Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 2
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS / gjástykki jökxdsins. ráðið var það, að reyna að komast upp á jökulinn. Nú átti að halda upp jökultunguna, en svo djúpur var aurinn að hestarn- ir lágu í og brutust um og ef þeir piltarnir ætluðu að ganga, þá urðu stígvjelin þeirra föst í leðjunni og drógust af þeim. Eftir nokkra stund komu þau þar að sem leysingavatn ofan af jöklinum hafði runnið fram og myndað mjóan farveg í gegn um leðj- una, alveg niður í jökul. Þetta varð þeim til happs, því að nú notuðu þau lækjarrásina sem veg. Var það þó rjett með naumindum að hægt væri að kotna klvfjahestunum þar í gegn, því að cásin var svro djúp, að koffort- iu tóku út í bakkana beggja vegna, og sjerstaklega var vont að komast á einum stað þar sem skarpur hlvkkur varð á farveginum. En varlega varð að fara alls staðar. Beljandi vatns- straumur var þarna og botninn flug- háll svo að illa var stætt fyrir flat- járnaða hesta. Rað fór því svo, að enda þótt Miss Smith væri dugleg að ferðast og kjarkmikil, þá varð hún hálfhrædd þarna í þessum flughálu þrengslum. Hugði hún betra að ganga, og stökk af hestinum upp á bakkann. Hún var öftust. Nokkru seinna verða þeir fylgdar- mennirnir varir við það að hestur hennar kemur mannlaus á eftir þeim. Brá þeim ]>á í brún, því að hvergi sáu þeir Miss Smith. Stefán rauk þá á stað og upp á hól, sem honum sýndist vera þar. ,En þetta var jökulkollur og þunn leðja ofan á. Var þarna flug- hálka, svo að Stefán misti fótanna, skall á bakið og rann langa Ieið ofan allan hólinn og þar á kaf í jökulleðj- una. Þegar hann gat gruflað sig upp úr þessu, sá hann hvar sú en.ska var á fjórum fótum í leðjunni, með annað stígvjelið sitt í hendinni, og gat cnga björg sjer veitt, því að hún komst hvorki fram nje aftur. Stefán náði nú í hana og gat dröslað henni þangað, sem fjelagar þeirra biðu. Þar þvoði hún stígvjelið sitt og fór svo í það. ÞAU voru nú komin upp undir jök- ul, og lögðu þeir Stefán og Tómas á stað til þess að athuga hvort fært mundi upp á hann. Jökulbrúnin sjálf var nokkuð sljett og ósprungin, en skamt þar fyrir of- an varð slakki í jökulinn og þar voru hyldýpis gjár og botnlausar sprung- ur og sums staðar katlar svo djúpir, að þeir náðu niður úr jöklinum og mátti heyra beljandi nið og skruðn- inga þar niðri. Sprungurnar höfðu enga ákveðna stefnu, heldur lágu sitt á hvað, og voru víða ekki nema <ir- mjóir rimar á milli þeirra og svo tóku við þyersprungur. Var þarna hin háskalegasta leið og tvísýnt hvort fært væri með hesta. En þegar yfir þernan slakka kom, var jökullinn heill og svo sljettur sem rifahjarn. Þeim leist nú ekki meir en svo á blikuna og voru að velta því fyrir sjer hvað þeir ælti að gera. Kom til mála r.ð bera koffort og allan far- ar.gur á bakinu yfir gjástykkið og freista jiess að komast með það fyrir upptök Jökulsár, snúa svo aftur með hestana og reka þá í ána upp á ]íf og dauða. Hinn kosturinn var sá, að klöngrast með hestana yfir gjástykk- ið. þótt allar líkur væri til þess að þeir töpuðu einum eða flciri í gjárn- ar. Og þcnnan kostinn tóku þeir. Fóru þeir nú aftur þangað sem hestarnir voru og svo var lagt á stað. Sólskin var og steikjandi hiti. Jökull- inn rann sundur og flóoi leysinga- vatnið um alt. Var því svo mikil flughálka á jökulbrúninni, að hestar og menn fengu hverja byltuna á eft- ir annari. En það var svo einkenni- legt, að þrátt fyrir sólbráðina og vatnsganginn, var þarna skari á jökl- inum, skelþunnar flísar og hárbeittar eins og rakblöð. A þessum skara skár- ust menn og hestar við hverja byltu, svo að blóðið fossaði úr þeim. Þegat að gjástykkinu kom varð að selflytjá þar yfir. Urðu tveir menn að hjálpast að því að teyma einn og einn hest og krækja sitt á hvað fyrir sprungur og katla. Verst var hvað þarna var hált, svo að hestarnir voru altaf að detta, og stundum þar sem hættulegast var. Fengu lausu hestarn- ir og reiðhestarnir þarna slæmar skrokkskjóður, en koffortin hlífðu hinum við verstu skellunuin. Þannig gekk þetta þangað til alt var komið y-fir. Mátti það kalla alveg sjerstakt lán, að engin slys urðu, en 5 klukku- stundir voru þau að komast þennan stutta spöl. Uppi á hájöklinum var besta færi og hefði þar mátt skeiðríða. Ileldu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.