Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 allt Þýskaland jafnharðan og Banda. menn hernema |>að. TiL þessa hafai Gyðingar verið bannfærðir og út- skúfaðir í hinum hernumdu lönd- um, en| nú eru þeir hreiknir af að bera einkennismerki sín á almanna- færi. Þegar jeg kom á skemtistað Gyðinga í Briisseþ'varð jeg var við, að fjölmargir hermenn, er báru ein- kennismerki þeirra, voru ekki ,Gyð- ingar. Er starfsemi þessi mjög vin- sæl meðal hermanna, en þeir telja skemtiatriðin þar miklum mun að- gengilegri en á hinum venjulegu skemtistöðum hersins. Það vakti undrun mína þegar jeg tók eftir því, að í Belgíu er engin stofnun, sem hefur eftirlit með hag- nýtingu vinnuaflsins, eins og á sjer stað í Bretlandi Afleiðingin er sú, að völ er á. nógum vinnukrafti til. að starfa á gistihúsum, veitinga- stöðum og við annan slíkan rekst- nr, sem ekki getur talist nauð- synlegur. Stundum varð jeg þess var, að kvartað væri yfir því, að Rretar og Ameríkumenn lokkuðir til sín verkamenn með því að greiða þeim hærri laun en almennt gerð- ist. Annars staðar Arnr þessu þó mótmælt. Litlar skemmdir í Brússel. ÞAÐ VAR mjer mikil tilbreyting að koma frá London til annarra! höfuðborgar, Briissel, þar sem litlar sem engar skemmdir hafa átt) sjer stað. Lituðu rúðurnar í St. Gudule hafa sumar verið þaktai* með trjá- borðum og nokkrar verið fluttar á brott, en flestar eru óbreyttar eins og þær áður voru. Mannekin Pis, líkneskið fræga af litla drengnum nakta á Grand Place, er með öllu óskemmt. Jafnvel verslanir, sem bera ]ensk nöfn, svo sem „Old Eng- land“, og veitingahús sömuleiðis með enskum nöfnum, hafa sloppið algjörlega ósködditð. En hunangs- kökubúðinar eru horfnar, og þær fáu tóbaksbviðir, sem eftir eru, mega heita tómar. Mjólk er ófáanleg, nema dósamjólk og er hún mjög leiðigjörn. Þá er það og mjög baga- legt, að nýr fiskur sjest1 aldrei. Yfir höfuð má þó segja, að al. menningur í hinum stærri borgum. Belgíu lifi í allsnægtum borið sam- an við t. d. London og Manohester. Ástandið er verra í Hollandi. EN SNÖGG breyting verður sti-ax þegar komið er yfir hollensku landa mærin. llollensku bæirnir eru snotr- ir og hreinlegir, ei^ íbúarnir þjást, greinilega af vaneldi. Verslanir mega heita þar tómar og berkla- veiki mun vera orðin algeng. Hol- lendingar eru stolt þjóð. Þeir hafa aldrei gleymt Tromp s.jó- liðsforingja og hernám . Þjóðverja hefir komið mjög hart. niður á þeim. En þrátt fyrir þetta virðist hrifning Iíollendinga minni en Betgíumanna yfir frelsuninni und- an oki) Þjóðverja. Eitt af því, sem mjer fannst næsta nýstárlegt í Hollandi og' Belgíu, var að ganga um sömu gistihús, fkigvelli, hermannaskála og önnur mannvirki, sem þýski flugherinn hafðist við í, þegar hann gerði hörðustu loftárásirnar á London. Ef veggirnir í herbergjum Palace Iíotel í Briissel mættu mæla, gætu þeir sagt frá mörgu. Sama máli gegnir'. um flugvellina í Eind- hoven og Gilze, kaffihúsinu í Diest og Louvain, strætin og torgin í Antverpen. \ Sjerstaka athygli mína vöktu flugvellirnir, sem þýskar flugvjelar notuðu níutíu og sex nætur í röð> til árása á London. Enn má sjá þar (bjórstofur þýskra hermanna og nöfn þeirra krotuð á veggina. Uppáhald hermanna. MARGIR breskir hermenn, sjer- staklega flugmenn, hafa dýr í her- búðum sínum og hafa á þeim mikiö dálæti. I herbúðum flugsveitar einnar, sá jeg geit, sem verið hafði með flugsveitinni um langan ald- ur. Geit þessi er hið mesta skað- ræðisdýr; er hún mjög sólgin' í áfengi. og á það til að verða þreif- andi drukkin; jetur alt, sem tönn á festir og veldur talsverðum skemd umá ýmsumjútbúnaði. Foringi flug- sveitarinnar sagði mjer, að í eina skiftið, sem Billy, geitin, hefði horfið í. heilan sólarhring, þá hafi' sjö flugvjela verið saknað úr á- rásarleiðangri. Flugmennirnir eru því orðnir mjög hjátrúarfullir gagnvart geit- inn og gæta hennar eins og sjáald- urs augna sinna. Liðsforingjakhibbunum er fram- úrskarandi vel stjórnað. Er það mestmegnis að þakka irianni ein- um, jsem Tony heitir. Var hanu áður á Savoy-hótelinú í London. Nú er hann nefndur Roncetti lið- þjálfi. Skyldustarf hans er fólgið í því, að fylgjast með sóknarherj- 'Unum og sjá um að/vistlegum sam- komustöðum sje komið Upp jafn- harðan. Hann hlýtur að hafa átt mjög annríkt síðustu vikur. Það er gaman að s.já liðþjálfa seg.ja herforingjum fyrir verkum, skipa þeim t. d. að bíðaj þangað til sæti losnar fyrir þá. Frábært starf herlögreglunnar. EN SLÍKT er ]ió alls ekki óal- geiigt. Yfirforingjap verða skilyrð- islaust að hlýða boði og banni her- lögreglunnar. Á vígstöðvunum varð jeg vitni; að hinu ágæta starfi her- lögreglunnar. 1 eldlínunni standa lögreglumennirnir ótrauðir á verði sínum og stjórna umferðinni, á- kveðnir og' rólegir, rjett eins og þeir stæðu á krossgötum í London á friðartímum; þó vita þeir, að einmitt krossgötup eru helstu skot- mörk Þjóðverja, bæði flugvjela og stórskotaliðs. Jeg veitti athygli ein- um .þessara herlögreglumanna, í i Framh. á bls. 224

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.