Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1946, Síða 1
32. tölublað. JfovgntiMato Im, Sunnudaginn 13. október 1946 XXI. árg. O/a; REYKJALUNDUR og Beykjafell, og eru þau álíka há og LANDSLAGI í Mosfellssveit er svo liáttað, að þar eru mörg lág fell og grösugir dalir á milli. Eru fellin yfir- leitt kollótt, með smágiljum og græn- um gróðurgeirum upp undir brúnir. Vex þar valllendisgróður og margs konar lyng, og á góðum sumrum er þar oft mikið af berjum. Fell það, sem næst er Reykjavík og mest ber á, heitir Úlfarsfell. Norð- an í því eru dökkleitir hamrar og skriður, og heitir þar Hamrahlíð. Undir henni liggur alfaraleið, hvort sem farið er til Þingvalla eða norður í land. Þar niður undan eru stórbýlin Korpúlfsstaðir og Blikastaðir. Kirkju- staðurinn Lágafell er þar rjett fyrir sunnan og dregur nafn af samnefndu felli, sem er norðaustur af Hamrahlíð. Þar liggur vegurinn um garð og er þar af fellinu undrafögur útsýn yfir Sundin, eyjarnar Esju, Kjalarnes og út til Reykjavíkur og Seltjarnarness. Er hægðarleikur og lítil tímatöf fyrir. alla, sem um veginn fara, að njóta þeirrar útsýnar, en ótrúlega fáir munu færa sjer það í nyt. Bílarnir þeysa þarna fram hjá dag eftir dag. Sumir eru fullir af ferðafólki, sem ætlar að ferðast langa vegu til þess að fá fallegt útsýni. Það staðnæmist ekki þarna, heldur víst að ekkert sje að sjá hjer. Og þó mun óvíða á land- inu fegurri sjón að sjá en Sundin í góðu veðri, bbkandi tær við nes og eyjar, en bláan flóann og Snæfells- jökul í baksýn. Eða þá á kvöldin, þegar alt vesturloftið stendur í björtu báli af geislum hnígandi sólar, þegar skýin eru sem eimyrja og bráðið gull, og Sundin endurspegla alla þá dýrð. Hinum megin við Lágafell hallar veginum niður og blasir þá við dalur, sem gengur til suðvesturs inn á milli fellanna. Norðan dalsins er Úlfarsfell og Lágafell, en að sunnan Helgafell Úlfarsfell. Dalur þessi er ekki stór og mjer vitanlega hefir hann nú ekk- ert nafn. , ★ Fjórir bæir voru fyrrum í dalnum og var þá kallað þarna Reykjahverfi. Þessir bæir voru: SuðurReykir, Reykjakot, Stekkjarkot og Amstur- damm. Voru Suður-Reykir upphaf- lega höfuðból, en hitt hjáleigur. Seinna var þeirri sameign sundrað og voru þá margir eigendur torfunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.