Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 2
1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í 2 r-. ---------------r — — Iljá Ilrífunesi (Glói fremstur). óvanur fcrðamaður ein síns liðs með alla hestana uppi á öræfum. IJað varð því úr að hann mátti velja fylgdarmann sjer til aðstoðar, og náði hann þá í Tómas Snorrason í Grindavík, vanan og öruggan ferða- mann. Nú var farið að hugsa um útbúnað til fecðarinuar, reiðvpr, klyfsöðla og koffort á G hesta, tjöld og annað sem nauðsvnlegt cr á öræfaferðuin. Var vandað til alls sem best mátti verða, alt keypt nýtt og sem sterklegast. Reyadist og allur útbúnaður ágætlega í ferðinúi. Ilcstar voru leigðir í Fljóts- hb'ð. Hvolhrepp og á Raiigárvöllum. Lagði svo ferðafólkið á stað heðan úr Reykjavík hinn 27. júlí. Voru tveir bílar í förinni, annar með fólkið, hinn með farangur, og var haldið austur að Garðsauka og gist þar í tjöldum um nóttina. Þangað komu svo hestarnir. Hafði verið beðið um 14, svo að hver gæti haft tvo til reiðar, en þcgar til kom vantaði einn hestinn. Stefáni Ieist ágætlega á hestana, en þó sjej-staklega einn þeirra. Var það glófextur foli, 7 vetra, frá Guðmundi Þorbjarnarsyni á Stóra-IIofi. Akvað Stefán þegar að hafa þennan hest handa sjer og treysti því að hann mundi duga sjcr einn alla ferðina. Varð hann og ekki fyrir vonsvikum. — Marga hesta hefi jeg reynt um ævina, segir Stefán, en engan, sem kemst í neinn samjöfnuð við þennan. Vatnahestur var hann með afbirgð- um, hvort sein var við að etja þung- an straum, sandbleytu eða sund. Þrekið var óbilandi og fjörið svo mik- ið að hann mátti heita óviðráðanleg- ur, væri honum hleypt. Og ekki fann jeg neinn mun á honum seinasta og fyrsta daginn. Þeim hesti gleymi jeg ekki á íneðan jeg lifi. LAGT var á stað frá Garðsauka hinn 28. júlí og gisl í Skarðshlíð næslu nótt. Svo var haldið austur að Skagnesi, en ekki komið við í Vík, helduí styttu þau sjer leið með því að fara Heiðardalinn, þaðan út Kár- hólmasund og upp að Höfðabrekku. Þar var gist, og hafði alt gengið eins og í sögu. En morguninn eftir kom það óhapp, sem mörgum ferðainönn- um jjykir verst, en er þó altítt, að ekki fundust allir hestarnir. Þrír bestu hestarnir voru horfnir. Var nú ekki um annað að gera en að þeir Tómas og Kristján færi með leslina á undan út á Mýrdalssand, en Stefán færi að leita að hestunum. Var svo um talað að lestin skyldi bíða hans í Skaftér- tungu. Stefán Iagði nú á stað í leitina. Fór hann ofan í Kerlingardal og svo inn Kárhólmasund. Þar rakst hann á slóðir hestanna og gat rakið þær að rambyggilegri girðingu í Heiðardal, en tapaði jiar af þeim. Girðing jiessi lá ofan úr fjalli niður í Heiðarvatn. Bjóst Stefán helst við því að klár-^ arnir inundu hafa farið niður fyrir vatnið og vestur með Arnarstakkn- um, og mundu Jiá ekki nást fyr en í Fljótshlíð eða á Rangárvöllum. Samt gekk hann heiin að Ileiði til að spyrja um hvort menn hefði orðið varir við ]>d. Þarna hitti hann menn, sem höfðu verið að veiða við sunnanvert vatnið um nóttina, og fortóku þeir að hest- arnir hefði farið þar um. Þótti heiina- niöniium líklegast að hestarnir hefði ranglað upp með girðingunni og væri komnir upp að Dimmufossum; lengra gæti þeir ekki komist. Þetta reyndist rjett; þarna fann Stefán hestana, og varð nú fegnari en frá megi segja. Eftir mikinn eltingaleik náði hann Glóa og lagði á hann, og reið svo greitt austur að Ilöfðabrckku. Þar tafði haiui góða stund og fekk sjcr mat og kaffi, og fór sjer að engu óðs- lega, þótt koinið væri langt fram á dag. Svo fór hann ofan Kaplagarða niður á sandinn vestan við Múlakvísl. Þegar hann kom yfir kvíslina batt hann upp á þremur lausu hestunum og sló í þá. En við það tryltist Glói og tók sprettinn. Var hann svo miklu fljótari en hinir hestarnir að hann geystist fram úr þeim. Varð Stefán að sveigja hann marga hringa um- hverfis laíisu hestana, jiví að ekki var að tala um að Glói vildi lina sprettinn, og Jiannig var íarið eins og hestarnir komuat alla leið austur að Ilafursey. Segist Stefán aldrei hafa riðið slíkan sprett, hvorki fyr nje síð- ar. Og svo geyst hafði hann farið að hann náði lestinni lijá Hafursey. Var Glóa þá farið að volgna, en ekki bljes hann úr nös. ÞENNAN dag var farið austur að Hrífunesi og gist þar. Segir iiú ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.