Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 8
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MARSHALL, utanríkisráðherra Eandaríkjanna, lýsti því yfir fyrir skcmstu, að Bandaríkin verði að tryggja sjer það, að óvinaþjóð nái ekki Grænlandi á sitt vald i næsta stríði. 1 tilefni af þeim ummælum birti ameriskt blað þetta kort. Það á að sýna, að Norðurheimskaut- ið muni verða miðdepillinn i komandi styrjöld og þess vegna muni Grænland hafa mikla hernaðarlega þýðingu. Rússar leitist nú við að sölsa Svalbarða undir sig og síjnir það að þcim sje þetta vel Ijóst FROSTAVETURINN MIKLI (1880—81) var fyrsti veturinn, sem gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum starf- aði. Þá heyrði jeg að eitt sinn hefði fros ið kvikasilfrið á mælinum á Möðruvöll- um og hefir frostið að minsta kosti verið 40 stig á Celsíusmæli. Þá lagði allan Eyjafjörð út fyrir Gjögurtá. Hval rak þá á miðjum Eyjafirði úti á móts við Laufás. Fórum við allmargir skólapiltar að skoða þessa miklu skepnu, sem lá þarna inr.ifrosin hjer um bil jafn langt frá báðum löndum. Alt fraus, sem fros ið gat. . . . Þó man jeg ekki til að mjög kalt væri í skólastofunum, en í svefn- herbergi Þorvaldar Thoroddsen var sagt að eitt kvöldið hefði verð 22 stiga frost á Celsius um háttatímann. (ó. Thorla- cius). SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ fór til Grænlands snmarið 1831 og dvald ist þar til sumarsins 1834. Hann var ráðinn beykir við konungsverslunina í Sykurtoppi, en auk þess átti hann að kenna Eskimóum að veiða hákarl. Vetur inn 1832—33 veiktist hann af skyrbjúg og drógst þá „aðeins með tveimur hækj- um húsa á milli og mátti einskis neyta, er tyggja þurfti.“ Um vorið batnaði honum af hvannarótum og skarfakáli. Ekki fanst honum starf sitt í Grænlandi metið sem skyldi eins og sjá má á þess um orðum hans: „Hvor þraut það sje, að sjá ríkisins peningum og ærukrossum með öllum þesskonar stórmerkjum og teiknum, útausið til óskilmerkilegra manna og fyrirtækja, fyrir þann, sem vogað hefir lífi, lamað heilbrigði sína og með öllum vilja og kröftum þjónað almennilegri hagsæld, en vera þó fyrir litinn og aldeilis til síðu settur.... það tekur fyrir þann, sem reynir, meira en tárum mínum“. HÆTTULEGIR VEGIR eru sums staðar á Ströndum og er það ekki fyrir lofthrædda menn að fara þar. Þorvaldur Thoroddsen lýsir einni slíkri ŒSffilVrtnW*t á Gjögur: — Dálítið fyrir utan Naustavík er hættulegt klif sem kallað er Sætraklif. Fyrst er farið utan í snarbröttum skrið- um, en svo kemur aðalklifið örstutt utan í þverhnýptum hömrum, 160 fet yfir sjó. Er þar skarð niður í sjóinn, sem hest- arnir verða að fikra sig yfir á örmjóum helluröndum. Er sjórinn 160 fet fyrir neðan, en bergið hinum megin skútandi fram yfir. Verður að taka ofan ailan áburð, svo að hestarnir reki sig ekki í bergið. Jeg var hissa á því hvað klár- unum tókst vel að vega salt eftir þessari hamrarönd. NIELS SKÁLDI átti son sem Hálfdán hjet og ætlaði að vera hjá honum í ellinni en líkaði vistin illa. Kom svo að lokum að Niels stefndi Hálfdáni. Kom það fyrir Kristján Krist jánsson, síðar amtmann. Vildi hann miðla málum, en Niels var harðorður og ósveigjanlegur. Sýslumaður vildi að Niels færi heim til Hálfdánar aftur og sagði meðal annars: „Munduð þjer ekki Niels minn, vilja vera með Hálfdáni syni yðar í himnaríki?" Þá sagði Niels: „fíf Halfdan er þar fyrir, þá er jeg ekkert kominn upp á það að vera þar“. TÓNUR. Örnefnið tónur mun líklega hvergi vera til ncma í Flókadal í Fljótum. Þar eru þrennar tónur: Helgastaðatónur, Stekkskálartónur og Hvítaskálatónur. Lengi var það trú, að huldufólk ætti heima í Helgastaðatónum. „í klettabelti þessu hefir oft sjest fólk á gangi, og einu sinni heyrðist þar barnsgrátur í kvöld- myrkri“, segir síra Jón Norðmann. KRISTNESHÆLI verður 20 ára í haust. Það tók til starfa 1. nóvember 1927.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.