Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1945, Blaðsíða 10
202
LESP.ÖK MOTtniTNBLAÐSTNS
um oft pkki mikið til skiftanna og<
J>ótti gott samt. En ekki f jekst nokk
urt plagg úr búð. Maður reyndi að
ná sjer í ullarhár til að spinna úr
og vaðmálsbút, því altaf voru ein-
hverjir karlar, sem gátu fengist til
að vefa fyrir mann. Einn átti heima
hjerna á næsta bæ. Og aJlir á ís-
lenskum skóm. Elstu börnin okkar
sex fengu ekki stígvjel á fæturna
fyrri en þau fermdust. Þá fjekk
maður ógarfað skinn í verslunum
til að gera skó úr, bæði þunt og
Jiykt, og þunna skinnið var stund-
um haft í brækur, til að vera í á
sjónum. .Trg held nú það.
Og það bar ekki á öðru heldur en
fólkið væri ánægt, Jægar það hafði
ofan í sig. Fólk komst ekki upp á
annað en þetta, sem var.
Þegar börnin fóru að stálpast,
bötnuðu okkar ástæður allar. Elstu
drengimir okkar tveir fóru að róa,
þegar þeir voru 15 ára gamlir. Þeir
fóru til Austfjarða. Og elsta dóttir
okkar, Ouðrún, hún fór með þeim
bæði til Vopnafjarðar og Seyðis-
fjarðar, og var búin að véra þar í
snmarvist, áðuræn hún fór frá mjer,
Jiegar hún var tvítug.
— Fóruð þjer aldrei í sumarvist?
— Jú, fyrsta sumarið okkar Sveins
sáluga, vorum við í kaupavinnu á
Staðarbakka, hjá sjera Lárusi heitn-
um Eysteinssvni. Sveinn heitinn átti
tvo drengi með fyrri konunni sinni.
Systir hans passaði þá um sumarið
hjerna heima á Sveinsstöðum. Við
fórum lausríðandi norður. Það var
skemtileg ferð. Jeg fjekk 7 krónur
í kaup á viku og hann 12. Við vor-
um þar í 10 vikur. Við þurftum eitt-
hvað að hafa til vetrarins, og kaup-
ið var sæmilegt fyrir mig, því jeg
hafði aldrei áður snert á hrífu.
— Ilvenær mistu þjer manninn
yðar ?
— Hann dó árið 1914.
Hann var mikill dugnaðar og
atorku maður. Er hann fjell frá
bjóst jeg við erfiðum tímttm fram-
undan því Jiá vOrtt Jirír yngstu svn-
ir mínir í ómegð ennþá. En með'
Guðs hjálp og vilja rættist vel úr.
öll börnin mín reyndust mjer vel
og get jeg ekki nógsamlega þakk-
að það. Guði er sá sem gefur og
tekur og nú á jeg fimm á lífi.
V. St.
- Skiili Skúlasnn
Framh. af bls. 190.
draumurinn búinn. Jeg fjekk ekki
meira.
Skúli á nú Fagurey með Sigurði
svni sínum. Á hverjn sumri hevjar
hann þar, hirðir dún og egg og
flytur í land. Hann gengur enn
heill að hverju verki.
Vlð Hólmarar óskum honum til
hamingju með daginn og alls vel-
farnaðar um ólifaðar æfistundir.
Á.H.
Smælki
— ITvað á jeg að gera til þess að
lostna við kvefið, herra læknir?
— Þjer skulið fá yður heit fót-
þöð og gæta þess að vökna ekki í
fæturna.
★
— Það ertt tvíburar, herra endttr-
skoðandi, tvær telpur.
— Ila, eruð þjer alveg vissar um
að þær s.jett tvær, teljið aftur og
berið saman.
★
Frá ameríkri ritstjórnarskrifstofu.
Blaðamaður (við símann): —
Hún segist hafa skotið mann sinn og
spyr að því, hvort við getum komið
því í morgun útgáfuna.
^Jranz ScliLibert
Hjarta vort grunar með geig
geimanna ómælisþögn,
hræðist sín hugsun sje feig,
hverfandi, forvitin ögn.
Gall var í gleðinnar teig,
grúfðu yfir ógæfumögn.
Hver og ein sunna loks hneig —
var hamingjan annað en sögn?
Söngljóðin þín voru þó —
þá, er ei veröldin tóm.
Eilífðin í henni bjó,
ómælið fult var a,f hljóm.
Bergmál í huga þjer hló:
Himnamir áttu þá róm!
Heym þín úr djúpinu dró
dýrðlegrar fegurðar óm.
Örbirgðin óðal þitt var,
en enginn var ríkari þjer.
Hjarta þitt hljómandi bar
hamingjustrenginn í sjer.
Of snemma átti þitt far
að ýta úr vörinni hjer
út á hinn myrkra mar.
Mannkynið trega ber.
Yngvi Jóhannesson.
* F. 1797 d. 1828. „Le musicien le
plus poéte qui fua jamais“ (skáld-
legastur allra tónsnillinga, er uppi
hafa verið. Fr. Liszt). Til skýringar
við htigsunina í 2. vísunni skal
þetta tekið fram:
Svo virðist sem þeir formshættir
tilverunnar, er hin stærðfrfeðilcgu
sannindi segja frá, hljóti að vera
í eðli síntt óháðir því, hvort nokkur
finnur þá eða ekki. En má ekki
segja eitthvað svipað ttm tónlistina?
Er gáfa tónskáldsins elcki einmitt
fólgin í þessu, að geta hlerað eitt-
hvert brot af þeim formsháttum
fegtirðarinnar, sem þegar búa í til-
verunni (a. m. k. sem möguleikar) ?