Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1944, Page 13
LESBÖK MORGTJNBLAÐSINS P'flBH '0 - 477 ^acjnar ójeiróóon, ra hunautar: TVEIR SNILLINGAR KOMI JEG I BREIÐDALINN, reyni jeg alltaf að sæta lagi að gista á Ásunnarstöðum hjá Pjetri Jónssyni og ITerborgu. Þangað ienti jeg fyrst, þegar jeg kom í Breiðdal, og það er nú einu sinni svona, að kunni maður vel við sig leitar maður á sama staðinn aftur Þegar jeg kom fyrst að Ásunnar- stöðum vildi svo til, að talið barst að manni, sem bjet Jón Finnboga- son, er dó þar á bænum nokkru eftir síðustu aldamót. Ilann var þar í húsmennsku, bjó í litlum kofa vitaf fyrir sig, með seinni konu sinni, sem Guðlaug hjet og var ljós- móðir sveitarinnar. Þarna bjuggu þau lengi, við smá efni, ljósmóður- staðan var víst ekki hálaunuð til sveita þá. Einhvern veginn barst það í tal að Guðlaug hefði tekið á móti á fjórða hundrað harna þá áratugi, sem hún var starfandi ljós- móðir, og þarf það engan að undra. ITitt þótti mjer meiri furðu gegna er Pjetur bóndi sagði mjer að Jón Finnbogason hefði sjálfur verið Ijósfaðir fjölda barna, mig minnir á þriðja hundrað og auk þess að- stoðað konu sína við starf hennar, þegar mest lá við. Var Jóns vitjað til að sitja yfir konum, allt austan frá Fáskrúðsfirði og vestur í Lón í Austur-Skaftafellssýslu. Skyldi þetta ekki vera einsdæmi, að ólærður maður hafi lagt stund á fæðingarhjálp og líknað í svo mörg skipti, sem hjer er um að ræða? En þó var það ekki hið ein- kennilegasta við Jón Finnbogason, Ilitt virðist mjer meiri furða, að hann vissi víst ævinlega fyrir, hvar og hvenær hans væri þörf og fór þá af stað óbeðinn. Þegar hann fór að búa sig til farar að heiman og var spurður, hvert hann ætlaði, þá nefndi hann bæinn og bætti svo jafnan við: „Mín er þörf“, — og hjelt af stað. Það kom og alloft fyr- ir, er Guðlaug kona hans var farin að sitja yfir, að Jón legði af stað síðar, fann á sjer eða vissi, að hún þurfti aðstoðar við. Það kom og nokkrum sinnum fyrir, að þegar Guðlaug var sótt, þá sagði Jón: „þjer þýðir ekki að fara, jeg verð að fára, því mín er þörf“. Eitt sinn kom hraðboði til Jóns Finnbogasonar austan úr Fáskrúðs- firði, að sækja hann til konu þar. Svaraði Jón þá sendimanni neit- andi og kvaðst ekki fara: „Mín er ekki þörf, barnið er fætt“, bætti hann við. Og það stóð heima. Ekki er mjer kvmnugt um, að Jón hafi sagt neinum, hvernig hann yrði þess vísari, sem hann vissi, 1 Þjóðsagna- safni Sigfúsar Sigfússonar er held- ur ómerkileg saga um að huldu- kona, sem leitaði ásta hans árang- urslaust, hafi gefið honum þennan hæfileika. * Sem dæmi um það, hve nærri Jón fór um hlutina, vil jeg segja frá atriði, sem gömul kona í Breið- dal sagði mjer. Hún hafði beðið Jón að sitja yfir sjer, þegar þar að kæmi og hafi hann lofað því. Eitt kvöld seint á vökunni kemur Jón Finnbogason beint inn í baðstof- una, þar sem hún er að spinna og kennir sjer einskis meins^ heilsar og segir síðan: „Jeg held að þú ættir nú að fara að leggja frá þjer verkin, greyið, — þinn tími er kom inn“. Taldi hún öllu óhætt um það, en eftir miðnætti tók hún sóttina, og barnið fæddist um nóttina. „Ilendurnar hans, þær voru blessað- ar líknarhendur“ — bætti ganda konan við, þegar hún minntist Jóns Finnbogasonar. Orðtak Jóns, sem han-n notaði við hvern sem var, var „greyjð“. Jón átti son, af fyrra hjónab-mdi, er Finnbogi hjet. ITann var citt sinn á ferð milli bæja og varð úti. Var maður sendur af Iljeraði snður í Breiðdal að tilkynna Jóni lát hans, og kveið sá fyrir að segja honum sorgartíðindin. Jón mætti sendi- manni ofarlega í dalnum, og cr þeir hittast segir Jón, að fyrra bragði: „Þíi þarft ekki að segja mjer það greyið — jeg veit það, hann Bogi minn varð úti á Hallormsstaðahálsi í fyrri nótt“. Feigð sá Jón Finn- bogason á mönnum og vissi fyrir andlát í ættum og fjölskyldum, en þó ekki alltaf hver það var, sem burt yrði kallaður. Þessi fátæki maður, sem eyddi hálfri ævi sinni í líknar- og kær- leiksverk samkvæmt dæmi Krist, var víst ekki talinn kirkjurækinn og víst aðeins í hófi fyrir „guðs- orð“ gefinn. Þegar lesinn var hús- lestur, tók hann ekki ofan húfuna, en Guðlaug kona hans tók þá venju lega húfuna af höfði hans, og Ijet Jón það afskiptalaust. Einu sin.d, er verið var að lesa á Ásunnar- stöðum, kom Jón upp stigann og settist á skörina og raulaði lágt: Margt er stjáið mæðunnar mótlætis í þaufi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.