Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 2
1S LESIíÖK MOKGUNBLxVÐSINS Brjef Jóns Sigurðssonar Framanritað bi'jeí hefir rkki verið birt áður, svd kímnugt sje. llefir Uavíð Stefánsson frá Fagraskógi góðfúslega’ lánað Ixesbók það til birtingar. Það gefur svipmynd af starfi og hugsunum Jóns Sigurðs- sonar haustið 1851 eftir að hann kom til Hafnar frá hinum minnis- verða þjóðfundi. Þá þurfti hann í mörg horn að líta, skrifa í dönsku blöðin, tala við stjórnmálamenn og skrifa heim'til Islands til að örfa menn til samheldni um málefni þjóðarinnar. I upphafi brjefsins. minnist hann á að Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs og Eggert Briem sýslu- maður sjeu ekki komnir. En þeir tveir voru, ásamt Jóni Sigurðssyni kosnir til þess að flytja konungi ávarp. Fór sú útnefning fram á fundi hjer í Reykjavík þ. 10. ágúst skömmu eftir að þjóðfundurinn var leystur upp. Jón Guðmundsson hafði verið settur sýsluraaður í Skaftafellssýslum. Bannaði Trampe að Jón yfigæfi það embætti, til ]>ess að fara í sendiferð þessa. Jón fór í banni Trampe, og varð þetta til þess að hann fjekk aldrei em- bætti upp frá því. En Þjóðólfur fjekk ekki að koma út síðari hluta ársins 1851. f Eggert Briem komst aldrei í sendiferð þessa, og sendi þeþn nöfnum afsökunarbrjef, sem komst þó ekki til þeirra fyrri en snemma á árinU 1852. Uafði Pjetur llav- stein amtmaður kyrrsett Briem utn haustið, baT1 því við að hann gæti ekki mist af aðstoð Briems við amtmannsembættið, og má vera að svo hafi verið. Þeir Jón Sigurðsson og Jón Guð- mundsson náðu tali af konungi í desember, og sendu þeir skýrslu um það viðtal og undirtektir kon- ungs heim til Islands um vorið. Þótti þeim undirtektir hans furðu góðar. En annað varð upp á tcn- ingnum er svar koni frá dönsku- stjórninni seint og síðar meir, upp á tillögur meiri hluta þjóðfundar- manna. Kristján sá, sem ininst er á í brjefinu að settur sje af, er Krist- ján Kristjánsson, er verið hafði li.jer land- og bæjarfógeti. llann þótti hafa sint því lítið, að koma í veg fyrir samblústur og fundahöld er beindust gegn yfirvöldunum. En herliðið danska er kom fyrir þjóð- fundinn var hjer allan næsta vetur. Ivristján fjekk starf í ísl. stjórnar- skrifstofunni í Ilöfn, sýslumanns- endiætti í Ilúnavatnssýslu nokkru síðar og scinast amtmannsembætt- ið nyrða. N En prestarnir þrír, sem sluppu við afsetninguna, en Trampe hafði ]>ó kært sjerstaklega fyrir dönsku st.jórninni, sem æsingaseggi við hlið Jóns Sigurðssonar, voru þeir sr. Ólafur E. Johnsen að Stað á Keykjanesi, sr. líannes Stephensen og sr. Halldór Jónsson að llofi í Vopnafirði, og voru sakir sr. llall- dórs taldar þyngstar, því hann var sá eini af hinum konungkjörnu þingmönnum, er gekk í lið með meiri hluti fundarmanna, er sner- ust gegn stjórnarfrumvarpinu og Trampe. I endalok brjefsins talar Jón um nauðsyn á almennum bænaskrám Þær komu úr 9 sýslum þá um haustið og voru undirskriftir inid- ir þær samtals 221(i, var þátt- taka mest í undirskriftum þessum meðal Múlasýslunga. En eftirtekt- arverðust eru orð .Tóns að síðústu um það, að engir einstakir menn geti haldið málum vorum fram, æf almennur stuðningur bregst þeim. Af brjefúm, sem Jóni Sigurðssyni bárust þetta haust, er ekki laust við að gæti nokkurrar bölsýni með- al nokkurra helstu manna hans um það, að bæði embættismenn, sumir og alþýðumenn gugni við hina harðsvíruðu andstöðu Dana I æfisögu Jóns Sigurðssonar eft- Ir'dr. Pál E. Ólason cru teknar upp nokkrir kaflar úr brjefum til Jóns, þar , sem fylgismenn hans kvarta yfir ístöðuleysi og hverflyndi landa sinaa. . Jósep læknir Skaftason segir m. a. í brjefi til Jóns Sigurðssonar 12. febrúar 1852, hvernig hjaðnað hafi kapp manna: „Þegar fór að draga úr þessum furor (æði), fóru hinir vondu andar betur að geta neytt sín bæði þeír innri og ytri. Menn fóru að hugsa og tala um kostnaðinn, sem fljóta myndi af þessu þinghaldi, og hvar hann myndi lenda, einkum eftir það að greifinn heimtaði nokkuð af hon- um borgað næstkomandi vor. ... Þar á eftir komu vondar frjettir með póstskipinu (þ. e. Kristjáni Kristjánssyni vikið úr embætti og bann lagt við því aö Jón Guð- mundsson fengi embætti) og ]>á hlupu allir, í það minsta embætt- ismennirnir í felur. Þegar þeir fóru að gægjast frani aftur. sögðu þeir, að best mýndi vera, að láta ekkert á sjor biydda, því að hreyfa sig nokkuð væri cin- göngu til aö espa geð stjórnar- innar og jafnvel prestarnir prjedik- uðu „umhyggju fyrir framtíðinni" og sögðu að nú myndi best að fara # # að leggja sig til svefns og sofa vært fyrst um sinn. Ilinir vondu andar, sem í líyrjuninni höfðu læðst um kring í myrkrinu, komu nú franr í dagsbirtuna. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.