Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Síða 10
LESBÖK M0RGUNBLAÐ9INS r.06 Lag: „Helgum Undurfagra Úlfljótsvatn aldna kirkjujörð. Æskan bjarta auðnurík um þig heldur vörð. Guði vígð þú geymir mátt og glæðir hugans þrá. Hjá þjer ljómar heiðið blátt og hjalar sjerhvert strá. frá döggvum". Langeldar frá landnámsöld lýsa hjer á ný. Sama elfan Sogið breitt og sólin björt og hlý. Hefja skal hjer skátaöld og skapa nýja tíð. Friði og drengskap veitum völd er vari ár og síð. Jón Oddgeir Jónsson. ÁgústsSbn, Þórarinn Björnsson og Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi. Skólanum slitið. SKÓLANUM var slitið klukkan 5 á sunnudagskvöld. Aliir nemend- ur voru samankomnir í gamla skál- anum. Páll Gíslason afhenti skír- teini fyrir þennan fvrsta hluta skólans, en hinir tveir hlutarnir eru skrifleg verkefni, sem levsast eiga á næsta ári, svo og skýrsla um störf, sem unnin eru á grundvelli þeirrar kennslu, er þarna hafði farið fram. Páll þakkaði kennurum og nem- endum þessa stuttu en skemmtilegu samverudaga, sem, þrátt fyrir regn- ið og ýmsa örðugleika, verða okk- ur ógleymanlegir dagar. Brynja Illíðar og Jón Tómasson þökkuðu Bandalaginu og skólast.fórninni fyrir hönd nemenda. — Bent Bent- sen fjelagsforingi Skátafjelags Reykjavíkur og Daníel Gíslason tölnðn til nemendanna. Skátahöfð- inginn sleit síðan skólanum, og að lokum var þjóðsöngurinn snnginn. ■— Þá var skift niður í flokka til þess að ganga frá staðnum undir veturinn og var því lokið um klukk an 8. Svo var haldið heim til ann- ara starfa, en minningin Tim þessa daga mun lengi lifa, og áhrif þeirra þerast um landið til heilla skáta- hreyfingunni og starfsemi hennar. „Vertu viðbúinn". ÞESSI merkilega starfsemi að Tjlfljótsvatni er ennþá á byrjunar- stígi, en þó er nú fengið fast form á skólann, sem hægt er að byggja á, í framtíðinni, auka við og endur- bæta. enda er nii þegar 5 ára reynsla fvrir hendi. Okkur er það öllum ljóst, að þessi skólatími 'er allt of stuttur, hann þyrfti að minnsta kosti að vera 3 vikur til mánuður. Trúum á, að hægt verði að ná því marki, því að það er vax- andi fjöldi skáta, bæði yngri og eldri, sem hafa skilið nauðsyn þess- arar fræðslustarfsemi. Því þó að hún sje að miklu leyti miðuð við fjelagsstarfsemi skáta, þá fer þar saman hagnýtur undirbúningur undir þau störf, sem fyrir skátnn- um liggja í hinu daglega lífi. Kjör- orðið: „Vertu viðbúinn“, felur í sjer svo margháttuð viðfangsefni, að það er endalaust starf langrar æfi, og hver viðleitni, sem miðar að fyílingu þess kjörorðs, er góð og þjóðinni til þrifa. < iíí i Framtíð skólans. SKÁTASKÓLINN hefir frá npp hafi vega átt við fjárhagsörðug- leika að búa, en aftur á móti átt marga ágæta og óeigingjarna starfs- krafta. Þær munu nokkuð margar stundirnar, sem dr. Helgi Tómas- son og aðrir ágætir samverkamenn hans hafa lagt til starfseminnar við Tílfljótsvatn. Mikið hefir unnist á, en þó er meira eftir, því að þarna er að rísa upp miðstöð og mennta- setur æskunnar, þar sem rjettur agi og regla er kennd, þar sem leikir, störf og sjálfsnám er fljett- að saman á skeramtilegan hátt. 1 framtíðinni mun rísa þarna upp voldug útilegustöð, sem starfar allt árið, að því að venja æskulýðinn á holla lifnaðarhætti, vekja trú hans á mátt sinn og megin, trú á föðurland sitt og framtíð, trú á bræðralag og frið meðal mannanna. Negri lá banaleguna. Presturinn var kominn og sjúklingurinn skrift aði. Að þeirri atböfn liðinni, sagði prestur: >— Þú verður að fyrirgefa þessum Sam, sem þú talaðir sem mest um og hatar. — Er jeg að deyja? spurði hinn svarti. — Já, jeg er hhræddur um það, svaraði klerkur. Eftir nokkra umhugsun, sagði negrinn: — Ef jeg dey fyrirgef jeg honum, en ef mjer batnar dett- mjer ekki í hug að fyrirgefa þessu kplsvarta svíni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.