Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Síða 5
LESBÓK MORG'UNBLAÐSINS fp, f'"W w w
469
í skógarfurulundinum að Hallormsstað. Gildari trjen á myndinni
eru gróðursett árið 1906. Hin grennri gróðursctt 1922. Myndin tekin
1944. Hæstu fururnar eru 7 inetrar. .
eí slíkt þætti æskilegt, en auk þil-
platua mætti vinna úr birkiviðnum
ýmis konar búsáböld, smámuni
og jafnvel húsgögn, svo sem
stóla, smáborð o. fl. Á slíkan hátt
má gera viðinn úr skógum Fnjóska-
dals og nágrennis mjög verðmætan
án þess að nokkur kvistur fari til
einskis. Þarna er líka auðvelt að
fá afl með samkomulagi við Lax-
árvirkjunina. Að vísu er enn of
snemmt að hefja annan undirbúning
að slíku máli og þessu en þann,
að friða og rækta sem mest skóg-
lcndi á þessum slóðiun. En að 30
árum liðnum, og ef til viil fyrr,
má vel vera, að þetta verði orðin
knýjandi nauðsyn, Þess vegna verð-
ur að muna eftir slíkum skóglcnd-
um þegar gerð er áætlun um friðun
skóglenda.
Að endingu má benda á, að kom-
ið gæti til mála á næstu árum að
friða skóglendi á þeim slóðum, sem
crlendar barrviðartegundir væri
liklegar til að ná góðum þroska.
í því sambandi má benda á hraun-
in um neðanvert Grímsnes, sem nú
b’era mjög ljelegt beitikjarr, en
væri að öllum líkindum mjög vel
failin til þess að gróðursetja í þeim
sitkagreni, undir eins og kjarrið
hefir náð nokkurum þroska.
Yerður því á næstu árum að
taka saman greinilegt yfirlit um
skóglendi landsins og flokka það
niður eftir þeirri nauðsyn, sem er á
að friða þau.
Tilraunastarfsemi
og kynbætur
Framkvæmd þessa þátts skóg-
ræktarstarfsins hlýtur að bíða um
nokkurra ára skeið, uns út hafa
komið menn þeir, sem léggja stund
á kynbætur plantna og tilrauna-
starfsemi. En það eru mörg vanda-
mál, sem úrlausnar bíða viðvíkj-
andi ræktun trjáa. Af þeim má t.
d. nefna sundurgreining hinna, ým-
issu bjarkaafbrigða eða tegunda.
sem vaxa hjer á l.-mdi, og úrval
góðra stofna.eða afbrigða til rækt-
unar og kynbóta. Á þann hátt má
fá .hraðvaxta og beinvaxnar bjark-
artégundii’, sém væri hvort tveggja
í senn, nógu harðgerðar til að vaxa
hjer án þess að kala eða kræklast
af völdum yéðráttu, og gefa því
langtum betri við en* skógar uú
gera. Ermfremur þyrfti að finna
góðar aðferðir við kynlausa æxlun.
sem flestra trjátegunda, sem lík-
legar væri til að gefa góða raun
hjer á landi. Með því móti má oft
fá góða stofna, sem taka foreldr-
unum franí, og loks má skapa nýj-
ar tegundir trjáa með kynbótum
eða með litningafjölgun. Ýms Hnn.
ur verkefni en þessi, er hjer voru
nefnd, krefjast úrlausnar manna,
er hafa sjerþekkingu á ýmsum,
sviðum.