Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 3
LESBÚK MORGUNBLAÐSINS
10
BARÁTTA
VIÐ IS OG HUNGUR
Tekið saman af Jens Bene-
diktssyni, að mestu eftir
bókum A. Greely: Tree
Years of Arctic Service
Hetjur heimskautalandanna.
Frá fvrsta hefir hið óþekta
og ókunna seitt og töfrað hugi
manna.
En ]>essi þrá eftir að rannsaka
hið ókunna, hefir líka orðið mörg-
um að aldurtila, er þeir fengu
henni fullnægt. Á það ekki síst við
þá, sem hafa starfað að rannsókn-
um í Norðurhöfum.
Ilinn dæmafái áhugi, sem almenn-
ingur um heim allan hefir haft á
slíkum leiðangrum og rannsóknum,
sýnir ]>a^> ljóslega. að öllum er æf-
intýraþrain í blóð borin. Vjer Is-
lendingar höfum lítið verið þess
megnugir að leggja yorn skerf til
þessa starfs, sem nix hefir staðið
yfir í mörg hundruð ára, og' sem
hefir krafist óteljandi fórna og
gífurlegra þjáninga.
En vjer höfum hlustað á og lesið
um baráttu lietjanna við ógnir
Heimskautslandanna, Okkur eru
vel kunnir margir hinir helstu
norðurfarar, og nöfn þeirra og af-
rek eru eins í lieiðri höfð hjer og
annarsstaðar á vorum hnetti. Aft-
ur eru oss aðrir hiðangrar miður
kunnir, og það er af einum þeirra,
sem jeg ætla að reyna að bregða
upp fyrir ykkur mynd.
Fáir leiðangrar, eða jafnvel eng-
inn á sögu, sem er eins hörmulega
viðburðarík og þessi. En leiðang-
ursmenn fórnuðu glaðir öllu til
þess að geta fært hinum mentaða
heimi sannar sögur um hvað hið
leyndardómsfulla norður liefði að
geyma. Látum því hugann reika til
þeirra yfi'r liðin ár, og fylgja þeim
á hættuför þeirra.
Það er orðið langt síðan ]>eir
lögðu af stað, því það var árið
1881, sem þeir kvöddu föðurland
sitt, Bandaríki Ameríku, og hjeldu
í norður.
Greely foringi í her Bandaríkj-
anna stjórnaði leiðangrinum, og
allir aðrif leiðangursmennirnir, en
þer voru alls 25, voru einnig úr
her Bandaríkjanna.
Þeir áttii að reisa bækistöð til
rannsóknar í heimskautalöndunum
og hafast þar við á annað ár. Leið-
angurinn var vel búinn, en þó eigi
að ýmsu leyti sém skyldi, því að
undirbúningstíminn hafði verið
holst til stuttur.
Skip það, er flutti þá norður,
hjet „Protheus" og náði það á-
fangastað sinum eftir sjerstaklega
fljóta ferð. Bækistöð sína reystu
þeir á stórri eyju, er nefnist Grinn-
ell Land og' liggur fyrir norðvest-
an Grænland, og skilur sund, mjög
misbreitt á milli. llús þeirra stóð
við svonefndan Lady Franklin
Fjörð, og var það þá á 81. gráðu
44. mín. norðl. breiddar, og 64. gr.
45. mín. v°stl. lengdar. Húsið var
65 fet á Jengd og' 21 á breidd og
var skift niður í tvö herbergi, eld-
hús og litla forstofu. Utan að hús-
inu hlóðu þeir ís og snjó, til skjóls,
1 Grænlandi bættust tveir eskimó-
ar við leiðangurinn, og' skyldu þeir
einkum starfa að veiðum. Leiðang-
ursmemi voru varla komnir í land,
fyr en ósamkomulag byrjaði milli
foringjans og Kislingbury aðstoð-
ar-foringja. Var hann óánægður
með niðurskipan starfsins, og bað
sig leystan frá störfum.
Foringinn varð v^ þeirri bæn,
en er hinn ætlaði að ná skipinu,
hafði það þegar ljett akkerum, og
misti hann af því. Varð hann þyí
að verða eftir, eii var eigi látinn
gegna störfum. Stundaði hann þó
mikið veiðar, og varð gott til fanga.
Undir cins og hús þeirra var
fullsmíðað, var tekið til starfa að
rannsóknum. Það var um 20. á-
gúst.
Unnið var að veðurfræðíleguin
rannsóknum, segulmagnsrann-
um, grasa-, dýra- og jaftfræðirann
sóknum. Gnægð var'af veiðidýrum,
bæði sauðnautum, selum og marg-
skonar fuglum. Einnig sáust og
voru veiddir hjerar, ísbirnir, refir
og úlfar.
14. október 1881, »byrjaði fyrsli
heimskautaveturinn þeirra. Þeir
heilsuðu honum vongóðir og í á-
gætu skapi, og' þóttust öruggir um
að starf þeirra hið komandi sum-
ar, bæri hinn tilætlaða árangur.
Þeir höfðu með sjer málfundafje-
lag um veturinn og gáfu út blnð
og höfðu af hvortveggja bestu
skemtun. Alla hátíðisdaga var fæði
breytt til hins betra, og einnig
höfðu þeir mcð sjer leiki ýmis-
konar.
13. desember hvarf annar eski-
móinn. Hann fór burt vetlinga- og
matarlaus. Tveir flokkar maiwa
voru sendir að leita hans, og komst
annar hópurinn skjótt á slóð hans,
er lá beint út á ísiþakinn flóann.
Bráðlega náðu þeir honum, og