Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 wa mnu ^teján SJanneóóon oCitla-^Jdi áuarpar Cjíila Suei, uemóóoa óendmerra diLi Við sitjum hjer allir í sátt eins og bræður og systur í kvöld fyrir því öllu, sem milli bar áður, á stundum, — ekkert á himninum ský! Nú sitja hjer allmargir samherjar þínir og sumir úr þeirri hjörð, er oftast nær andstöðu flokksmönnum fylgdu — og þó farmiðalausir um jörð. Þess bið jeg og vona, að við hittumst þá heilir, er við Hákon þú sagt hefir þrjú snjallyrðin fornu hans Snorra, er öllum stautandi kennd eru nú. „Út vil jerj“, sagðir þú ungur við Dani og íhyglis-dálætið hjer. Þjer auðnaðist líka frá Lögbergi að segja: Lýðveldi stofnað er. Sjálfstæðis- framsóknar- kratar og kommar, þeir kýta um reitur og völd. í guðs friði. — Nú er það okkar að una við eldinn, sem logar í kvöld, á minning í þakklátum huga og hjörtum, er heilbrigð í fagnaði slá óskir og bænir um unað og sæmdir, við utanför landsteinum frá. Þetta guðsorð þjer leyft var að lesa við lýðhrifnis bergmálin há. Já, náðargjöf vormönnum var það að vaka hinn seyjánda þá. — Nú lýðveldið treystir þjer til þess að sýna, til hvers það stofnað var, hvað fullveldi má sín í fólksins þarfir og friðarins hjer og þar. — Jeg kemst ekki hjá því að kveðja, þótt annað kynni jeg betur við heldur en að tapa þjer hjeðan frá starfi, því að hjer vantar altaf lið. En liðsmaður góður ertu með afbrigðum, eins og þeir útmála hver fyrir sig. Betri en nokkur til forystu og fylgdar, það fullyrðir reynslan um þig. Að skilnaði bið jeg sem barnið, er veit, hvað bænin 1 vandanum er, bið Drottinn að vernda ykkur hjónin frá hverju, sem hendir og miður fer. Jeg veit að þið fljúgið til frændþjóðar bráðum eða ferðist á rekabút. Fylgi ykkur hjartans friður utan, hann fylgi ykkur síðar út. (Flutt í kveðjusamsæti í Vík 22. júní 1947). - Molar - Rússneskur málsháttur. Ætlirðu í stríð, þá biddu fyrir þjer einu sinni. Ætlirðu til sjós, þá biddu fyrir þjer tvisvar. Ætlirðu að gifta þig, þá biddu fyrir þjer þrisvar. Rjettindi. Vjer eigum rjettindi. En rjettindi eiga líka aðrir menn. Þú mátt, ef þig langar til, fara upp á fjall, kveikja þar bál og dansa í kring um það eins og villumaður. En reyndu að gera þetta á túni einhvers. Þá muntu kom- ast að raun um að rjettindi þín enda þar sem rjettindi annars manns byrja. Er það ekki einkennilegt, að aldrei hópast menn saman eða fara kröfu- göngur til þess að framkvæma góð- verk? Zigmund Norkoski hafði svarið þess dýran eið að leggja aldrei hendur á kvenfólk. Svo giftist hann. Þá vand- aðist málið. En svo fann hann upp á því að „skalla“ konuna. Síminn hringdi og frúin svaraði. Það var einhver ókunnugur maður, en áður en hún vissi erindi hans, kom dóttir hennar lítil telpa alsnjóug inn og frúin sagði við hana: —- Farðu strax úr buxunum, ef þær eru blautar. — Hvað segið þjer? sagði röddin i símanum. Tveir aldraðir menn sátu í klúbb sínum. Þeir höfðu fengið sjer góðan miðdegisverð og sátu nú og reyktu. Þá segir annar þeirra: „í hvert skipti sem jeg er hjerna, þá heldur konan mín að jeg sje að eltast við stelpur. Æ, jeg vildi að hún hefði rjett fyrir sjer.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.