Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Blaðsíða 7
IíESBÖK MOROUNBLAÐSINS 471 — •------ » Birkiskógur í Lýsishólum á. Hallormsstað, vaxinn upp af lágvöxnn kjarri á 30 árum. Meðalhæð trjánna er 6y2 meter. S k óRi'ce k ta r f j el a g Ves t m .ey i n ga, Seyðfirðinga, Siglfirðinga, Svarfdæla — Akraness, En auk þess eru að komast á fót Skógræktarfjelag Vestur-Skaft- fellinga og Dalasýslu. Mörg þessara fjelaga, en þó einkum hin elstu og fyrst töldu, hafa unnið mjög mik- ið starf, og það er engum vafa und- irorpið, að framgangur skógræktar- málanna er mjög undir því kominn, að starf fjelaganna takist vel og giftusamlega. Veltur því á miklu að vcl sje að fjelögunum búið, enda hefir reynslan sýnt, að á móti styrk þeim, sem fjelögin hafa fengið af oj)inberu fje, hafa þau venjulega lagt tvöfalda og oft þre- falda fjárhæð á móti. Það seni aðallega háir starfsemi þeirra fje- laga, sem mest hafa afrekað, er, að þau skortir menn með góðri ])ekkingu á trjá- og skógræktar- málum til þess að leiðbeina mönn- um og aðstoða þá í starfinu. Og þetta mun líka há hiniun yngri fjelögum þegar störfin vaxa. Það er engin von til þess, að skógræktarstjóri og 4 skógarverð- ir geti leiðbeint ölíum þessum fje- lögum svo að nokkru gagni megi verða, enda eru skógarverðirnir önnum kafnir við ákveðin störf vor, sumar og haitst. Á vorin, þeg- ar mest þörf er fyrir leiðbeininga- störf, eru þeir allir bundnir við vorannir í gróðrarstöðvunum og eiga því alls ekki heimangengt. Lausnin á þessu máli hlýtur því að verða sú, að fenginn verði mað- ur í hverja sýslu landsins til þess að annast leiðbeiningarstarfið þeg- ar áhugi sýslubúa er orðinn nógu mikill og athafnir skógræktarfje- laganna eru orðnar svo umfangs- miklar að ætla má,' að leiðbeinandi hafi þar nóg að starfa. Slíkir menn þyrfti eigi að hafa jafn víðtæka menntun og skógarverðir, en vita góð og glögg skil á öllu, er lýtur að sáningu, gróðursetningu og hirð ingu trjáplantna og vera vanir girðingarvinnu og öðru er nauðsyn- legt þvkir. Starf þeirra ætti fyrst og fremst að vera fólgið í að leið- beina mönnum með því að ferðast um og koma við á hverjum þeim stað, er þörf gerðist, og vinna við bjarkarfræssáningu, en sú aðferð til þess að koma upp skóglendum mun án minnsta vafa ryðja sjer mjög til rúms á næstu árum. Ennfremur ætti þessir menn að hafa eftirlit með öllum þeim fram- kvæmdum, sem gerðar hafa verið, en slíkt er bráðnauðsynlegt til þess að fje það, sem varið hefir verið til starfsins, fari ekki meira og minna forgörðum. Menn þessir ætti að vinna í sam- ráði við og eftir fyrirmælum skóg- í-æktarstjóra og skógarvarðarins í þeinr landsfjórðungi, er þeir búa, og á vegum skógræktarfjelags hjer- aðsins. Meira að segja ætti þeir að annast allan rekstur fjelagsins Framhald á bls. 476

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.