Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 7
LERBÓK MORGUNBLAÐSTNS 20 V Þegar mættust haust og vor Efjeg hefði getað skygnst langt í franitíðina fyrir tugum ára, þegar jeg var ungur maður, og sjeð, hvað framæ tti að koma árið 1940, þá held jeg vart hefði verið hægt að lá mjer, þótt jeg lujfði mist á- hugann fyrir lífiríu, trúna á lífið og jafnvel alla lífsþrá. .Teg hefði þá vitað fyrir atburði, er vart hefðu getað borið eins ljótir fyrir mig í martröð. .Jeg hefði sjeð Evrópu enn í heljargreipum ófriðar, litið loftárásir á borgir, horft á konur og börn og brjóstmylkinga hrökkl- ast frá alelda húsum á ofboðslegum flótta eftir troðfullum vegum Pól- lands, Hollands, Belgíu og Frakk- iands, en um loftið fóru ríðandi eyðendurnir úr Opinberun .Tóhann- esar. Eyðendur þessir, á hinum mikla degi reiðinnar, riðu ekki gunnfákum, heldur æddu með vængjum stáls og þrumna. Nú voru menn orðnir fleygir, — höfðu lagt undir sig loftið, — gátu farið að vild út fyrir víglínu landhers og ráðist á berskjalda, varnarlausa borgara. Þetta gerði stríðið skelfi- legra en blóðugustu stríð önnur, sem sögur fara af. Og þarna — í þessum heimi ring- ulreiðar og tæknigrimdar, — hefði jeg sjeð sjálfan mig, — ekki leng- ur mann æsku og orku og þess vegna eigi jafnfæran að reyna það sem fyrr, að endaskifti væru höfð á siðmenningunni. .Teg hefði sjeð mjer nauðugan einn kost að slíta mig upp með rótum um hánótt, yfirgefa heimilið, sem jeg unni í föðurlandinu kæra og leita hælis í landi óramörgum mílna burtu, — verða flóttamaður, er flýði styrj- öldina ásamt hundruðum annara manna, þakklátur gæfunni fyrir að mjer heppnaðist að flýja, þegar þúsundir örvilnaðra manna komust hvergi. Jeg varð að horfast í augu við, að allar brýr væru brotnar að ])aki, varð að byrja nýtt líf, byggja mig upp að nýju og brjóta mjer að nokkru braut á þeirn aldri, er menn vona yfirleitt að geta sest í helgan stein. Ef jeg hefði sjeð þetta allt fyrir, hefði jeg vissulega haft ástæðu til að segja við sjálfan mig: „Fyrir þjer liggur vonlaus barátta. Þú færð aldrei undir þessu risið. Þótt þú lifðir^tað aí, myndurðu verða truflaður í geði upp frá því. Þú átt allt annað en gæfu í vandum. Þín bíður að lokum einungis ein- manaleikur og böl, og hjarta þitt verður fullt af beiskju.“ Það allt, sem jeg hef lýst, hefur nú drifið á daga mína, en þó get jeg enn í dag talið mig gæfumann. Er jeg svo fífldjarfur að halda því hiklaust fram, að jeg sje gæfu- maður? Jeg hef rekið mig á, að fólk, sem stærir sig af því, að vera lángefið, hefur ratað í ógæfu á næsta andartaki að kalla, rjett eins og itl máttarvöld hafi reiðst og ‘á- kveðið að sýna þessum oflátungum hve gæfan sje hhverful. Hinsvegar tel jeg gæfu mína standa svo föstum fótum, að jeg hætti á að fullyrða, að jeg sje gæfusamur. Mjer hefur tekist að sætta mig við það, sem mjer hefði eitt sinn veitst ókleift, að flytja búferlum frá einum heiminum til annars, frá gamla heiminum til nýja heimsins, að vita tortíminguna læsa klónum í hvern hlut, sem jeg átti, að byrja nýtt líf í nýju og annarlegu um- hverfi með von og trú á framtíð- ina, kannske ríkarí trú en nokkru sinni áður. En jeg á ekki heiðurinn af þessari bjartsýni. Idún er eigi sjálfum mjer að þakka, heldur frekara förunaut mínum á skelfingarárinu 1940. Hún hefur alltaf staðið mjer við hlið síðustu tuttugu ár, allt frá þvf er við giftumst, þolað með mjer súrt og sætt af skilningi, ást og tryggð. Það var hún, sem gaf mjer þrótt til þess að horfast í augu við og lifa af voveiflegu atburðina 1940. Án hennar hefði jég látið bugast, þótt jeg hefði verið allur af vilja gerður. Vilji jeg reyna að skýra til hvers lán mitt eigi rót sína að rekja, ber allt að sama brunni: Lán mitt staf- ar af hamingjusömum hjúskap. En hvað gerir hjónabönd ham- ingjusöm? miljónir órða hafa verið skrifuð til að reyna að skýra' slíkt út í ystu æsar, en jep held þau væru betur óskrifuð. Jeg get enga kenn- ingu sett fram utn þetta blátt áfram af því, að mjer er hún ekki kunn. Þú getur skýrt með vísindalegum orðum, hvað sólargeislinn sje, þú getur rofið hann og rannsakað lit- rófið, útlistað hróðugur með svörtu á hvítu, hvað hann sje. En þrátt fyrir það skilurðu aldrei til hlítar, hvað hann er. Ilvernig getur þú skýrt það undur, er karl og koná verða svo eitt, að þau geta lesið hugsanir hvors annars? Geta þau skýrt slíkt hvort fyrir öðru sjálf? Jeg held það verði erfitt. Og aðrir en þau sjálf gætu einungis ráðið í slíkt með því að verða eitt með þeim, — en það er ekki hægt. Við gætum líka skilið út*í hörgul, hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.