Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 201 veika. Það var lifibrauðið fyrir þá, sem voru heima. Sveinn sálugi fór á skútu hjá Geir. og stundum hjá Ásgeiri Sigurðssyni. Og fisk verkuðum við fyrir Geir. Hann veitti mikla atvinnu. Við fengum þrjár krónur fyrir skippundið að verka og þurka. Mað- ur var svo sem vel að því kominn. Ekki síst þegar þurfti að taka á móti l'iskinum hjer langt upp frá og keifa síðan með hann niður að sjó. Því ekki var hægt að verka Jiaun. nema við sjóinn. Stakkstæðið vnr liara kamburinn. Það var fjarskalega góður kambur. Þar þornaði svo vel. Þetta hefir verið erfitt líf'? - .Tá, það mátti segja. Maður varð að mjólka börnunum og vinna úti. — Var enga mjólk að fá hjcr um slóðir? — Nei, ekki gat það heitið, fyrr en hann var búinn að rækta túnið. Maður var að reyna að fá mjólk á ílösku, þegar einliver var veikur hjá þeim á Nesinu, sem höt'ðu kýr. Það jia'Hi vesaldarlegt nú. — llvað höfðu þið helst tii mat- ar? — Það var fyrst og fremst soðn- ing, fiskur allavega, salta'ður, síg- inn og nýr, og kornmaturinn, eftir því sem hann fjekst úr búðinni. Svo var stundum hægt að fá skyr hjá sveitamönnum og súrmjólk. Maður hrærði upp skyrið í súrblöndu. Svo, hafði maður sundmagana, sem sett- ir voru í sýru. Þá var hægt að fá sýru í sveitinni og það hjálpaði mik- ið. En slæmt var viðurværið. enda margir, sem fengu skyrbjúg á þeim árum. Tennurnar losnuðu, tannhold- ið bólgnaði, og svo kom þetta mikla máttleýsi um allan líkamann. — Fengu börnin yðar aldrei skyr- bjúg ? — Nei, en jeg fjekk hann einu sinni sjálf, svo jeg komst í rúmið. .Jeg varð svo máttlaus, að jeg gat ekki stigið yfir þröskuíd. Ilefi víst gengið full nærri mjer. Jónasen landlæknir ráðlagði mjer skarfakál við þessu,og svo fjekk jeg ögn af kartöflum, sem jeg borðaði hráar. Annars var ákaflega lítið af garða- mat hjer á þeim árum. En af þessu fór mjer að batna. — Ilvar fengu þið skarfakál ? — Það var tínt handa mjer hjerna vestur með sjónum. Það var oft lít- ið, sem fólk hat'ði til matar um miðj an veturinn áður en vertíð bvrjaði osr eins á sumrin, þangað til kom, fram á haustið og byrjað var að róa aftur. — Ilvenær gátu þið farið að hafa mjólk í búi ykkar? — Það var ekki fyrr cn Sveiim sálugi var búinn að rækta túnið. Jlann tók tvær dagsláttur á erfða- J'estu. En fyrst þurfti að girða þetta alt. Ekki var til neins að rækta áð- ur en það var búið. Og það voru mörg handtökin að koma grjótgarði upp utan um alt saman. Og svo tók' ræktunin langan tíma, því hún gat; ekki orðið nema tómstundavinna og verkfærin engin nema spaðinn, skerinn og hakinn. Oft vann Sveinn langt fram á nótt, og í tunglsljósi) til þess að verkinu miðaði sem best áfranr. Ilann kom sjer líka upp garði við gainla bæinn fram við s.jó- inn, en verst var, að það spratt ait- af illa þar, 1— ITvaða dagamun gerðuð þið ykkur á stórhátíðum ? Það var hálflítið. Maður hat’ði oftást með kaffinu. Þó kom það fyr- ir, að maður hafði ekkert. En þá voru það helst pönnukökur og lumm ur. Það var það helsta í þá daga. Og ef að manni áslrotnaðist eittlivað, þá var það geymt til jólanna. Þá var ekki nýja lrjötið að fá, en salt- kjöt, og þótti gott, ef maður átti saltkjöt frá haustinu fram yfir liá- tíðar. En svo fór þetta alt sarnan að batna smátt og smátt, m. a. eftir að kaupmenn fóru að taka nýjan i'isk- inn. Það var, minnir mig, Sturla Jónsson, sem byrjaði á því fyrstur manna, Þeir fóru að kaupa flattan fiskinn og gáfu fyrir hann. Þá voru það rnargir, sem náðu í kjöt fyrir það, sem þeir fengu fyrir fiskinn, enda þótt þeir hefðu ekki átt eyrir i til að kaupa k.jöt fyrir á haustin. Fólli hafði eklvi peninga í þá daga. Þetta var alt í innskrift, og varð maður að gefa ó og 10 aurum meira fyrir pundið í innskriftinni, heldur en ef borgað var í peningum. Og verst var þó það, að þnrfa að taka í búðinhi út á vonina, áður en farið var'að róa. Það var aumlegt ástand á fiskleysisárunum. Þegar sjó- menuirnir koniu tómhentir að lieita mátti og búið að taka út fyrir alt sem þeit' fengu fyrir aflann, nema Jiessar krónur, sem þeir þurftu í skattana. Sveinn sálugi l.jet það alt- af sitja fyrir. •— Hvernig var gamli Sveinsstaða bærinn ykkar? — Þetta var stór bær og ntikið pláss. Ágætur bær eftir þeirra tíma mælikvarða. Hlóðareldhús, eins og Jjá tíðkaðist, en ofrr í baðstofunni. Þetta var bekk baðstofa með sktir- súð, og vitaskuld var oft nokkuð kalt. — Jlvaða eJdivið höfðuð þið .’ — Við tókurn upp mó í Fossvogi og fluttum liann s.jóveg hingað lit cftir. Maður þurfti oft að fara marg ar ferðir inn í Fossvog, áður en niórinn var orðinn þurr til heim- flutnings. En þetta var góður mór, ágætur eldiviður. — Fóruð þjer ekki oft inn í Reykavík ? — Nei, ekki nema þaríaferðir og þegar jeg mátti vera að. því altaf var nóg að gera, aig altaf liefi jeg haft heilsu til að vinna, sem betur fer. Það var t. d. ekki lítil fyrirhöfn að sjá um fatnað hana okkur h.jón- unum og börnunum níu. Þau voru níu blessuð börnin oklíar. Við liöJ'ð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.