Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 1
3tttmumblaí>!5in£ Sunnudaguiinn 19. janúar 1947 XXII. árg. IkHfoldkrprentsiaiðja b.ti 2. tulublaö. MEÐ UNGFRIJ I ÖRÆFAFERÐ * • Onnur grein Reynt vað ú Jöktdsá; dýpsti állinn framundan. NÆR þ<tu Stefán og Smith voru komin út í vesturáliim. þar sem hann var dýpstur, kom jaki ofan ána og urðu þau að bíða til þess að hleypa honum fram hjá. En straumurinn skall á hálsum hestanna og aftur urn herðatopp. Rjett í því að jakinn fer fram hjá þeim, kemur annar jaki, sem þau höfðu ekki veitt athygli og skall á þeim ko.fortahestinum, sem var í miðið. Varð áreksturinn svo snöggur að hesturinn misti fótanna og fór jakinn undir hann. Var það nú hepni, að hestarnir höfðu verið hnýttir hvor í taglið á öðrum, því að fyrsti og seinasti hesturinn heldu nú í íniðhestinn þangað til hann kom fútunum fyrir sig aftur. Ef miðhest- urir.n hefði verið bundinn við klyf- söðul, mundi hann hafa rykt klyf- söðli og koffortum aftur af fremsta hestinum, og'hlaut það að verða að slysi. En nú kom klárinn fótum fyrir sig aftur, og svo komust þau heilu og höldnu yfir ána. En þá kom í Ijós, að hesturinn, sem fyrir jakanum varð, var skorinn á báðum lærhnútum upp við kvið, eftir brún á jakanum. Geta menn nokkuð af því markað hvað straumurinn hefir verið mikill og kastið á jakanum* Þegar alt var kornið yfir, sagði Tómas: — Enn Iafir við okkur lánið, Stefán, en nú mátti ekki tæpara standa. ÞEGAR þau höfðu nú yfirstigið þennan farartálma, þóttust þau hafa liimhi höndum tekið. En dag skal fyrst að kveldi lofa, og fengu þau áþreifanlegar sannanir fyrir því, að sá málsháttur er rjettur. Norðan árinnar hafði þeim virst sem melhryggur. en það reyndist jök- ultunga með djúpri og blautri jökul- leðju, svo að þar voru urnbrot fyrir hestana. Ekki var samt um neitt ann- að að gera en reyna að brjótast yfir þetta og vita hvort ekki tæki betra við bráðlega. En cr þau höfðu farið þannig um 150 faðma, komu þau fram á jökulgljúfur og niðri í þeim byltist fram á mei svo jeðisgengnum tryll- ingi að þau heyrðu hvernig hún ruddi f fram grjóti. Var það líkast því, sem þarna væri stórkostleg kvörn að ... ° nuila, er grjótið urgaðist við botninn. Eóru þau spölkorn niður með ánni og komust þá að raun um að hún rann í þessu jökulgljúfri út í Jökulsá, og var það áin er þau höfðu áður sjeð að kom beint á móti Sauðá. Var nú sýnt, að þau voru komin þarna í sjálf— heldu á mjóum skriðjökulstanga, sem þakinn var djúpri aurbleytu. Engin minsta von var uni það, að hægt mundi að komast yfir þessa jökul- kvísl, og nú var Jökulsá farin að vaxa, svo að hún var ófær líka. Eina bjarg-'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.