Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Page 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINa jff v *»' f 507 „BLESSAÐ GAMLA HÚSIГ í Borgarnesi y r Eftir Ragnar Asgeirsson 1 RITGERÐ eftir Kristleif Þor- steinsson, í ITjeraðssögu Borgar- fjarðar, hefi jeg lesið að fyrsta húsið í Borgarnesi hafi verið reist sirið 1877. Hafði ]>á Brákarpollur verð löggiltur sem verslunarstaður fyrir 10 árum. Erlendir kaupmenn sendu þó oft skip á Brákarvoll, um Jónsmessu leytið, og síðar, með helstu nauðsynjavörur hændarina og tóku þá ull og fleiri afurðir um leið. Yoru þessi skip og verslunar- mennirnir á þeim alltaf kallaðir ,,Spekúlantar“ og lifnaði yfirjnörg um í hinum einangruðu afskektu sveitum þegar siglingin kom. Voru þetta oftast kútterar með 5—G manna áhöfn og auk þeirra 2—3 verslunarmönnum. Voru þessar ferðir mörgum vestra þar til mik- ils hægðarauka og eru þessar spek- úlantaferðir minnistæðar þeim sem fóru í kaupstaðinn á þessum árum. Sjálfur man jeg vel eftir því, er jeg var smábarn í Kóranesi og Straumfirði á Mýrum, um aldamót- in, hver viðburður þetta var í fá- menninu þegar hafnsögumaðurinn var að fylgja kaupskipinu inn á fjörðinn, milli Höllubjargs og Kóra- nesshöfðans og að fá svo að fara út í spekúlantinn. Jeg minnist enn ilmsins, sem lagði að vitum mínum þegar jeg kom niður í lestina, þar sem verslunarbúðin var, því þar ægði öllu saman, uytja- og mun- aðarvörum, þar var allt sem barns- augað girntist. Það hafa vafalaust. verið síðustu ferðir spekíilantanna, sem jeg var þar vitni að. Þær lögð- ust víst niður rjett á eftir, því hent- ara þótti að hafa fastar verslunar- biiðir í landi, en að hafa þær á skipsfj^l. En þá þurfti líka að Hendrik Biering bygg.ja verslunarhús og íbúðarhús fyrir fasta starfsliðið, „faktorinn", fjölskyldu hans og þjóita. Það var einmitt íbúðarhús versl- unarstjórans, sem verið var að byggja í Borgarnesi sumarið 1877. Það mun hafa verið teiknað og til höggið í Noregi og með skipinu, sem flutti húsviðinn kom norskur smiður, maður lágvaxinn og með herðakistil, að nafni Ole Ilaraldsen, Stóð hann fyrir smíði þessa húss, og síðan fleiri sem reist voru í Borg arn. og í Borgarf. síðar. Varð þessi koma hans hingað til þess að hann ílentist hjer ásamt konu sinni. Var hann maður starfsamur og flutti síðar til Reykjavíkur og andaðist þar í hárri elli. Munu nokkur hús, scm Ole Ilaraldsen smíðaði í Borg- arfirði standa enn og hygg jeg þau hafi verið ósvikin að efni og vinnu, því aldrei hefi jeg heyrt „Óla Frú Elisabeth Biering norska“ — svo nefndu Reykvíking- ar hann — getið að öðru en því sem heiðarlegt var. Fyrsti maðurinn sem starfrækti verslun í Borgarnesi var Jón Jóns- son frá ökrum á Mýrum, oft nefnd- ur Akra-Jón. Fjekk hann vörur sínar frá norskum kaupmanni, Jo- han Lange í Bergen. En ekki stóð verslun Jóns kaupmanns lengi, því eftir fá ár ljet hann hana af héndi við Lange, sem rak hana síðan, und- ir sínu nafni, nokkuð fram vfir aldamót. Sjálfur dvaldi eigandinn þar aldrei langdvölum, en hafði jafnan „faktor", verslunarstjóra fyrir sig, sem mun og hafa hentað - best, því Lange var sagður í meira lagi geðstirður. — Verslunarsaga Mýra- og Borgarfjarðarsýslu er m.jer svo ókunn, að enga tilraxm mun jeg gera til að skrifa um hana og ekki veit jeg hvort „faktarar“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.