Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Qupperneq 5
LESBÓK M0RÖUNBLAÐSIN3 501 höiuí -hafi hjálpað Sturlu gegn urn allar hættur. Sjálfur sparaði hann sig ekki, enda þótt maðurinn væri forvitri og draumspakur, svo að hann sá oft hætturnar fyrir. Vjer hörmum það oft, að Snotri Sturlu- son var 'drepinn. Ættum vjer ekki heldur að gleðjast yfir þeirri ís- lands hamingju, sem helt verndar- hendi yfír Sturlu Þófðarsyui í gegn um allan hildarleik þeirrar aldar? Guðbrandur Vigfússön dr. segir svo um Sturlu Þórðarson: „Aldrei hefir neinn fræðimaður verið ís- landi jafn þarfur seni Sturla, þar sem eftlr hann einan liggur ís- lendingasagan mikla og Landnáma, tvær hinar bestu bækur á íslenska tungu. Landnáma er hin mesta prýði bókmenta vorra, og engin sögubók er oss jafn dýrmæt sem hún; í sumri grein væri meiri skaði fyrir sögu landsins að missi hennar einnar en allra hinna“. Frá Hnúki er skamt iit að Klofn- ing. Er það hár klettahryggur fram an við fjallið og djúpt skarð í gegn um eða hlið alveg eins og það væri höggvið af manna höndum. Eru veggirnir beggja vegna þver- hnýptir, skarðið sljett í botninn og jafnbreitt. Þetta er ein af furðu smíðum náttúrunnar. t þessum klofning var áður sauðfjárrjett Strenda, en nú er hún aflögð og hefii’ önnur rjett verið hlaðin á bala sunnan undir Klofningnum. Þar fyrir utan er st.ór steinn eða bjarg, sem heitir Abótasteinn. Á hann að hafa fallið úr fjallinu og undir orðið ábóti nokkur, sem aúl- aði að heinisækja systur sínar að Skarði. í skárðinu sjálftt, klofningnuui, er mælt að sauðaþjófar hat’i' t'yrr- um verið hengdir. Bein úr einum þeii'ra voru að flækjast þarna fram lil skamms tíma, og stóð svo á því, að' hann hafði verið sakiaus. Hjet hanti Ketill, en sauðir þeir, er haun átti að hafa stolið, fundust rjett eftir aftöku lians. Beinin voru þarna að flækjast fyrir augum manna tii þess að minna þá á sak- leysi hans. Frá Klofningsfjalli og inn með allri Norðurströnd eru himingnæf- andi björg aðeins skorin sundur af dölUm á stöku stað. Eru skriður undir björgunum og þeitir fyrst, Melahlíð og þá Ballarárhlíð og eru kendar við tvo næstu bæi. I björg- unum þar fyrir ofan er á tveimur stöðum talsvert a£ fugli og hvanna- rót, eins og stendur í gamalli visu: Melabjarg og Ballarár bæði níræð eru; hvannarót og hvítur már. hvarmaljósum fyrir stár. Iljer segir að björgin sjeu 00 faðma há. Vegurinn liggur með- fram fjallinu og eru bæirnir nokk- uð fyrir neðan hann. Er þar löng bæjarleið á milli. Framundan Ballará eru eyjar, sem heita Ballaráreyjar. Þar skeði einkennilegur fyrirburður árið 1663 og segir Pjetur lögrjettumaður Ein arsson svo frá honuni: „Þann 1. dag júní var jeg stadd- ur fram við Ballaráreyjar á skipi og með mjer Gunna Klementsdóttir og Sólveig Magnúsdóttir, um há- degisskeið í heiðbjörtu smáviðri og ^plskini; heyrðum vjer íyrir fram- an Klofninginn eitt hátt hljóð, svo að heyra sem þá lágt heyrist í klukku og fagurt, en hærra en trómatshljóð (trumbu), og það heyrðum vjer sem matmálstíma, leið svo smám saman fram eftir meðalhafi og ljet svo af litla stund. Síðan heyrðuni við það aftur við hafið og færðist svo, suður í loftið aftur nærri í þann stað, sem vjer heyrðum það fyrst, nema þá var með því sem bardun á hljóðfæri, fagurt að heyra. Þetta eru sann- indi“. í hólma þarna, sein Kálfliólmi heitir, komu rostungskjálkar og rostungstönn upp úr sandi fyrir niörgum árum. Ballará kemur úr skarði í kletta- brúninni og steypist í fossUm niður í urð. Syngur hún þar dimman bassa undir skrækhljóða samsöng máva og fýjs og ritu, sem eiga sjer bústað í þverhnýptu bjarginu beggja megin. Ballará er ekki vatns mikil á sumrin fremur en aðrar ár hjer. En í leysingum vérða þær allar vitlausar og bráðófærar, jafii- vel smálækir geta orðið öfærir. I hlíðinni fyrir utan Ballará er Klofningur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.