Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS kæfa ]iá. Og ef einhver fpr út, var svefnpoki hans stokkfreðinn, er hann kom inn aftur. 2. nóv. voru ástæðurnar svo al- varlegar að Greely varð að senda Riee liðþjálfa ásamt Lynn, Elison og Frederick til Isabelluhöfða til þess að sækja þau 75 kg. af kjöti, er þar voru. Þeir lögðu af stað í ágætu skapi. En um kvöldið hinn 9. nóv., drógust Lynn og Frederiek tveir einir heim í kofann. Þeir höfðu ]>á fregn að færa, að Elison hefði gefist upp, og voru komnir eftir hjálp. Þótt Frederick væri afar þreyttur, bar hann sig samt mjög hraustlega, er tekið er tillit til hinna ógurlegn rauna og erfiðleika, er hann hafði orðið að þola. Lynn var algerlega eyðilagður, bæði á sál og líkama, og náði sjer aldrei eftir þessa ferð. Greely sendi Lockwood undirfor- ingja og 7 menn aðra hinum til hjálpar. Þeim tókst að finna þá, og leið Rice sæmilega, en Blison var skað- kalinn á höndum og fótum. Yoru þeir færðir heim, og Lynn og Elison hjúkrað eftir bestu getu. Fáir hafa nokkurusinni átt hræði legr framtíð til að hugsa um, en Greely og fjelagar hans hina síð- ustu daga í nóv. 1883. Elison var þá algjörlega ósjálfbjarga, og Lynn ruglaður og þróttur hans á förum. Enginn af leiðangursmönnum var meir en einum ]>riðja að kröftum, á við það sem hann hafði verið veturinn áður. Kofinn var hinn aumlegasti vistar vera, dimmur og loftið fúlt. Lítill lampi gaf alla birtuna. Hrím hlóðst á loft og veggi, og svefnpokarnir frusu við góií'ið. Kuldinn kvaldi mennina ógurlega, og varnaði þeim oft svefns. Matnum var’ úthlutað í svo smá- um skömtum. að hann aðeins hjelt iífinu í mönnum, en jafnvel í slík- um kringumstæðum, gáfu menn fúslega hinum veika Elison af sín- um smáa skerf. Nýjársdagur 1884 virtist þeim, öltujn vera upphafið á því ári, sem þeir ættu að deyja á. Þann dag sáust merki þess, að Lockwood undirforingi og Cross ■ liðþjálfi væru að þrotum komnir. Á annan í nýári misti Elison hægri fótinn. Hann vissi ekkert af því í marga mánuði, að fóturinn liafði verið tekinn. 3. jan. skýrði Brainard liðþjálfi, sá er umsjón hafði með matnum, Greely frá því, að einhver mann- anna, frávita#af hungri, hefði rofið þakið yfir forðabúrinu, og tekið þaðan nokkuð af kjöti, fáum dög- um seinna vorð uppvíst að gat hafði verið brotið á brauðtunnu, og upp undir 1 kg. tekið. Einnig kom í ljós, að einhver hefði á nóttunni verið að jeta selspikið af lampanum. Allar tilraunir til þess að ná í hina seku, reyndust árangurslaus- ar. Um miðjan mánuðuinn sáust merki þess, að Cross liðþjálfi, Schneider, Lynn og Ellis væru að fá skyrbjúg, og hinum öðrum fór hrakandi vegna fæðuskorsts. Cross liðþjálfi var hinn fyrsti, er ljest, og hafði sá atburður mikil og ill á- hrif á fjelaga hans. Brainard liðþjálfi skýrir þannig frá því í dagbók sinni: „18. jan. 1884. Cross versnaði óð- um í nótt sein leið, og um kl. tvö í dag, dó hann. Ilann fjekk rólegt andlát. Hann verður grafiim á morgun. Þar sem við megum ekki missa við í kistu, verður líkið vaf- ið innan í stóran poka. 19. janúar. Jeg og Biederbeck bjuggum hinar jarðnesku ieifar Cross til greftrunar og vöfðum lík- ið inn í sekkinn. Greély foringi las bæn, og við hlustuðum á í svefn poki;num. Svo um hádegi lagði hin ömurlega fylking af stað. Yið fórum, sem leið lá, yfir tjörnina upp á brekkuna, þangað sem gröf- in var. Bandaríkjafáninn var breidd ur yfir líkið, er var dregið til graf- ar á sama sleðanum og -veslings Elison var fluttur kalinn á heim í haust. Við röðuðum steinum kring um gröf fjelaga okkar. Ekk- ei;t annað minnismírki gátum við reist honum“. Maður getur ekki ímyndað sjer undarlegri nje hryllilegri sjón, en þenna draugalega hóp hungraðra og hálfruglaðra manna, sem staul- ast hægt og erfiðlega frá hreysi sínu 1 dularrökkri heimskauts- næturinnar, og flytja með sjer lát- inn fjelaga, til þess að fela hann að elífu varðveislu hinnar freðnu jarð- ar. Undir lok janúar hafði Greely miklar áhyggjur vegna Lockwood undirforingja, seem var mjög mátt- lítill, sá oft tvöfalt og var svo illa á sig kominn, að hann varð að krefjast aftur dýnu einnar, er hann hafði áður lánað Krislingbury und- irforingja. 2. febr. lögðu Rice og annar eskimóinn af stað yfir Smiths sund, til Littleton eyja, því að Greely hafði gert sjer í hugarlund að skipshöfnin af „Brotheus“ hefðist þar við, og frá þeim væri hjálpar að vænta, eða þeir hefðu skilið þar eftir mfrtvæli. En sendimennirnir komu brátt aftur og höfðu enga menn hitt og ekki heldur fundið nein matvæli. 11. fgbr. fóru þeir að reyna að útbúa sig til ferðar yfir Smiths sund og var ætlun þeirra að leggja upp með vorinu. Ljet þá einn þeirra í ljós, að hann efaðist um að þeir kæmust nokkuð áleiðis. Það var í fyrsta skifti, sep vonleysið kom í ljós í orðum. (Niðurlag).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.