Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 16
430 LESBÖK MOROIINBLAÐSTNS Smælki Hann fékk verðlaun Kötturinn, sem þið sjáið hjema á myndinni er af angóra-kyni. Hann, tók nýlega hátt í kattasýningu, sem haldin var í Bandaríkjunum og hlaut þar fyrstu verðlaun. NOKKRIR Aþeningar hópuðust saman á torginu, þar sem mælsku- snillingurinn Demosþenes ætlaði að halda ræðu, gerðu hróp að honum. og hugðust varna honum máls. Hann sagði þá, að það væri aðeins mjög stutt saga, sem hann ætlaði að segja þeim. „Ungur maður“, bvrjaði Demos- þenes, „fjekk leigðan asna hjá kunningja sínum til þess að fara til Megara; þeir urðu samferða, en höfðu aðeins það eina burðardýr. Um nónlevtið var sólarhitinn alveg óbærilegiir. Báðir mennirnir vildu sitja í skugga asnans og ýttu hvor- jr öðrum úr honum á víxl. Eigand- inn hjelt því fram, að hann hefði aðeins lánað hinum asnann, en ekki skugga hans. Hinn hjelt því aft- ur á móti fram, að hann hefði leigt sjer asnann og allt það sem til- heyrði honum hefði hann umráða- rjett yfir“. Hjer hætti Demosþenes og lagði af stað burtu, en lýðurinn, sem hlustað hafði á hann, vildi nú ekki leyfa honum það og krafðist þess að hann lyki við söguna. Mælsku- snillingurinn snjeri þá aftur og sagði: „Hversu sætir það, að þið krefj- ist þess, að fá að heyra söguna um skugga asnans, en viljið ekki ijá hinum mikilvægustu málefnum eyru V * ITonum var levft að halda ræðu þá, sem hann hafði ætlað að flytja. Sagan um asnann og skugga hans hefir ekki verið sögð lengri til þessa dags. ★ CHAUNCEY DEPEW (1834— 1928), ameríski lögfræðingurinn og mælskumaðurinn, ljek eitt sinn á Mark Twain, þegar þeir áttu báðir að halda ræðu í sama samkvæminu. Twain talaði fyrr og hjelt tuttugu mínútna ræðu, sem var tekið með óskiptum fögnuði tilhevrenda. Depow átti svo að tala strax á eft- ir. Ilann byrjaði: „Veislustjóri, kon- ur og karlar, áður en þessi mið- dagur hófst, gerðum við Twain það að gamni okkar að skipta um ræð- ur. Hann er nú búinn að flytja mína og er jeg ykkur mjög þakk- látur fyrir, hve mikla hrifningu hún vakti. Mjer þykir það leitt, en jeg hefi týnt ræðu Twains og get ekki munað eitt einasta orð af því, sem hann ætlaði að segja“. Ilann settist því næst niður við dynjandi lófatak veislugesta. * í VIKULOKIN var Dorothy Parker búin að fá meira en nóg af dvöl sinni í sveitinni. Hún sendi einum vini sínum eftirfarandi sím- skeyti: „Gerðu svo vel að senda mjer brauðhleif — og láttu sög og þjöl fylgja“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.