Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Blaðsíða 6
LESr.ÓK MORGUNBLAÐSINS
198
m. k. virði þvngdar sinnar í gnlli.
— Það var auðfundið þegar maður
kom þarna inn á skrifstofuna, að
hún var lítill en vingjarnlegur hluti
af íslandi, mitt í stórborginni. Voru
viðtökurnar hinar vinsamlegustu,
og kom jeg á skrifstofuna öðru
hvoru meðan jeg dvaldist í Was-
hington.
Auk jieirra Islendinga sem .jeg
bitti hjer og heima áttu í Washing-
ton, Jú voru þarna á ferðinni far-
fuglar að heiman, eins og t. d. dr.
Oddur Guðjónsson, Agnar Koefod-
Hansen, Ingvar skipstjóri Einarsson
(á leið til Kaliforníu til þess að
k\mna sjer útgerð þar), póst- og
símamálastjóri, Eggert Kristjánsson,
ITallgrímur P.enediktsson, Haraldur
Árnason, Sigurður Thoroddsen o. fl.
— Washington er eins og menn
vita höfuðborg Bandaríkjanna. Þar
býr forsetinn í Hvíta húsinu. Þar
er þinghúsið og þar er hægt að
hitta mörg stórmenni Bandaríkj-
anna.
Washington er sunnarlega í Banda
ríkjunum og þar eru gífurlega mikl-
ir hitar á sumrum en loftslag rakt
og hitinn ill þolandi. En við þetta
verður að una. Borgin sjálf er mjög
fallega skipulögð og þar getur að
líta miklar og fallegar bvggingar,
minnismerki, safnhús o. fl. ITinum
mýmörgu stjórnarskrifstofumer kom
ið fyrir í stórum og glæsilegum
hvítum byggingum. 1 Smithsonian
Institute safninu getur að líta vjel-
ar og áhöld frá liðnum tímum, þar
á nieðal flugvjel }>eirra Wciglit-
bræðra. En þeir áttu erfitt uppdrátt
ar í fyrstu, svo sem kunnugt er, og
var lengi ekki viðurkennt, að þeim'
hefði tekist að fljúga. ITafði safnið
nærri því misst af vjelinni og hún
verið seld til Englands, þegar for-
stöðnmaður safnsins loks áttaði sig
á því, hvað um var að vera.
Þar er ópera, sem mjer gafst tæki-
færi til að hlusta á eitt kvöldið og
þar er fjöldinn allur af skrautlegum
sölubúðum með allskonar varniiigi.
ðíest þótti mjer til koma að sjá
fulla búðarglugga af allskonar á-
vöxtum, svo sem appelsínum, eplum,
sítrónum, melónum, vínberjum, ban-
önum o. fl. og allskonar grænmeti.
óskaði jeg að eitthvað af þessu væri
komið heim til barnanna á Islandi.
Mikið var þarna af kvikmvndahús-
um og veitingahúsum. Eftirtektar-
vert var, hve þarna voru maagir
svertingjar, l>æði konur og karl-
ar. En svertingjar færast nú ójium
norður um Ameríku og setjast að í
ýmsum borgum hvítra manna, meir
heldur en þeim þykir heppilegt. Er
þetta talið vaxaudi vandamál, því
svertingjar gera sömu kröfur og
hvítir menn, en eru þeim ólíkir að
ýmsu og sjaldan jafnokar.
I Washington hitti jeg m. a. yfir-
mann stjórnarskrifstofu þeirra er
fer með fiskveiðimál Bandaríkjanna,
og hefir umsjón með fiskveiðum
og dýralífi Mr. A. W. Anderson,
sem hjer var fvrir nokkrum árum
á ferðalagi í sambandi við sölu á
síldarmjöli og síldarlýsi og fleiri
fiskafurðum frá Islandi. Tók Mr. A.
W. Anderson mjer hið besta og gaf
mjer meðmælabrjef til ýmissa skrif-
stofa í öðrum 1)orgum Bandaríkj-
anna. Mr. Anderson l)auð mjer að
borða með sjer hádegisverð í hinni
miklu stjórnarbyggingu. í þessari:
byggingu mataðist allt starfsfólkið
í mjög stórum og björtum raflýst-
um veitingasal, er var neðanjarðar.
Þarna voru eins og víða annarsstað-
ar, engir gluggar — en veggirnir
prýddir litfögrum freskó mýndum.
Mátti hjer sjá þess glögg dæmi, hve
mjög hin batnandi raflýsing dregur
úr i>auðsvninni fyrir venjulega
glugga. Má segja, að miklir hlutar
margra stórhýsa sjeu gluggalausir
og án nokkurar sólarbirtu, sums-
staðar að miklu leyti neðanjarðar.
En meira um það síðar.
I borðsal þessum hinum mikla sat
fólk á öllum aldri að snæðingi og
gengum við Anderson að afgreiðslu-
borðinu og afgreiddum okkur sjálf-
ir eins og aðrir gerðu. Maður tekur
sjer bakka og raðar á hann borðbún
aði og rennir honum síðan eftir
ryðfríum stálpípum meðfram af-
greiðsluborðinu. En konur innan við
afgreiðsluborðið raða á bakkann*
rjúkandi rjettum, mjólk, ávaxta-
safa, kaffi og öðru sem hugurinn
girnist. Við hinn enda borðsins er
tekið á móti aurunum. Að því loknu
geta menn farið að raða í sig. Geng-
ur afgreiðsla þessi mjög fljótt og
vel fyrir sig, og er merkilegt að
slíkt fyrirkomulag skuli ekki enn
hafa verið tekið upp í Reykjavík
þar sem eru stór fyrirtæki, svo sem
skrifstofur hins opinbera og aðrar
fólksfrekar vinnustöðvar.
Iljer þykir okkur hagkvæmara
að þeysast um þveran og endilang-
an bæinn í matartímanum, eyðandi
allt að klukkutíma í ferðalag og
hafa þó ekki nema örfárra mínútna
matarhlje.
Að mínu viti ætti að fella niður
alla kaffitíma á skrifstofum og
vinnustöðvum og taka hálftíma mat-
arhlje á staðnum, en hætta heldur
fyrr að kveldinu. Rak jeg mig á
þesskonar fyrirkomulag í nokkrum
vjelasmiðjum í Bandaríkjunum og
þótti gefast vel.
Er jeg hafði lokið erindum mín-
um við A. W. Anderson fór jeg að
taka saman pjönkur mínar í her-
bergiskytru þeirri, er jeg hafði nú
til umráða í smá-gistihúsi nokkru.
ITafði jeg orðið að hröklast út úr
hinu mikla gisthúsi, er jeg bjó í
fyrstu tvo dagana, þar sem það var
i-egla að hýsa engan lengur en eina
nótt í senn. En áður en lestin færi
af stað til New York,gafst mjer tími
til að skoða þinghúsið og Hvíta hús-
ið og fara upp í Washington-minn-
isvarðann. En þaðan sjest vel yfir
borgina og fljótið sem rennur í gegn
um hana. Minnisvarði þessi er 555
fet á hæð og svignar toppurinn til