Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1945, Qupperneq 8
440
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
jrnir verða að batna. Það er sann-
leikurinn í málinu. —
Danski vísindamaðurinn Niels
Bobr, en rannsóknir hans hafa gert
mjög mikið til að skapa hina nýju
atómorkuöld, ritaði þannig í London
Times: — Það getur verið, að engar
varnir sjeu til gegn þessu nýa eyð-
andi afli og þá er ekki annað að
gera en að koma á fót alþjóðasam-
vinnu til varnar því að þessi nýa
orkulind verði notuð á nokkurn
arnian hátt en þann, er verða má
mannkyninu-öllu til gagns og bless-
unar.
New "í'ork Times benti á það, að
gangslaust væri að gera atómork-
una útlæga án þess jafnframt að
útrýma öðrum styrjaldarútbúnaði.
1 stuttu máli, það verður að vinna
að afvopnun og varanlegum friði.
Meðal þeirra, sem hlustuðu á
frjettirnar með hryllingi og undrun
var Hermann Göring, sem nú bíður
kvíðafullur dóms síns sem stríðs-
glæpamaður. Hann sagði: ■— Geig-
vænleg uppfinning. Jeg vil hvorki
heyra hana nje sjá. Jeg er um það
bil að vfirgeía þennan heim.------
m
Skoti nokkur þjáðist af svefn-
leysi og fór til læknis. Læknirinn
3jet hann hafa svefnpillur — og
krafðist þess að Skotánn greiddi
sjer 25 krónur fyrir hjálpina.
Skotinn tók pillurnar, en samt
hafði hann aldrei verið fjær því
að sofna en nóttina þá.
★
::kur forðalangur lenti eitt
t’ 'V i svartaþoku í Skotlandi og
vii*ist. Þegar hann hafði ráfað lengi
int.ti hann loksins Skota, sagði hon-
um hvernig komið var og bað hann
um að vísa sjer á rjetta leið.
— Já, sagði Skotinn, en hvaða
Fótalaiss bilstjórí
CHRÝSLER bifreiðaverksmiðjurnar liafa smíðað bíla, sem
eru með handskiftingu eingöngu og er þessi útbúnaður gerð-
Ur fyrir hermenn, sem særst hafa í styrjöldinni og mist fót
leða fætur. Þeir geta stjórnað „gir“um og bensíng.jöf með
höndunum og þarf ekki að nota fætur við aksturinn.
fundarlaun fæ jeg fyrir að hafa
upp á yður?
★
Tveir Gyðingar hittast.
— N^i, sæll og blessaður. Það er
ánægjulegt að sjá þig eftir öll þessi
ár. Við A'erðum að Iíta einhverstað-
ar inn og fá okkur stau]>
— Já, svaraði hinn, en þú manst
sennilega eftir því, að það var jeg
sera borgaði síðast, þegar við drukk
um saman.
★
Gyðingur nokkur var að fara af
Hótelinu þar sem hann bjó. Hanní
sagði við þjóninn um leið og hanu
gekk út:
— Þ.jer búist ef til vill við, að
jeg gefi yður þjórfje fyrir að vekja
mig, en .jeg vil bara láta yður vita,
að jeg var vaknaður þegar þjer
komuð.