Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 233 ið er yfirleitt sljett og loftslag er þar holt og ekki mjög heitt. En syðst eru frumskógar miklir og þar eru hinir viltu fílar. Hyderabad er stærra en Mysore, eða álíka og Ítalía. Þar eru 18 millj. íbúa, aðallega Hindúar. Ríkisstjórinn er kallaður Nizam og er Múhameds- maður. Hann er talinn auðugasti maður í heimi. í Hyderabad er aðal- lega stundaður landbúnaður, en þó er nú stóriðja að rísa þar upp. Þar eru mestu kolanámur Indlands. Nokkrir auðugir hjeraðshöfðingjar, eða Naw- abs, eiga % hluta af allri landaeign og Nizam 1/10 hluta. í þessu landi eru hinir frægu Ajanta-hellar, með allskonar veggmyndum, sem málaðar hafa verið á 3.—7. öld. Bombay er stór borg, með höllum og stórum verslunarhúsum, stórri höfn, hótelum, járnbrautarstöð og breiðum götum — og skuggahverfum. Hótel og aðrar byggingar standa því á sporði sem best er á Vesturlöndum, en skuggahverfin eru hálfu verri en þar. Fylkið er byggt ýmsum þjóð- flokkum. Á hásljettunni Deccan eru Marathas, ágætir hermenn. — Næst koma Gujaratis; þeir rækta bómull og eru taldir slyngir kaupsýslumenn. Svo eru þar Parsis; þeir eru af pers- neskum ættum. Þeir eru ekki nema 200,000 að tölu, en þeir eru driffjöð- urin i öllu þar í landi. I Bombay og Ahmedabad eru miklar vefnaðarvöru- verksmiðjur, sem veita nær 3 millj. manna atvinnu. Talsvert er um ann- an iðnað, sjerstaklega silfursmíðar. Það eru því ekki nema 64% af íbú- unum, sem lifa á jarðrækt. — Frá Bombay er Mohamed Ali Jinnah, for- ingi Múhamedsmanna. Þá er enn lítið furstadæmi, sem heitir Baroda, með 2y2 milljón íbúa. Þar hafa orðið meiri framfarir en í hinum furstadæmunum. — Þar rikti Maharajah í 58 ár og stjórnaði af snilld. Hann er nú nýlega látinn, en ríkið ber merki stjórnar hans. Hann lagði allt kapp á það að mennta þjóð- ina, hann bætti mjög kjör kvenna og hinna undirokuðu. Hann ljet gera þar stóra höfn, en áður var strandlengjan svo að segja hafnlaus, og við það hafa framfarir aukist að mun. 3. Indland er víðáttumikið sem álfa. Þar býr fimmti hluti mannkynsins, og 75% af íbúunum á heima í 700,000 borgum og þorpum og lifa yfirleitt aumara lífi en nokkrir aðrir, Kín- verjar ekki undanteknir. 88 af hverj- um hundrað kunna hvorki að lesa nje skrifa. Það er naumast hægt að tala um Indverja sem sjerstakan þjóðflokk. Þar eru margir þjóðflokkar og alls- konar kynblöndun hefir átt sjer stað. Sumir segja að ágreiningurinn milli Múhamedsmanna og Hindúa sje sprottinn af þjóðernislegum ástæðum. En þetta er ekki rjett. I Indlandi eru 80 milljónir Múhamedsmanna og að minsta kosti % hlutar þeirra eru af sama uppruna og Hindúar. Ekki er heldur hægt að tala um neina allsherjartungu, er heitið geti indverska. Hindi er útbreiddasta mál- ið og það tala um 150 millj. manna. En það þarf ekki að vera hættulegt sjálfstæði landsins. Rússar verða t. d. að birta allar stjórnarvaldatilskipanir sínar á 12 tungumálum. Og Sviss, þar sem ekki eru nema 4 milljónir manna, hefir fjögur tungumál. Ekki er hægt að tala um neina sjer- staka indverska veðráttu. Þar eru bæði heitustu og köldustu staðir í heimi. ^ ^ ^ ^ Rík piparmey átti kisu, sem hún þorði aldrei að hleypa út. Einu sinni fór sú ríka í skemtiför og eftir viku fekk þerna hennar svolátandi skeyti frá henni: „Líður ágætlega. Hef kynst bráðskemtilegum manni. Blessuð hleyptu kisu út á hverju kvöldi.“ M, niennmcjó- Nýlega er komin fram í dagsljósið ný flugvjel, sem spáð er um að verði almennings flugvjel með tímanum. Hún er kölluð „Hoppi-Copter“ og er stæling á Helicopter-flugvjel. Hún er lítil, örugg, auðveld í meðförum og vegur ekki nema 125 pund, svo að 'menn geta borið hana á bakinu. Hún kostar nú 750 dollara, en ef framleiðsl. an verður mikil er búist við því að hún verði miklu ódýrari. Vjelin er ákaflega einföld. Þrjú hjól eru undir henni og ofan á þeim er sæti fyrir flugmanninn. Á bak við hann er hreyfillinn og skrúfan þar fyrir ofan. Stýrisstöng er fyrir fram- an sætið og með henni er flugvjelinni stjórnað að öllu leyti, svo að það er eins auðvelt og hægt er að hugsa sjer. Stýrisstöngina rná færa fram og aftur og til hliða. Á þann hátt er hægt að hækka og Jækka flugið, snúa til hægri og vinstri, sitja kyr í loftinu, eða jafnvel fljúga aftur á bak. Menn mega ekki halda, að „Uoppi- Copter“ sje aðeins leikfang. Það er hægt að komast á henni 12000 fet í loft upp og ferðast með 90 enskra mílna hraða á klukkustund. Það er ekki hættulegt að fljúga á henni. Skyldi hreyfillinn bila, þá sjá vængirnir um það, að hún skrúfast hægt og rólega til jarðar. Hún getur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.