Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 4
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS INDLAND Á TlMAMÓTUM Niðurlag. BIKAR er næsta fylkið. Það er f jöllött og þar sem það nær upp að Himalaya eru skógar miklir. En land- ið er mjög frjósamt næst fljótinu og svo þjettbýlt að þar búa 900 menn á hverri fermílu lands. Aðallega búa þarna Hindúar. Þarna eru miklar kolanámur og járnnámur og þarna er einhver stærsta stálverksmiðja breska heimsveldisins, Tata Iron and Steel Worsk í Jamsredpur. Umhverfis þess- ar verksmiðjur hefir borgin risið upp á fáum árum og eru þar nú um 100, 000 íbúar. Þarna eru einnig gljásteins- námur. Næst kemur Bengal-hjeraðið. Það er víðast hvar láglent en fram við sjó eru frumskógafen, sem nefnd eru Sundarbaas. Þarna eru mest ræktuð hrísgrjón, sem eru aðalfæða lands- manna. Þar er líka mest hamprækt í heimi og hampiðja. Þaðan komu allar þær billjónir af sandpokum, sem breski herinn hafði í skotvígi og til þess að hlaða upp með húsum til varn- ar gegn loftárásum í stríðinu, allt frá Sydney í Ástralíu til íslands. í Bengal eru áhöld um Hindúa og Múhameds- menn, en talið er að Bengal-búar sjeu af mongólskum kynstofni. — En því meiri athafnamenn eru þeir en aðrir Indverjar. Hjá þeim átti sjálfstæðis- stefnan upptök sín og þar eru margir brennheitir ættjarðarvinir. Hvergi í Indlandi hafa bókmenntir dafnað sem þar á síðustu árum. Frægastur rit- höfundur þeirra er Rabindranath Tagore. Þar eru einnig mestu lista- menn Indlands, og má þar til dæmis nefna málarann Nandalal Bose. Þar er og vagga menningar og andlegrar vakningar. Þar var postulinn Rama- krisna Paramahnsa og hinn frægi lærisveinn hans Swami Vivekanda, sem stofnaði Vedanta-fjelögin, sem nú eru um allt Indland og víða út um heim. Þar spratt líka upp Brahmo Samaj, fjelagsskapur Hindúa, sem hefði það markmið að fegra og hreinsa trúarbrögðin. I Bengal eru 50 milljónir íbúa. Nyrst og austast er fylkið Assam. Það er f jöllótt og þar eru miklir frum skógar. Þar sem Himalayafjöllin enda og fljótið Brahmaputra kemur niður frá Tibet, eru reyrviðarskógar mikiir. Þar hafast við bisonsuxar, buffaionaut, tígrisdýr og nashyrning- ar. Þar upp í fjöllunum býr mjög frumstæð þjóð og þar er ekki um neinar meiri háttar framkvæmdir að r;eða. Auðugar námur eru þarna, sjer- staklega mun vera þar geisimikið af olíu í jörð. Suður af Bengal er smáríkið Or- issa. Þar eru miklar námur, fjöll og frumskógar og gnægð veiðidýra. — Þarna búa 15 milljónir manna og stunda aðallega bómullarrækt og námugröft. Um allt ríkið er dreifður frumstæður þjóðflokkur, sem nefnist Gond. Hafa þessir menn þolað betur hnjask menningarinnar en nokkrir aðrir frumstæðir menn í heimi. Þeim fækkar ekki og er talið að þeir sje 7% af íbúunum, og hafa Hindúar og Múhamedsmenn dregið þá sitt á hvað í sinn dilk. í litlu þorpi í þessu landi settist Mahatma Ghandi að fyrir nokkrum árum, og höfuðstöðvar Kongressflokksins eru í Wandha. Á sunnanverðu Indlandi eru fylkin Madras og Bombay og hin stóru furstadæmi Hyderabad, Mysore og Travancore. Madras nær frá Orissa eftir endi- langri austurströndinni, suður fyrir landsenda og 450 mílur upp með vest- urströndinni. Þykjast Madrasbúar mjög fyrir öðrum Indverjum. Þar er háskóli, sem talinn er með þeim bestu í heimi, en útskrifar svo marga, að flestir verða að sæta þeirri atvinnu, sem litla þekkingu þarf til. Þarna eru frægir vísindamenn, eins og Sir C. W. Raman, sem hefir fengið verðlaun Nobels fyrir eðlisfræði, og þar var heimspekingurinn Sir Radka Raman- ujan, sem er nýlega látinn. Þrjú tungu mál eru töluð í Madraá, Tamil, Telugu og Malayalam. íbúar eru um 50 millj., en þar af eru aðeins 9% Múhameds- menn og er samkomulag milli þeirra og Hindúa betra þar en í hinum ríkj- unum. Tiltölulega er þarna flest af kristnum mönnum, af þeim ríkjum er Bretar hafa ráðið yfir, eða um 4%. Madrasbúar eru framtakssamir og duglegir menn, stóriðja er að rísa þar upp, orkustöðvar og stórfeldar áveit- ur. Syðst og vestast á skaganum er furstadæmið Travancore, byggt Hind- úum. Þar hefir sama Maharajah-ættin setið að völdum óslitið í sjö aldir. — Alþýðumenntun er þarna á hærra stigi en annars staðar (og eins í litla nágrannaríkinu Cochin) og þar koma út mörg hundruð blöð og tímarit. — íbúatalan er þó ekki nema 5 milljónir. Af þeim hafa tvær milljónir tekið kristna trú. I stað þess að trúbragða- deilurnar í Indlandi eru aðallega milli Múhamedsmanna og Hindúa, eru þær hjer milli kristinna manna og Hindúa. Frjálslyndi er þarna meira en annars staðar og árið 1936 kom Maharajah- inn öllum á óvart með því að opna musterin fyrir lægstu stjettinni, hin- um „ósnertanlegu". Kvenfólk hefir líka meiri rjettindi þar en annars staðar og bera konur þar mjög af um þekkingu og menntun. Mysore er á miðjum skaganum og er talið „fyrirmyndarríkið“. Þar eru 7 milljónir íbúa. Þeir grafa gull, fram- leiða stál og járn, sement, pappír, sápu, silkivarning o. s. frv. Þeir hafa komið sjer upp stórum raforkuverum, sem veita verksmiðjum og heimaiðn- aði afl og borgunum ljós. í höfuðborg- inni heldur Maharajahinn allsherjar- þing einu sinni á ári, eftir gömlum sið. Er þá mikið um dýrðir þar og borgin fagurlega Ijósum skreytt. Er þetta nokkurs konar þjóðhátíð. Land-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.