Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 2
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fiðla frá MöOruvöllum. (Teikning Siy. Guömundssonar). langspilin. En um miðja 19. öld hafi langspilið náð yfirtökunum, en fiðlan horfið. Ólafur Davíðsson getur þess í „ísl. skemtunum,“ að í sóknarlýsingum þeim, sem Bókmentafjelagið safnaði um 1840, sje ekki getið um fiðlur nema í þremur sóknum: Garðssókn í Kelduhverfi, Stórólfshvolssókn og Presthólasókn. En það sem sagt verð- ur hjer á eftir um íslensku fiðluna, er bygt á frásögn þjóðminjavarðar og grein, sem hann skrifaði í Arbók Forn leifafjelagsins 1919. Gömul fiðla í Þjóðminja- safni. Þjóðminjasafnið á eina fiðlu af fornri gerð. Er talið að hún muni vera frá upphafi 19. aldar. Mun þetta eina gamla fiðlan, sem til er í landinu. Þjóðminjasafnið fekk hana að gjöf frá Einari Jónssyni snikkara í Reykja- vik 31. desember 1888. Einar hafði fengið hana eftir Pál Árnason móður- bróður sinn, sem átti heima í Hamra- görðum undir Eyjafjöllum (og síðast í Sauðagerði í Reykjavík). En Páll hafði fengið hana eftir föður sinn, Árna Egilsson i Dufþaksholti. Er þessi fiðla því komin úr Stórólfshvolssókn. Þáverandi forstöðumaður safnsins, Sigurður Vigfússon, ritaði þá svo í skrá safnsins um fiðlu þessa: „Hún er að nokkru leyti lík í lagi og langspil, nema bæði digrari og mik- ið hærri, og hliðarnar bogadregnar eða sveigðar út um miðjuna; streng- irnir liggja og miklu hærra; þeir eru 4; þó sýnast hafa verið settir á hana 2 aukastrengir síðar; það skilur og, að fiðlan er opin að neðan, eða eng- inn botn í henni, og engar hafa verið á henni nótur, en „stóll“, sem kallaður er, hafour undir strengjunum við digr- cri endann, er færa mátti til, óg þó leikið (spilað) á mjórri endann; bog- ann vantar og girnisstrengi, sem eiga að vera á fiðlu, og þarf að láta gera hvorttveggja; á henni eru nú aðeins 2 stálstrengir. Fiðlan er gamalleg og sjá anlega gerð af íslenskum manni, ó- lærðum; á henni er eins og maður kallar „bóndasmíði"; þó er hún lag- lega gerð; hún er t. d. öll negld með eirnöglum, sem smiðurinn hefur til- búið, eins og gamli siðurinn var“. Tvær fiðlur aðrar. Þjóðminjasafnið á ennfremur tvær eftirmyndir af fiðlum, eins og þær voru að sögn fróðra manna. Aðra fiðluna smíðaði Þorsteinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal eftir fyrir- sögn sjera Bjarna Þorsteinssonar tón- skálds. Hina fiðluna smíðaði Stefán Er- lendsson í Ólafsgarði í Kelduhverfi fyrir sjera Bjarna. Stefán þekti vel fiðlu, hafoi sjálfur leikið ofurlítið á hana í æsku og heyrt annan eldri mann leika á hana, Svein Grímsson á Víkingavatni (d. 1876), „sem spilaði mikið á fiðlu framundir síðustu ævi- ár sín“. Þetta er hin svonefnda Keldu- hverfisfiðla og er vafalítið að eldra og líklega upprunalegra lag er á henni en Rangárvallafiðlunni. Gömul kona sagði Stefáni Erlends- syni að einn af fiðlurunum í Keldu- hverfi hefði verið Sveinn Þórarinsson, faðir sjera Jóns Sveinssonar (Nonna). Hann fluttist úr Kelduhverfi og var lengi skrifari hjá Pjetri amtmanni Havsteen á Möðruvöllum. Sveinn var listfengur maður og hafði leikið mjög vel á fiðlu. í Þjóðminjasafninu er mynd af fiðlu eftir Sigurð Guðmundsson málara. Heíur Sigurður skrifað við hana: „Fiðla frá Möðruvöllum i Hörgárdal, nýleg með vírstrengjum". Eru miklar líkur til að þetta sje mynd af fiðlu Sveins Þórarinssonar, því að henni svipar mjög til fiðlu þeirrar, er Stefán Erlendsson smíðaði. Strengjagerð. Upprunalega hefur fiðlan sennilega verið eintrjáningur, holaður innan og opinn að neðan, og með hrosshárs- strengjum. Svo segir í gömlu víkivaka kvæði: Hrosshár í strengjum og holað innan trje; eigi átti hann fiðlari meira íje. Eina gamla fiölan í Þjóöminjasafni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.