Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17 „ÞINGEYJARSÝSLA BANDARÍKJANNA" / grein í M orgunblaðinu um söngför Kurlukórs Rcykja- er rithöfuiulur nokkur sagði Texas- víkur um Banclaríkin, kallar Sverrir Pálsson ríkið Teícas búum frá því að hann ætlaði að skrifa Þingeyjursýslu Bundarikjurma. Þuð er ekki lciðum aS líkj- bók um Bandaríkin, þá sögðu þeir % att, hvorki fyrir Þingeyjursýshi nje Texas, cn nú skal sagt að hann skyldi hafa bókina í tveim- frú því hvers vcgna þetta riki hcfir sjerstbðu innan rikja- uv bindum; annað um Texas, hitt hcildurinnar. um hin 47 rikin! ALT er merkilegt um Texas. Ekki síst saga þess. Það hefir lotið Spán- verjum, Frökkum og Mexíkó, verið' sjálfstætt lýðveldi um skeið, en nú um eina öld eitt af Bandaríkjunum. Fyrstu Amcríkumennirnir, sem settust þar að, voru Stephan F. Austin og Sam Houston. Þeir settust að í San Felipe árið 1821 og þá var Texas mexikanskt. Tólf árum scinna voru 2000 Ameríkumenn komnir til Texas og árið 1836 hófu þeir upprcisn. Sam Hou.ston, scm var karl í krapinu, gerðist foringi uppreisnarmanna, og vann sigur á stjórnarhernum. Fellu þar 600 Mexikanar, en Houston misti aðeins 9 menn. Lýðveldið var svo stofnajl 2. mars 1836 og Houston varð forseti þess. Minnast Texasbúar enn þessa dags og frelsis síns með stæri- læti. Lýðvcldið var viðurkent af Bandaríkjunum (og þau sendu þang- að ræðismann), Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi og ýmsum þýskum ríkjum. En er stundir liðu varð það óhjá- kvæmilegt, að Tcxas sameinaðist Bandaríkjunum. En Houston var á- kveðinn í því að ná sem bestum samn- ingum, og hann fann því upp á því kænskubragði, að stinga upp á því að Texas yrði cnsk nýlenda. Það máttu stjórnmálamennirnir í Was- hington ckki hcyra nefnt. Texas sam- einaðist svo Bandaríkjunum 16. febrú- ar 1846, en trygði sjer um leið ýmis sjcrrjcttindi, sem ekkert annað ríki hefir. TEXAS má í rauninni skifta í tvent landfræðislega, austurhluta og vestur- hluta. Austurhlutinn cr sljettur og lágleixli og landeyjar Missisippi; þar er mikil bómullarræktun og iðnaður, þar eru stærstu borgirnar og þar eru mestu olíunámurnar. Vesturhlutinn er land kúrekanna og þar eru miklar hjarðir nauta, þar er landbúnaður rckinn með vjelum. þar or sauðfjár- ræktun, þar eru hásljcttur, fjöll og eyðimcrkur. ,Eins og vjcr teljum að „alt sje mest í Bandaríkjunum", svo telja Texasbúar að alt sje mest hjá sjer. Texas er langstærsta ríkið í Banda- ríkjunum. Það nær yfir 12. hluta af óllu landsvæði Bandaríkjanna, og þeir segja að Texas gæti notað Rhode Is- land fyrir vasaklút. Texasbúar nota stærstu hatta í heimi. Þar er stærsti herflugvöllur í heimi (hjá Corpus Christi). Þar eru stærstu herbúðir hcimsins (San Antonio). Þar er lang- stærsti herskóli Bandaríkjanna (Tex- as A. & M.). Þar er dýpsti brunnur í heimi, olhibrunnur, 15.279 feta djúp- ur og þar cr stærsti hveitiakur heims- ins (í Panhandle). Mesta grænmetis ræktunarstöð heimsins er í Edinburg, heimsins mesta tómatabú er í Jack- sonville, og mesta spinatræktun í Crystal City. í Tcxas hefir verið ræktuð stærsta vatnsmelóna, sem sögur fara af, og þar cru stærstu kalkúnar í hcimi. I Uvalde er fram- lcitt mest af hunangi, og Tyler er mesta rósaborg heimsins. Hvergi í Bnndaríkjunum er jafn nr'k'* af stein- olíu. jarðgasi, helium, brennisteini, nautgripum, sauðfje, geitum. bómull, laukum, ,,polo"-hestum og ótal mörgu öfiru. Þess vegna var það, þá MESTU mcnn Bandaríkjannn, segja þeir, eru frá Texas. Þaðan er Tom Clark, Eisenhower og Nimitz og óteljandi aðrir, svo sem flestir af forsctum bcggja deilda þjóðþingsins. Af þeim 79 mönnum, sem tóku þátt í fyrstu loftárásinni á Tokio með Doolittle, ^oru 19 frá Texas. 1 seinni heimsstyrjöldinni voru 172 hershöfð- ingar og 11 yfirflotaforingjar frá Texas. Áður en Bandaríkin fóru í stríðið, streymdu Texasbúar norður til Kanada og þar var stofnað „the Royal Canadian Texas Air Force". Langflestir flugmenn í améríska hern- um voru frá Texas tiltölulega, því að í Texas eru ekki nema 6.255.000 íbú- ar, eða færri en í New York. Á stríðs- árum mátti því hvarvetna í TeXas sjá svolát|ndi auglýsingar: „Kaupið hernaðarskuldabrjef og hjálpið Texas til að vinna stríðið!" Einhvern tíma á árinu 1944 var Texasbúi spurður að því hvað hann heldi að stríðið stæði lengi. „Við verðum eitt ár að sigrast á Þjóðverjum. annað ár að sigrast á Japönum og þriðja árið fer í það að reka rækallans Yankee-ana burt úr Texas", sagði hann. I orustunum á Okinava hcimtuðu Texasmenn að fá að berjast undir sínum eigin fána, og Coke Stevenson ríkisstjóri sagði (í gamni) í ági' f 1945 að Texas mundi sam' ~ ' uppgjöf Japana ,.án þess a>..... sjerfrið"! ÓTELJANDT gamansamnr sögur eru sagðar um Tcxas og Texasbúa. og flcstar lúta þær að því, að þar sic alt mcst. Það er t. d. sagt, að í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.