Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 1
1. tbl. Jltofgtiiiirlaft 0 im Sunnudagur 12. janúar 1947. ■ XXII. árg. Ii*{ol<tRrpr«uUmlðj» Lt MEÐ UNGFRÚ í ÖRÆFAFERÐ í JÚLÍMÁNUÐI sumarið 1999 kom hingað til lands ensk kona, Miss Smith, i þeim tilgangi einum að ferð- ast umhverfis Vatnajökul. Hafði hún heyrt, að engum manni hefði telvist að komast á þeim tíma árs yfir árn- ar, sem falla austur og norður úr jökl- inum, og jafnvel hefði annar eins ferðamaður og Þorvaldur Thorodd- sen, orðið að snúa aftur hjá Jökulsá á Dal, þegar hann ætlaði að ferðast meðfram austurbrún jökulsins. Fanst henni því að það mundi verða mikil frægðarför, ef sjer tækist að komast alla þessa leið og var ákveðin í því að gefast ekki upp fyr en í fulla hnef- ana. Það er alveg rjett, að i júlí og ágúst eru venjulega svo miklar jökulleysing- ar, að kunnugir telja að ófært sje með öllu yfir þær nöfnurnar Jökulsá á Dal, Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum, og jökulkvíslar þær, sem í þær renna. Engin þekt vöð eru á ánum því að þær breytast frá ári til árs, nýar kvíslar myndast o| aðalvatnsmagnið kemur undan jökl- inum sitt á hvað. Ef miklir hitar eru, brjóta þær jökulinn eins og gler, og ryðjast fram með jakaburði og kast- ar flugstraumur jökunum sitt á hvað með dynkjum og brestum. Sumir jak- arnir sporðreisast, aðrir fara í kaf og kastast svo upp úr straumnum nokkru neðar eins og kólfi sje skotið; enn aðrir myljast sundur í þessum Árni Óla skráði eítir frásögn Stefáns Filippussonar t / Skajtártungu. hamförum og mylsnan úr þeim fyllir upp á milli sem þykkui*grautur. I’á er engri lifandi skepnu þar fært yfir nema fuglinum fljúgandi og ferða- maðurinn er heppinn ef hann er ekki kominn inn á milli ánna, þegar þær tryllast svo. ÞEGAR Miss Smith kom hingað sneri hún sjer til Geirs H. Zoéga og bað hann að útvega fylgdarmenn, hesta og ferðaútbúnað. Sneri Geir sjer þá til Stefáns Filippussonar frá Kálfafellskoti og bað hann að vcra aðalfylgdarmann, en bróður sinn, Kristján H. Zoéga, ætlaði hann að senda með sem túlk og aðstoðarmann. Stefán var orðinn svo kunnugur land- inu og ferðalögum, að hann vissi að þetta var hin inesta háskaför, og af- sagði að fara nema hann fengi góðan og æfðan ferðamann með sjer. ífann sagði sem svo: — Það getur vel verið að jeg drepi mig í einhverju jökulvatninu, og hvernig eru þau þá stödd, kona og \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.