Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Side 2
49S
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hjá Vtrafellsmúla.
þarna var byrjað á laxaklaki og
vænta menn þess að hægt verði að
fá mikla laxveiði í ánni þegar fram
líða stundir, enda sýnist hún ágæt-
lega til þess fallin að láx gangi í
hana, ef selur fælir hann ekki frá.
Kjallaksstaðaá er vatnsmesta áin
á ströndinni og óbrúuð. Komast
bílar því ekki leugra en að henni.
ílún myndast af tveimur ám,
Flekkudalsá og Tunguá (Galtar-
dalsá). Flekkudalur er stærsti dal-
urinn hjer og nær eins og aðrir upp
að Skeggöxl. I honum var fyrrum
bygð og talið að þar hai'i verið
þessir bæir: Staðarbakki (kirkju-
staður), Hríshlíð, Dyngja, Hólmkot
(eða Ilólkot) og Túngarðshólar.
Nú er dalurinn í eyði og er þar
upprekstrarland. (Á Staðarbakka
var vel lilaðinn brunnur með góðu
vatni, en áin braut hann fyrir 60
til 70 árum).
I tungunni milli Flekkudalsár og
Galtardalsár, upp undir Tungufclli,
cru Litla- og Stóra-Galtardalstunga.
Litla-Tunga cr nú í eyði og keypti
hana kona hjer í Reykjavík fyrir
fáum árum. Þegar koinið er yt'ir
Kjallaksstaðaá kcmur bærinnArmót
cr þar lítil bvgging, með þremur
svörtum stafnþiljum. Þar næst
koma Kjallaksstaðir niður undir
sjó og gengur nes þar fram fvrir
vestan. Ilinum mcgin við það nes
myndast sjávarvogur m.jög grunn-
ur og fyrir botni hans stendur bær-
inn Vogar sem Bjarni frá Vogi cr
við kendur. — Bærinn hefir nýlega
vcrið fluttur. — Núverandi ábú-
andi tók við jörðinni í stríðsbyrj-
un, og þá var gamli bærinn fallinn.
Bygði liann sjer þá bráðabirgða-
skýli, torfhús, sem orðið hcfir að
duga Iionum öll stríðsárin vegna
skorts á byggingarefni.
Víghólsstaðir heitir næsti bær og
stendur upp undir fjalli. Er þar
grösug hlíð með klettabeltum fyrir
ofan bæinn. Vegurinn liggur nú yf-
ir klapparkolt nokkur. og heita
þar Ekrur. Ætla sumir að þar sje
staðurinn þar scm þeir vildu báðir
sá, Kjallakur og Geirmundur helj-
arskinn, og börðust út af því, en
samkvæmt sögunni heíir það verið
utar á nesinu.
Þarna er bærinn Ormstaðir; þar
er huldubygð og er til saga um að
álfkona læknaði barn þar á bænuin
árið 1790. — Nær fjallinu cr bær-
inn Stakkaberg. Rjett hjá bænum
fcllur á í fallegum fossum uiður
af fjallinu. Það er Fábeinsá og er
hún þó fremur vatnslítil.
Úr því að minnst var á sáðland,
má gcta þess, að allar líkur benda
til að hjer um slóðir hafi verið
mikil akuryrkja til forna. Jón Gisla
son prestur í Hvammi segir (1839):
„Þeir inörgu akrar fyrir korn, sem
þótt liggi víða með sjó undir á-
minstum báðum fellsbrúnum, eru
nú einber holt, svo að cins sjiist
deili til akurreina". í HrappSey,
scm er fræg fyrir það, að þar var
prentsmiðja frá 1773, segir Kristján
Magnússen sýslumaður að hafi ver-
ið talsverðir akrar, ,,og kallast mi
Akurtún". Enn fremur scgir liann
að í Akureyjum virðist hafa verið
sáðlönd, því að víða sjáist þar til
þess háttar girðinga. Síra Friðrik
Eggerz gctur þess. að í hólma, sem
er frani a£ Ballará, hafi verið sáð-
land fyrruin. „Undir hnausuui, sem
upp hafa verið stungnir í sáðreit-
um, hafa fundist ertur“. Hann scg-
ir ennfremur, að á stóru holti fyrir
utan baúnn á Ormstöðum megi sjá
að sáðland haí'i verið, umgirt af
fommönnum.
★
Við erum í iandnámi Kjallekinga.
Landnáma segir svo um það: Kjal-
lakur hjet maður, son Bjarnar hins
sterka, bróðir Gjaflaugar, cr átti
Björn hinn austræni; hann fór til
Islands og natn land frá Dögurðará
(þ. c. i'rá landnámi Auðar djúp-
úðgu) til Klofninga, og bjó á
Kjallaksstöðum“. í landnámi hatis
hefir verið Dagverðarnes og hinar
næstu eyjar. Hann átti mörg börn,
enda var hann nefndur Barna-Kjal-
lakur, og segir Landnáma nokkuð
frá því hvernig hann skii'ti land-
námi sínu á tnilli þcirra. Sjálfur
bjó hann á Kjallaksatöðum, en syn-
ir hans á þessum bæjunt: Þorgrím-
ur þöngull á Staðarfelli, Asbjöru
vöðvi á Orrastöðum, Björn hval-
tnagi í Túngarði, Gissur glaði í
Skoruvík, Þorbjörn skrofuður á
Ketilsstöðum. En Æsa systir þeirra
bjó í Svíney, sem nú kallast Purk-