Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 13
LESEÓK MORGUNBLAÐSINS 221 dæmi á þeim tímum, um þá útlendu embættismenn, sem tekist hafði að raka saman auð fjár hjer á landi„ að þeir flyttu ekki af landi brott, þangað sem auðurinn gat veitt þeim. meiri lífsþægindi, en hjer var völ á. L. Gottrup llögm. varð hinn niesti áuðsafnari, bæði í lausafje og jarð- eignum. Þannig keypti hann allar liinar miklu jarðeignir Hinriks Bjelka höfuðsmanns og varð meðl því einhver mesti jarðeigandi, bú- settra manna hjer á landi. f Sýslu- m.æfum, segir að Gottrup „hafi með sölu útokrað tóbaki og brenni- víni, verið harður og glöggur í tekjum, og notað flest tækifæri til fjárafla“. Ovild mikil var milli Gottrups og Miillers amtmanns, og varð hún þess valdandi að Jens Jörgensson var látinn gjalda tengdanna við Gottrup, ogþsviftui' „umboðsnrennsk unni“ árið 1702. Bjó Jens, eftir það embættislaus, og ekki verður þess vart að hann hafi leytað sjer neins embættrsframa eftir það. —< Enda virðist hann hafa verið maður lræglátur og lairs við allan rrppskafni ingshátt. — Þrjú börn áttu þau lrjón, og urðu afkomendur þeirra bændafólk á Kjalarnesi og þar í grend. Jarðirnar Borg og Mýrarholt, voru kirkjujarðir frá Brautarholti, en þar hefir kirkja verið frá fornu fari, og er Vilkinsbók, var gerð árið 1-397. átti Nikulásarkirkjan þar jörðina Mýrarholt. En Brautarholt mun alla tíð hafa verið í einkaeign, og talið vera hið besta höfuðból. Svo mikið kapp lagði Brynjólfur biskup á það, að eignast Brautar- holt, að hann ljet í votta viðurvist á Alþingi árið 1651 gjöra brjef þar# um, „að þau frómu hjón Hákon Bjarnason og Ragnheiður Snæ- björnsdóttir lofuðu og vindirbund- ust að selja engum manni, skyldiim nje vandalausum jörðina Brautar- holt á Kjalarnesi í sjálfrar sinnar kirkjusókn, hvorki alla jörðina nje parta eður ítök þar úr, fyrr en biskupinn mag. Brynjólfur Sveins- son ætti þar kost á hana fyrir aðra jafngóða fasteign að kaupa“........ Arnarholt með 4 hjáleigum, var( eign ábúandans, Þorleifs lögrjettu- manns, sonar Sigurðar Núpssonar á Esjubergi. Var Þorleifur mikil- hæfur maður og efnaður vel, átti miklar jarðeignir. Meðaí afkomenda hans, má nefna hinn landskunna; bókavin og fræðimann, Jón Borg- firðing. Saurbær, með 2 hjáleigum, var eign-ábúandans, Sigurðar lögmanns Björnssonar. Sigurður lögmaður kemur sem vænta rná, rnikið við sögu vora, enda var hann uní flest liinn merkasti maður og mikili ætt- faðir. Hann fæddist á Vatnsenda í Skorradal árið 1643, voru foreldr- ar hans Björn lögrjettum. Gíslason og Ingibjörg dóttir Ornvs í Eyjum.. Faðir Björns var Gísli er lengst bjó á HrafnabjörgunV í Hörðudals- hreppi, áttij hann margar jarðir og bjó miklu bvvi á Hrafnabjörgum, þar hafði hann 12 vinnvvmenn. Kona Gísla var Þórunn Hannesdóttir, Björnssonar, Hannessonar, Eggerts- sonar riddara og lögmanns í Vík- inni (Oslój í Noregi— Faðir Gísla; var Bjöm prófastur í Saurbæ í Eyjafirði, bróðir Árna sýslum. Gíslasönar á Hlíðarenda, er nafn- frægastvvr höfðingi var á sinni tíð, ásamt Mágnúsi Prviða. Varð Arni á Hlíðarenda svo kvnsæll, að fá- tít.t er og fúrðulegt; mátti svo heita, að állir þeir menn sem vvppvvr stóðu og nokkur áhrif höfðu hjer á landi á 17. ogjl8. ðld, væru nánir afkonv- endur Árna, eða tengdir niðjum hans. Björvv faðir Sigurðar lögmanns, fæddist 1604. „Sem bóndamaður mannaðist hann vel“. — Hann varð lögrjettumaður og fór öðru hvoru með jsýsluvöld í Borgarfjarðarsýslu, Og þótti heiðursmaður í hvívetna, eins og ljóst má verða af lýsingu Iíallgríms Pjeturssonar, á honum: .... „Lundhægur, nafnfrægu|>, , gestrisinn, hughraustur, heilráður, gjarn dáða. Mannvalið, siðsvinnur, sæmd hlaðinn, jafnglaður“ .. Sigurður lögmaður er var elstur þeirra 4 systkina, var á þrettánda ári, er faðir hans andaðist, en var þó áður farinn að nenva undir skóla, hjá sjera Eyjólfi lærða á Lundi. Fór hann því næst í Skálholtsskóla, og útskrifaðist þaðan. Varð það .Sigurði til hinnar mestvv hamingjvf, að komast til Skálholts, þvf fýriv utan þá rnentun, sem hann sotti þangað, öðlaðist' hann einnig trausta vináttu liins ágætasta manns, Bryn- jólfs biskups og varð eftirlætis sveinn hans og einkaritari. Árið .1664, gekk hann í þjónustu Sigvvrð- ar lömanns Jónssonar í Einarsnési, og var þar um nokkvvr ár. En árið (1670 fékk hann landsskrifarastarfið eftir Pál Gíslasott á Ilvanneyri, fyr- ir eindregin meðnvæli frá Brynjólfi biskupi. Eftir lát Sigvvrðar lögm. Jónssonar í Einarsnesi, var Sigurð- ur Björnsson kjörinn til lögmanns í lögrjettu árið 1677. Vildu pvenn þá engan annan hafa í kjöri, svo, sjálfsagður þótti Sig. Bj. í þetta ábyrgðarmikla og vandasanva em- bætti, og gátu menn ekki annað að honvvm fundið, en að hann væri ekki nógu auðugur. Sama ár, vvnv haustið, kvæntist hann Ragnheiði, dóttur Sigurðar lögmanns í Einars- nesi. Um Sigurð Björnssón má með sanni segja, að hann væri ekki „konung-kjörinn“, því konungur staðfesti ekki einu sinni, lögmanns- kjör hans. gengdi Sigurður því embætti þó í 28 ár. Hann var maður góðgjarn og friðsanvur, og reyndi eftir megnv að hliðra s.jer hjá því, að lenda í illdeilum þeirn og róst- unv, sem þá geysuðu af hinni imestu heift milli höfðingjanna. Enda yarð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.