Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1945, Blaðsíða 5
LÉSBÓK MORQUNBLAÐSENS 413 Hún er alin upp við hermennsku. EP1 TIL VÍLL er eitthvað frum- stætt í undirvitund hennar, sem rekur hana til þess að elta herinn. Jeg á við, að það sje eitthvað enn frumstæðara og ósjálfráðara held- ur en frani kom í fyþstu Hollywood myndinni hennar, Maroceo, þar sem hiin reif af sjer skóna, útvegaði sjer geit og þrammaði með hana á eftir hernum út í Sahara-eyðimörk- ina. I þetta skipti, er hún búin að' losa sig við geitina, hefir fært sig í hermannastígvjel og afsalað sjer frekari frægðarvon heima fyrir — eða hvað? En svo að við snúum okkur aftur að hinu frumstæða og ósjáll’ráða í eðli hennar, skal hjer tilfært dæmi úr ævisögu hennar. Marlene fæddist þegar síðustu leif- ar ljensskipulagsins vöru að deyja út. I bernsku aldist hún upp við hergöngur og það hefir ekki getað farið hjá því, að hinn ævaforni hernaðarandi hefði sín áhrif á hana. Hverjum skyldi hafa dottið í hug, að hún mundi snúa aftur til hins fyrra ástands, herganga og hernaðaranda. Marlene Dietrich fæddist næstum því inni í miðju Þýskalandi í borg- inni Weimar. Þessi sögulegi staður verður sjálfsagt einhvern tíma prýddur bronsetöflu þar sem á verð ur letrað eitthvað á þessa leið: — Hvaða leið fóru þeir? í minningu Qeorge S. Pattrtn Jr. hershöfðingja. Faðir Martene, Edourd von Losch yfirforingi í sprengjudeildinni, f.jell í orustu á austurvígstöðvunum til- tölulega snemma í heimsstyrjöldinni fyrri. — Á stríðsárunum og upp- reisnarárum þeim, er styrjöldinni fylgdu var Marlene, sem þá hjet Maria Magdalena von Losch, látin nema tónlist við Hochschule fúr Musik í Berlín, en þar var Iiún skrásett sem nemandi í fiðluleik „undir leiðsögn hins velþekkta pró- fessors Fleseh“. Þessi. tilvitnun er tekin upp úr áðurnefndri ævisögu og má vera að prófessor Flesch sje ekki þekktur að öðru betur en að vera nefndur þar. Og tilvitnunin heldur áfram á þessa leið — ferill hennar sem fiðluleikara varð ekki langur, þar Sem hxin méiddi sig í vinstri úlnlið og átt eftir það erifitt með að beta hendinni við gripin. Þessi fiðlulærdómur hennar cr nefndur hjer vegna þess, að í þau tvö skipti á dag, sem Márlene kem- ur fram fyrir hermennina leikur hún gjarna ljett klassisk lög á sög. Leiklistarferillinn. NÚ SNERI hin unga Fraulein von Losch sjer að leiklistinni og gerðist nemandi Max heitins Reinhardt. En með því að móðir hennar vildi ekki láta leggja Loseh-nafnið við hje- góma, tók hún upp nafnið Marlene Dietrich. Og eftir þetta var saga hennar eins og saga allra annara, er leita að frægðinni á þessari braut, nema að því leyti, að Marlene fann frægð- ina. Hún hlaut fyrstu verulegu frægð sína í UFA, myndinni „Blái engillinn“, með Emil Jannings. •— Með þeirri mynd var henni skipað í fremstu röð kvikmyndaleikara og hún aflaði henni heimsfrægðar sem kvikmjmdaleikara og persónuleika. Ilún kom til HollyWood sem „blár engill“. En það varð þó ekki fyrr en hún snéri aftur til Þýskalands með ameríska hernum, sem var að gera innrás í vetrarkuldanum, að engillinn varð verulega blár! Myndir, sem nýlega hafa verið teknar af aðalljósmyndara Life, George Silk, sýna hana í vinnuföt- um og ferðafötum. Leikskrá hennar er, eftir því sem Silk og aðrir trúverðugir frjetta- ritarar segja, einleikur á sög, síðan tekur hún að lesa hug hermannanna og svo syngur hún að endingu nokk ur lög, meðal annara sína eigin út- setningu á Lili Marlene. Háil er alla jafna klædd í karlmannsbuxur og gengur þar á undan öðru kven- fólki í heiminum, þar á meðaí kven- fólki í Holywood, með góðú éftir- dæmi. Til allrar óhamingju Virðást fæstar konur í Hollywood getaibóí- ið s;líkan klæðnað. AÐ MARLENE DIETRICH hafi veitt herjum bandamanna mik- 5nn styrk með þ\u að fylgjast með þeim inn í hið gamla föðurland'! sitt, er ekki að efa, enda þótt mjög litlar sögur hafi farið af henni fyr- ir utan það, sem Ivan H. Peterman, frjettaritari Philadelphia Inquirer jhefur skýrt frá, en hann virðist jlmfa hitt Marlene skömmu eftir þrustuna við Bulge. Peterman„segir svo eftir......... Dietrich: „Jeg vaknaði þessa nótt í Eupen við það, að jeg heyrði hvin á undan hverri sprengingu og jeg vissi, að það var orðin á einhver breyting frá því sem verið hafði. Sama var að segja um aðrar konur í borginni, sem komu til aðsetursstaðar míns og kröfðust þess, að jeg leitaði skjóls |ásamt þeim. Þær voru alveg vissar um, að eitthvað stórkostlegt væri í aðsigi. Jeg fór niður í loftvarnar- ihyrgið og þær bjuggust allar við jumsátri, enda þótt engir úr okkar liði, hvorki foringjar nje óbreyttir virtust vera mikð áhyggjufullir um framtíðina. Undir því yfirskyni að jeg ætlaði að sækja eitthvað, sem jeg hafði skilið eftir, sneri jefe við og sagði foringjunum frá því, sem jeg hafði orðið áskynja. Það leið jekki á löngu áður en í Ijós kom, að þetta hugboð hinna óbreyttu borg- ara reyndist rjett, því að Rundstedt hóf árás sína þann 16. desember. Peterman heldur áfram að segja, að Marlene hafi þrátt fyrir alt hald- jð áfram ferð sinni í jeppa, með flokk sinn, — Lyn Marberry og Freddie Lightner — í áttina til 99. - 'herdeildarinnar þangað til henni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.