Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 10
LESRÓTv MORniTNRLAÐSTNS 20 í nðalskrifstofu ríkislöpmanns í Norðiir Dakota, þangað til i:anu. var kallaður í herinn og star’ar þar sem höfuðsmaur í stjórnardeil l fótgönguiiðsskólans í ,Fort Benn- ing í Georgiaríki. Þegar Guðmundur dómari hafði lokið háskólanámi settist hann að sem lögfræðingur í Munieh í Norð- ur Dakota frá 1. okt. l!)()fi til árs- loka 1910. Hann stóð fyrir ]>vi að útvega Munieh bæjarrjettiudi 1907 og var kjörinn í fyrstu fjáilmgs- nefnd bæjarins. ITann keypti árið 3908 lilaðið Munieh llerald, gaf það út og var ritstjóri þess þar til 1912. llaná var kosinn ríkislögmað- ur í Cavlierhjeraði í nóv. 3930 og fluttist þá til Langdon. Opnaði hann þar lögfræðisskrifstofu með æskuvini sínuni og skólahróður, Peter G. Johnson og stóð hann í sambandi við ríkislögmannsskrif- stofu hans. Ilann var endurkos- inn ríkislögmaður á tvegg.ja ára ffesti ávalt þar til 392(3, að haún var tilnefndur hjeraðsdómari í 2. umdæmi Norður Dakotaríki og hefir starfað í því embætti ávalt síðan, kosinn 3928 og etulurkos- inn 1932, 1936 og 3942. Þegar hann var lögmaður ríkis- ins í fyrra heimsófriði, starfaði hann einnig í þjónustu sambands- stjórnarinnar, sem ráðunautur og formaður í ýmsum nefndum, m. a. í „5mínútnamanna-“ nefndinni, er við ýms tækifæri töluðu opinber- lega í því skyni að leiðbeina mönn- urn og halda uppi siðferðisþreki almennings og hugrekki vegna ó- friðarins. Starfaði hann að inn- söfnun 35000 dollara í Cavalier- hjeraði og fl. Ljet hann að lokum innrita sig til herþjónustu, óskaði enga undanþágu á sjer gera um herþjónustu, en vopnahlje kom þá skömrnu síðar. Á sama. hátt bauð hann fram aðstoð sírtn í núverandi styrjöbl og hefir starfað í stjórn heima- liðsfjelagsins í Piercehjeraði, er starfar sjerstaklega í þágu þeirra, er teknir hafa verið í herinn úr hjeraðinu, með brjefaskriftum við þá, gjöfum til þeirra o. m. fl. Ilefir þessi fjelagsskapur orðið að mjög góðu gagni. í júlí 3942 var hann til nefndur í rannsóknardóm undir stríðsverkamálastjórninni, er á að hafa með höndum rannsóknir og málamiðlun í deildum milli vinnu- veitenda í iðnaði og vinnuþega, svo að lurgt sje að leysa ]>ær á forlegan og friðsamlegan hátt. I framanskráðri talningu er auð- sær starfsáhugi og dugnaður Guð- mundar dómara. llefir það ein- kent hann alla tíð frá unglingsár- unum. Sem ritatjóri á fyrstu lög- fra'ðingsárum sínum gat hann s.jer góðs orðstírs, vöktu giæinar hans eftirtekt og voru teknar upp í ýms dagblöð og vikublöð. í málflutningsstarfsemi sinni, sem ríkislögmaður, var hann skyldu í'ækinn og fylginn sjer. Áður hafði það orð legið á, að lögmenn sáu gegnum fingur sjer um ýms saka- mál og eigi talið hættulaust með öllu að hnýsast um of í atferli sumra áhrifamanna þeirra, her eigi virtu lögin um of. En Guðmundur ljet þær hættur ekkert á sig fá og sýndi oft frábært hugrekki. 3932 sótti hann til saka þektan ofbeldismann fyiár morð og anhan 3914 og tókst honum smáih saman að fá til lykta leidd öll sakamál, er upp komiv í umdæminu, en það hafi eigi altaf tekist sem best áð- ur. Jafnframt rak hann umfangs- mikil lögfræðisstörf í einkamálum. 3923 varð hann frægur um Banda ríkin út af morðmáli suður í Flor- idaríki, á pilti einum Tabert að nafni, frá Norður Dakota og ís- lenskum í aðra ætt. Hafði piltur- inn verið tekinn þar fastur fyrir litlar sakir og settur í ríkisfang- elsið, en þar var þá venja að leigtja út fangana til erfiðisvinnu. Hafði pilturinn verið leigður timburfje- lagi einu, voldugu þar um slóðir. Pilturinn dó í þeirri vinnu og kvisaðist að harðleikni verkstjór- ans hefði orðið honum að bana. Foreldrar pitlsins voru fátæk, en Guðmundur tók að sjer málið engu að síður. Fór hann til Flor- ida, rannsakaði gildandi lög og venjur þar og rjettarfarið sjerstak- lega, skoðaði staðháttu og safnaði í kyr]tey vitnum. Satndi hann síðan skýrslu um tnálið og birti, þegar heim kont. Vakti skýrslan mikinn áhuga manna á því að' fylgja málinu eftir og ^söfnuðust fljótlega saman 4000 dollarar í því skyni. Guðmundur kom því á fram- færi að samþykt var á þingi Norður Dakota áskorun til Florida- ríkis að taka málið til rannsóknar. Jafnframt f.jekk hann blöðin í lið með sjer til að hefja baráttu gegn útleigu fanga. Var það til þess, að Floridaríki tók málið upp. Nefnd var skipuð. Guðm. lagði fyrir hana öll gögnin og varð það til þess að þingið bannaði leigu á föng um, afnam líkamlegar refsingar á þeim og gerði ýmsar aðrar um- bætur á refsilöggjöfinni. Síðan var máið sjálft tekið upp, og varð ærið harðsótt að fá þá er viðriðnir höfðu verið og valdir að dauða piltsins sótt til saka, sök- um ofríkis timburfjelagsins og var eigi ávalt hættulaust Guðmundi. En að lokum tókst að fá hina seku dæmda, og þegar komið var að málsókn gegn sjálfu timburfjelag- inu, bauð það fram 20000 dali í bæt- ur og að sleppa við svo búið. Var það þegið og fengu foreldrar diængsins meiri hluta þess fjár, en nokkuð hafði farið í tilkostnað. Svo var athygli almennings orð- in mikil út af þessu máli, að mörg önnur ríki urðu að taka upp end- d i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.