Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nokkuð ágengt, þegar allir foringjar þeirra eru fallnir og þeir umsetnir af herliði bandamanna? Það eru að visu ekki margir gall- harðir Xasistar núna í Þýskalandi, og þeir eru í felum. En miljónir Þjóð- verja dýrka enn prússneska hernað- arandann og yfirgangsstefnuna. Þess- ir menn ásaka Nasista ekki fvrir það illa, sem þeir gerðu, heldur fvrir það að tapa striðinu. Alt bendir nú til þess að ný þjóð- ernishreyfing sje vakin og fari dag- vaxandi í Þýskalandi. Flestir hafa nú sem stendur að vísu nóg um það að hugsa að fá í sig. En þegar er versti suiturinn er hjá liðinn, inun óánægja Þjóðverja brjótast út í nýrri þjóð- ernishreyfingu og blóðbaði. Um þær mundir mun stjórnin á vesturhluta Þýskalands — máske að undanteknu hernámssvæði Frakka — hafa verið tekin úr höndum herjanna og fengin í hendur lögregluliði. Þetta lögreglulið verður svo fáment og dreift, að það mun ekki geta rcist skorður við myrkraverkunum. Þá hafa einnig samsærisfjelögin lokið undirbúningi sínum og komið ár sinni fyrir borð. Jafnvel nú þegar situr fjöldi Xasista í þýðingarmikl- um opinberum embættum i Vestur- Þýskalandi. Þeir og aðstoðarmenn- þeirra hafa í kyrþey náð tökum á öll- um þeim fjelagsmálastofnunum, sem bandamenn hafy komið á fót. Þeir hafa í sínum höndum vöruúlhlutun og skömtun, einnig sjóðstofnanir. Þeir sitja í ýmsum stöðum í skrif- stofum hernáinsvaldanna. Þeir hafa streymt inn í stjórnmálaflokkana og jafnvel gleypt þá algjörlega, eins og t. d. kristilega jafnaðarinannaflokk- inn í Bayern. Þcim hefir einnig verið falið að útrýma nasismanum, og það gera þeir með því að halda hlífiskildi yfir grunsamlegum vinum sínum, og leggja undir sig flokkssjóði með sam- þykki bandamanna. Þýsku háskólarnir, sjerstaklega bayernsku háskólarnir i Miinehen, Erlangen og Wúrtzburg, eru aftur orðnir gróðrarstía íhaldsstefnu og þjóðmetnaðar. Þrír fjórðu hlutar stúdentanna eru hermenn og liðsfor- ingjar úr nasistahemum. Þessir menn eiga langt í land með að ná sjer eftir þau vonbrigði að þeir töpuðu stríð- inu. Þeir eru hatursfullir og svífast einskis. Þeir vita sem er, að þeir hafa engu að tapa, hvað sem þeir gera. Margir þeirra særðust í striðinu; fjöldinn allur hefir setið í fangabúð- um. Xú verða þeir að draga fram lífið í vesöld, því að þeir fá engin eftirlaun, Iand þeirra er í auðn, gjald- þrota, sundurlimað og stjórnað ef er- lcndum herjum. Þegar þeir komu heim beið þeirra það, að konur þeirra og kærustur höfðu lent í ástandinu, fallið fyrir sígarettum og sælgæti amerísku hermannanna. Þess vegna vilja þeir hefnd. Þeir brenna af innibyrgðum hefndarþorsta. En þeir hafa þó svo mikla dómgreind að rasa ekki fyrir ráð fram. Þeir eru í senn grimdarseggir og bleyðimenni. I*ess vegna munu þeir ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur, með því að myrða sína eigin landa. Þeir munu taka höndum saman við flokka samsærismanua, sem nú úir og grúir af í Þýskalandi, alveg eins og eftir fyrra stríðið. Þeir munu með glöðu geði taka það að sjer að útrýma „svik- úrum". HVER maður, sem hefjr samvinnu við hernámsyfirvöldin, hver frjáls- lyndur inaður og lýðræðismaður mun eiga það á hættu að vera stiinplaður sem „svikari". A þýsku er það þann- ig orðað: „Verráter verfallen der Vehme". Jeg efast ekki uin að nokkur mað- ur, sem ekki er borinn og barnfæddur í Þýskalandi, geti gert sjer fulla grein fyrir því hvað Vehme er. Hugtakið kom upp á miðöldunum, en fekk nýa merkingu eftir fyrra heimsstríðið. Af Vehme hefir staðið meiri ógn cn af Gestapo, og miklu lengur. Sá er munur á Gestapo og Vehme, að Vehme hefir aldrei verið heild eða fjelagskapur. Iíún á sjcr enga stjórn, engin fjelagsbönd, engin lög. Hún er nokkurs konar þjóðernisleg brjál- semi, haldið við af ótal sjerstæðum samsærisflokkum, sem ekkert sam- band hafa sín á milli, en stefna allir að satna niarki: að útrýma svikur- uin. Og í Þýskalandi hefir altaf verið litið á þá menn, sem ekki fylgdu ráð- andi þjóðernisstefnu, þannig, að þeir væri svikarar og afhrök. Fyrstu þrjú árin eftir vopnahljeð 1918, fellu 354 menn myrtir fvrir Vehme, þar á meðal ráðherrarnir Erz- berger og Walther Rathenau og Kurt Eisner forsætisráðherra í Bayern. Hjer um bil allir morðingjarnir sluppu, vegna þess að Vehme átti ítök í lögregluliðinu og dómstólunum. Þá hefndi og Vehmc sín grimmilega á þeim, sem risu upp gegn þessu æði. Arið 1921 var Karl Gareis landþings- maður í Bayern, skotinn til bana á götu vegna þess að það hafði frjest að hann ætlaði að reyna að fá þingið til Jiess að stenima stigu við Vehnie. EFTIR að Nasistar tóku við völd- um, lentu flestir af helstu Vehme- mönnum í stormsveitunum og Gesta- po. En á seinustu árum Hitlers var Vehme endurvakin og sleit öllum tengslum við hina fallandi ríjcisstjórn. Einn af þessum andnasistum og Vehme-forsprökkum, Franz Ritter von Epp hershöfðingi, hóf á seinustu stundu uppreisn í Múnchen gegn Xasistum, eða rjett áður en Banda- ríkjamenn tóku borgina seint í apríl 1945. Annar Vehme-maður, von Stengel fríherra, stofnaði rjett á eft- ir, með leyfi hernámsyfirvaldanna hinn svonefnda „Akademisk pólitíska málfundaklúbb" í Múnchen. Klúbb- ur þessi hefir orðið miðstöð þýskrar viðspyrnu og er yfirleitt talinn vera grímuklædd Vehme-stofnun. KUNXAST af öllum leynifjelögum Þýskalands er „Edelweiss". í sunium

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.