Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Side 6
470
IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS
liiuisit þessara mála bíður án efa
um skeið, því að bæði skortir menn
til að leysa þau af hendi, og auk
þess getur lausn livers þeirra tekið
nokkur ár. En hins vegar er brýn
nauðsyn tii að hefjast handa strax,
er i'æri gefst.
Skógarnir og
ierðamenn
Þótt flestir iíti svo á. að aðal
nvtjar skóganna sé viðarframleiðsla
og landvörri. má alls ekki gleyma
]>eim þætti, hvaða hressingu og
hvíld menn geta sótt sjer í skóg-
ana í fristundum sínirm. Margar
Jijóðir hafa gert sjer þetta Ijóst og
gert ýmsar ráðstafanir til þess,
bæði að greiða götu ferðafólks um
skóglendin og hvetja fólk til þess
að eyða frístundum sínum á þeim
stöðum, í jafn skógsnauðu landi
og hjer er enn meiri ástæða 'iil
þess að auðvelda fólki dvöl í þeim
skóglendum, sem liggja næst al-
fara leið. enda mun óhætt að full-
yrða. að sumir skóganna eru lang
fjölsóttustu staðir landsins, að Þing
völlum einum undanskildum.
Á síðari árum hafa sumarferða-
lög manna farið mjög í vöxt og
með framkvæmd orlofslaganna
munu ferðalög enn aukast mjög.
I>að getur aldrei hjá því farið á
fjölsóttum stöðum, að ferðamenn
þurfi á leiðsögn að halda, og eins
verður eigi umflúið, að staðirnir
beri merki þess, að þeir líafi verið
sóttir heim. Dæmi eru til þess, að
á fjórða þúsund manns hafi komið
í Vaglaskóg á einum sunnudegi
að sumarlagi, en um hverja helgi
frá því í miðjum jiiní og fram í
september leita þangað fleiri hundr
uð. og stundum þúsundir manna,
auk þess, sem margir dvelja þar
um lengri eða skemmri tíma. Má
óhætt telja, að 20—30 þúsund,
manns komi árlega á þennan stað.
Því er nú miður, að mikið hefir
borið á skemmdum í skógi af völd-
um einstöku gesta og mikill kostn-
aður er orðinn samfara því, að
hreinsa skóginn eftir hverja helgi
sakir skemmdarfýsnar, kæruleysis
og sóðaskapar einstöku manna,
þrátt fyrir að menn eru stöðugt
á ferð þegar flest er í skóginum
til þess að líta eftir og leiðbeina
fólki. I Ilallormsstaðarskógi kem-
ur og mesti fjöldi árlega. ])ótt hann
komist ekki í hálfkvisti við að-
sóknina í Vaglaskóg. Þar hafa um
þúsnnd manns komið saman á einum.
degi, og með bættúm vegum verð-
ur þetta mjög fjölsóttur staður.
I Ásbyrgi kemur og fjöldi manns
árlega, og margir búa þar í tjöld-
um um stundarsakir. Þá er Þ.jórs-
árdalur og mjög fjölsóttur staður
sunnanlands, og meira að segja fer
allmargt fólk inn á Þórsmörk ár-
lega, enda þótt það ferðalag sje
bæði dýrt og erfitt. Árið 1940 komir
þar um fióO manns í júlí og ágúst,
en síðan hefir straumurinn þangað
atikist.
Á öllum þéssum stöðum nema
í Þórsmörk, hefir verið nokkuð
eftirlit með ferðafólki og hreinsað
til eftir það, svo sem kostur hefir
verið á. Þetta hvort tveggja hefir
kostað skógræktina mikið fje á
ári hverjUj en hefði vel átt að vera
hefði þurft að kosta all miklu meiru
til. Þess hefir ekki verið kostur
hingað til, en æskilegt %væri að
þetta mál fengi góða úrlausn í fram-
tíðinni.
Mjög væri æskilegt, ef komið
væri upp skálum á fjölsóttustu
stöðunum, þar sem fólk gæti haft
gott afdrep í misjöfnu veðri og
jafnvel átt kost á einfaldri og ó-
brotinni gistingu og veitingum,
eftir því, sem álitin væri þörf á
hverjum stað. Með því móti má
beina umferð fólks meira að á-
kveðnum stöðum og því auðveld-
ara að sjá um góða umgengni, veita
mönnum leiðbeiningar og jafnframt
draga i'ir hættu þeirri, sem nú er
t. d. á Vöglum, að fólk kveiki í
skóginum fyrir ógætilegan umgang
með eld. TTvers konar fyrirkomulag
haft verður á rekstri slíkra skála
verður reynslan og tíminn að leysa
úr. ITvort t. d. Ferðafjelag Islands
eða einstakir gestgjafar vildu taka
þetta að sjer. En það verður varla
hafið nema með því, að skógrækt-
in sjálf ieggi eitthvað af mörkum
til þess að svo megi verða.
Framkvæmdir
skógræktarmála
Þá er að því komið, á hvern hátt
framkvæmdir við skógrækt og trjá-
rækt verði af hendi leystar, þannig
að þær komi að sem mestu gagni
og sem flestum að notum. Nú er
skógræktarmálunum stjórnað af
skógræktarstjóra og fjórum skógar
vörðum. Kkógræktarfjelag Islands
ásamt 16 hjeraðsskógræktarfjelög-
um vinna einnig að framgangi máls
ins.
Starfssvið hjeraðsfjelaganna er
oftast sýsla eða lögsagnarumdæmi
eins og nöfn fjelaganna benda til,
en þau eru:
Skógræktarfjelag Eyfirðinga.
— Skagfirðinga,
Árnesinga,
Austurlands,
(Múlasýslurnar báðar),
Vestur-Barða-
strandarsýslu,
Vestur-lsafjarð
arsýslu,
A.-Húnavatnss.
S.-Þingeyjars.
— Rangæinga,