Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 213 hverfi úr sænskum bókasöfnum, úi' því aÖ þau voru fengin þangað á fullkomlega heiðarlegan hátt og1 geymd þar umhyggjusamlega öld- um saman. En það er sanngjarnt, að tilfinningar og siðferðilegur rjettur íslensku þjóðarinnar ráðis gcrðum okkar. I síðasta júníhefti tímaritsins Fróns, sem íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn gefa út, er m. a. bil'tur kafli i'ir brjefi frá ís- lendingi í Stokkhólmi. Því lýkur mcð þessum orðum: „Hin marg- umtalaða „norræna samvinna" virð- ist hjer annars mest koma frain í fyrirsögnum blaða. Þekking og, á- hugi á íslenskum málum auðsjáan- lega í minnsta lagi“. Það má til- greina síðustu opinberu ummæli af hálfu íslendinga um Norðurlanda samvinnu til að jafna metin við þetta álit. í stefnuskrá hinnar nýju samsteypustjórnar (2 sjálfstæðis- menn, 2 jafnaðarmenn, 2 sósíalist- ar) segii-, að hún vilji „vinna að’ því, að tryggja sjálfstæði og ör- yggi islands", m.a. með því að „hafa náið samband í menningar- og fje- lagsmálum við hin Norðurlandarík- in“, Þessi vrfirlýsing er annars einungis staðfesting þeirrar afstöðu sem jafnan hefir verið tekin opin- berlega í einangrun þeirri frá nor- rænu frændþjóðunum, sent stríðið hefip haft t för með sjer. En hinn beiski hæðnistónn í Stokkhólms- brjefinu, sem tilgreint var, gefur bendirtgu í þá átt, að íslendingar þykist stundum hitta fyrir í landí okkar skilningsskort á málefnum sínum. að þessu sinrti á gremja brjefritarans sennilega rætur sínar að rekja til áfellisdómsins, sem sum sænsk blöð kváðu upp um kröfu íslands til endanlegra sam- bandsslita og lýðveldisstofnunar á. þessu ári. íslcndingar telja Svíþjóð itáborg norræns anda, eins og aðrir frænd- ur okkar á Norðurlöndum — von- andi ekki að ástæðulausu. Við eigumj ekki að hafna því hlutskipti, sem okkur er valið með þessu. Við eig- um að fagnajþví. En um leið verð- unr við að gera okkur ljóst, að það drcgur að okkur eftirtekt iog gagn- rýni. I* hinni hryggilegu sundrung og árekstrum síðustu ára hafa grann ai; okkar fylgst sjerstaklega vand- lega með breytni okkaf, og beiskja þeirra í garð sænsku hlutleysis- stefnunnar er, eins og kunnugt er, í f.vllsta samræmi við tilfinningar fjölda manna í okkar eigin landi. En Syíar hafa varla neina ástæðu til að klafðast iðrunarbúningi með- al frænda sinna á Norðurlöndum eftir stríðið. Við höfum sýnt, að við erum reiðubúnir til að h.jálpa Hönum, Finnum og Norðmönnum ekki aðeins í orði, heldur í iverki. Nú eigum við þess kost að sýna íslendingum veglyndi. Vitaskuld! er allur sómi, setn hinu unga lýðveldi er sýndur, sjerstak- lega kærkominn, og hins vegar er þjóðin harla viðkvæm fyrir óvin- samlegum, erlendum dómum. Það ier eins mikið undir okkur komið eins og íslendingum sjálfum, hvort Island leitar til engilsaxnesku þjóð- anna um verslunar- og menningar- stimbönd í framtíðinni, einkum U. S A., eins og óhjákvæmHegt hefur verið á stríðsárunum, eða það-reyn- ir að auka samvinnuna við norrænu frændþjóðirnar. Gerurn nú, Svíar, þaðj sem við megum, til að treysta vináttuna milli Norðurlandarík.j- anna! Það væri ekki einungis höfðmgs- bragð, ef við skiluðum islensku þjóð inni handritum þeim, sem hún á með fullum rjetti að varðveita. Slíka gjöf mundu íslendingar meta sem stærri virðingarvott en nokk- uð annað. Einhver kann að spyrja, hvers vegna einmitt Svíþjóð eigi að ríða á vaðið í handritamálinu. Er það ekki aðeins vottur um afskiptasemi eða jafnvel óhóflega fórnarlund? IIví ekki að bíða og s.já, hvaða af- staða verður tekiu oþinberlega í Danmörku, sem mállð er þó enn! skyldara en okkar landi? En í þessu máli verður hver að svara fyrir sig. Danir og Islendmgar hafa ný- lega gert skilnað sinn. Þrátt fyrir allar> fullyrðingar, svíður éf 'til vill enn undan honum í mörgu dönsku h.jarta. Því kann að vera, að umræð- upþessai’a þjóða um handritamálið verði blandnar metingi, sem kemur því ekki við. Við Svíar eigiini hins vegar að getaimótað afstöðu okkar með jafnaðargeði. Staða okkar á síðustu árum leggur okkur þá skyldu á herðar að T'ejma eftir megni að uppræta þá tortryggni milli Norðurlandaþjóðanna, sem stríðið hefur valdið. Við höfum eng- in efni á að látn neitt tirkifæri til kni'teislegrar málamiðlunar ónotað. Ef við verðum fyrstií' til að skila aftur íslensku hándritúnum í hend- ur rjettra eigenda. gæti það ef tiL vill hreinsað andrúmstoft.ið og Ijett Dönum að fará eins að. . Að lokum: Ef' við eigum>að hefj- ast handa um þettá — og það eig- um við að gera — verður það að gerast skjótt. Við megum ekki láta Islendinga verða fyrri tiL og bíða, þangað til þeir hafa gert ki'öfur, sínar opinberlega. Það mundi svipta ákvörðun okkar öllum blæ frjáls- ivndis og göfugmennsku. Peter Hallberg. — Það er maðuf í símanum, sem vill fá að tala við pröfessöfinn. — Það er ágætt. segið hohum að fá sjer sæti jeg komi eftfr áugnáblik ★ — Jeg œtla bara nð láta vðtir vita það. frú Kristjana. að jeg get. verið kurteis, en jeg get líka verið eðlileg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.