósa“-kúlum, er voru nýj- ung þegar stórhýsin voru byggð, en nú eru úreltar, en settar í stað- inn Fluorskins ljóspípur. Mismun- urinn var hér um bil sá sami og er á sólarlausum og sólbjörtum degi. Stjórn á lögun andrúmsloft, innanhúss-samgöngum, dyrum er opnast er einhver nálgast þær, en lokast á eftir manni, gluggum er opnast eða lokast við skipun, eru allt hinar óbrotnustu notkunar- aðferðir rafeindatækjanna. Eru sumar þeirra í notkun í nýtízku skrifstofum, í orustuskipum, í há- loftsflugvélum, í nýjum verksmiðj um, í höllum milljónamæringa. Astæðan fyrir því að sumar þessara aðferða eru ekki í al- mennri notkun er sú, að þær eru enn of nýjar og kostnaðarsamar. Tækin eru enn öll handgerð. Það er ekki hægt að gera þau enn ineð fjölsmíðiaðferðum. Hvað getur rafeindapípan gert fvrir oss á morgun 1 Hún getur aukið vinnuafköst, vtmdað líf og limu, aukið ná- kvæmnina. Hún getur greint liti miklu nákvæmar en mannsauga getur einsamalt. Talið hluti er fram hjá fara miklu hraðar en auga greinir. Heyrt hljóð, sem eyrað getur ekki. Aukið sjón- magn smásjárinnar, þangað til hægt er að telja veiðihár sótt- kveikjanna. Hún getur stjórnað sjálfvirkt yfirferð uin stræti og götuum- ferð. Komið í veg fyrir árekstra flugvéla og eimreiða, fækkað stórlega eða jafnvel algjörlega slysum í iðnaði. eytt revk og mörgum sjúkdómum. f flugi í dag er hætta á ferð- um í slæmu skygni og þoku. Her- toginn af Kent dó í árekstri flug- vélar. þegar mistur huldi fjalls- hlíð. Á morgun mun lítið tæki, byggt á rafeindapípunni og kom- ið fyrir í nefi flugvélar, veita algert öryggi, með samstarfi fjar- lægðarmælingar til staðarákvörð- unar og fjarsýni. Á hverri sek- úndu mun tækið skjóta út milljón- um „fálmanga“ úr efniseindun- um, og þjóta þær af stað með hraða Ijóssins. Þessar ljósvaka- byssukúlur endurkastast og sýna samfellda mynd á spjaldi, sem er fyrir framan augu stjórnanda flugvélarinnar, af landslaginu framundan og undir vélinni. Flug- vélin getur lent í þykkri þoku. Galdurinn liggur í því að búa rafeindapípuna út svo, að hún starfi með þeim tækjum, sem þeg- ar eru kunn eða endurbætt og með vélunum. Pípan eykur allt. Hún evkur aflið, sveiflurnar, hit- ann, eininguna, hraðann. Hérna er símastrengur. Hann getur flutt 50.000 samtöl í senn. Setjum rafeindapípu við hann og þá getur hann greint 500.000 radd- ir í þessum eina streng. Með þessu móti fást fleiri samtöl lengri veg en áður, yfir úthöfin, og við lægra verði. Aðferðir í iðnaði, sem eru nú ógerlegar vegna kostnaðar, verða hagnýtar. Vörur verður hægt að búa til í meiri mergð en áður og með minni vinnu, Landbúnaðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.