Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Blaðsíða 12
508 LESBÖK MORQ UNBLAÐSINS voru fleiri eða færri við Langes- verslun. Hafði jeg aðeins kynni af einum þeirra, konu hans og heimili, en þau kvnni voru öll á þann veg að síðan hefir mig oft langað til að minnast þeirra hjóna. Skal það nú ekki dregið lengur, meðal annars af því, að á þessu hausti eru liðin 100 ár frá fæðingu þessa verslunar- stjóra, II. t'. J. Biering í Borgar- nesi. Iíann hjet fullu nafni Hendrik Carstensen Jensen Biering, og var fæddur 23. október 1845, í Reykja- vík. Faðir hans var Morits Wilhelm Biering kaupmaður og sænskur konsiill, en móðir ha«is var Jane Marie Robb, skotsk að ætt. Auk Hendriks áttu þau hjón annan son, Pjetur Biering, er lengi var versl- unarmaður 1 Reykjavík, föður Hendriks kaupm. Biering, er nú verslar á Laugaveg 3 og þeirra syst- kina. Jane ðlarie Robb varð skamm líf, en eftir dauða hennar kvæntist ðlorits W. Biering vngri systur hennar, Ingeborg og áttu þau einn- ig tvö börn. Morits W. Biering var vel met- inn borgari í Reykjavík og var tví- vegis kjörinn þar bæjarfulltrúi. Sat hann þó stundum erlendis yfir vet- urinn, enda átti hann þangað versl- arerindi. En svo gerðist ]>að. sem mörgum er enn í minni, hjer og vestur á Mýrum, að seint á áriim 1855 fór hann á skipi sínu „Drei Annas“, h.jeðan úr bænum og ætl- aði tíl Kaupmannahafnar ásamt konu sinni og tveimur börnum. Kn er skipið hjelt úr höfn skall á ot'- viðri og fórst það með allri áhöfn undan Álftanesi á Mýrum. l-rðu þau hjón og börn ]>eirra öllum harmdauði, en eftir lifðu drengirnir tveir, Hendrik og Pjetur. Ilefi jeg heyrt að þeiin ha.fi verið komið fyrir hjá Ilelga lektor Ilált'dánar- syni, sem þá var á Móum á Kjalar- nesi og voru þeir Víst fermdir }>ar báðir. Hendrik Biering fór síðan á æskuárum. til Þýskalands og hugð- ist leggja fyrir sig sjómennsku. Gekk hann á sjóntonnaskóla í Alt- ona, við Ilamborg og lauk þaðan skipstjóraprófi. Sjómennskan varð þó ekki æfistarf hans, því nokkru eftir sjómannaskólavistina fór hann til Kaupmannahafnar og gekk þar á verslunarskóla og á því sviði varð lífsstarf hans. Er hann kom heim frá loknu námi fór hann strax að gegna verslunarstörfum. rjeðist til Linnets kaupmanns í Ilafnarfirði og gekk síðar að eiga dóttir hans. Iljet hún Gottfrede Elisabeth og var tólf árum vngri en maður henn- ar. Síðar tók hann að sjer verslun- arstjórastörf, fyrst á Borðeyri, svo í Borgarnesi, við Langes-verslun, og var þar til æfiloka. Það mátti segja um Bierings-hjón in í Borgarnesi, að þau væru tveggja þjóða börn. Enda þótt þau væru bæði fædd hjer á landi voru allir heimilishættir hjá kaupmönn- unum frekar danskir en íslenskir. En þau höfðu bæði vaxið upp hjer og skildu vel og töluðu íslensku og skildu hugarfar íslensku þjóð- arinnar, urðu kristin á okkar stofni, enda þótt þau væru að hálfu, eða meira, af erlendum uppruna. Margt hefir verið rætt og rit- að hjer á landi um hina erlendu kaupmenn. arðrán þeirra hjer og afleiðingar þess fyrir þjóðina í heild. Ekki verður á móti því mælt. En oftast eru fleiri hliðar á hverju máli. Margir þjónar hinna útlendu kaupmanna ílentust hjer, og heim- ili sumra þeirra, einkum verslun- arstjóranna, voru oft einstök að myndarbrag og heimilismenningu og höfðu mikil áhrif á þá sem þeim kynntust. En þeirri, bjartari hlið- inni hefir ekki verið eins mikill gaumur gefinn eins og hinni svörtu. -Oft völdust í versunarstjórastÖð- urnar dugandi, reglusamir og góð- ir nlenn, sem áttu góðar konur, sem voru framúrskarandi vel að sjer í öllu sem kom heimili og hússtjórn við. Til kaupmannanna rjeðust ung ir innlendir menn til verslunar- starfa og lærðu þar reglusemi og góða kaupmennsku. En hitt er ekki síður um vert. að til hinna dönsku húsmæðra rjeðust íslenskar stvxlk- ur, sem lærðu þar heimilisstörf og hætti hins nýja tíma, þegar þjóðin var að breyta um húsakynni, frá torfbæjunum gömlu til timburhús- anna. Þá voru ekki húsmæðraskól- ar á hverju strái, eins og nú, en vetrar- eða ársvist á heimili versl- unarstjórans var oft eini skólinn. sem unga stúlkan hlaut áður en hún gifti sig og stofnaði eigið heim- ili. En sú vist.varð oft furðu nota- drjúg, og engan mun það þó undra, sem þekkti til slíkra heimila, þar sem góðar venjur fyrri kynslóða og göfgi var yfir öllum háttum. en svo var það hjá þeim Bierings- hjónum í Borgarnesi. Híbýlaprýði hafði jeg þá hvergi sjeð meiri en á þessu heimili, þar ríkti glaðværð og kurteisi meðal heimilisfólksins, en ríkt var geng- ið eftir að hver gerði sína skyldu — og nóg var til af öllu, sem til lífsins þurfti með. Þeirn hjónum varð eðlilega ekki erfitt að fá vinnuhjú og sama fólkið var þar oft árum saman, bæði á heimilinú og við verslunina. Borgarnes var að verða miðstöð hjeraðsins á þessuni árum, og enn- fremur voru samgöngur milli Norð- ui'- og Suðurlands farnar að iiggja þar uni. Var þar því oft mannmargt og gestkvæmt mjög á heimili Bier- ings og var ii)lum veitt af sömu rausn og alúð er .þan'gað komu. Matargerð frúarinnar var við- brugðið fyrir gæði og framreiðslu, tigið fólk undi sjer vel við borð þeirra. Þó er ekki minna uin vert að menn eins og Eyjólfur „ljóstoll- ur“ og Ólafur .,gossari“ fóru það- an líka saddir og ánægðir og auk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.