Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 1
29. tölublað boh Sunnudagur 31. ágúst 1947 XXII. árg. Arni Óla: Á KILI VÍSINDAMENN Sumnrin 1927 og 192S voru tveir þýskir vísindamenn, dr. Walter Iwan og Wolfgang Oetting, að rannsóknum á hálendinu milli Langjökuls og Hofsjökuls. Sirtist grein eftir liinn síðar- nefnda um þessar rannsóknir i „Deutsche Islandforscliunq“ ánð 1930 og auk þcss skrifaöi hann um þær í „Zeitschrift fii: Glel- sclierkundc“ og „Mitteilungen der Geologisclien Gesellschaft“, Múnchen. En eftir dr. W. Iwan kom út bók árið 1935, sem heitir , Island, Studien zu einer Landeskunde“, og er 7. hefti í ritsafni, sem nefnist „Berliner Geographische Arbeiten“ og gefið var út af háskólanum í Berlín. Um þessar rannsóknir þcirra segir í formála að „Deutsclie Islandforschung“ að þœr hafi verið fjölþœttar, og aö þetta tak- markaða svœði hafi verið rannsákað miklu gaumgœflegar en venja sje. Er þvi ekki nema eðlilegt að menn spyrji sem svo: Ilvernifj stóð á því að þennan hluta hálendisins þurfti að rannsaka svo gaumgœflega ? Þcirri spurningu verður ekki svaraö hjer. En jcg hefi fengið frásögn nm dvöl þeirra fjelaga á örœfunum hjá Stefáni Fllippus- syni, sem var fylgdarmaður þcirra, og er liún fróðleg að ýmsu lcyti. IIJÁ HVlTÁRVATNI í FYRRI ferðinni voru þeir Iwan og Oetting og kærasta Iwans, en fylgd- armenn Stefán og Kristján Zoega. — Var lagt af stað úr Reykjavik snemma í júlí og förinni heitið til Hvítárvatns, og gerðist fátt sögulegt í þeirri för. Höfðu Þjóðverjarnir með sjer nokkuð af einföldum mælinga- áhöldum og svo nesti og viðlegu út- búnað. Var farið hægt yfir og komu þau að Hvítárvatni á fjórða degi. Var ætlunin að fara í Fróðárdal j;á um kvöldið, en vegna mikils hita um dag- inn 'ojóst Stefán við því að Fúiakvísl mundi vera ill yfirferðar, eða jafnvel ófær með öllu, og hætti því ekki á að fara Iengra. Daginn eftir var svo haldið inn i Fróðárdal og tjöldum slegið í litlum hólma eða tanga, 'sem gengur út í Fróðá. Er áin þarna eins og stöðu- vatn vegna aðhalds frá Hvítárvatni. Þetta er rjett innan við þar sem farið er yfir Karlsdrátt. Segir Stefán að þarna hafi verið sá fegursti tjald- staður, sem hann hafi nokkru sinni komið í, og hefur hann þó víða farið og víða gist úti i guðs grænni nátt- úru. Og Þjóðverjarnir voru svo hrifn- ir, segir hann, að þeim fannst engu líkara en að þeir væri komnir í himna- ríki. Og ekki varð hrifningin minni, er þeir komu í Karlsdrátt. ’ Karlsdráttur er í örlitlum djúpum botni. Er fjail að norðan og austan, skriðjökull að vcstan en að sunnan Hvítárvatn, blágrænt með fjölda ís- jaka á floti. Skriðjökullinn náði þá alveg fram*í vatnið, en síðan hefur hann minnkað storum og má vera að áður en langt urn líður megi fara jökullausa leið vestan Hvítárvatns, eins og að austan. Segist Stefán hafa sjeð mikinn mun á því hvað skrið- jökullinn vestan Skriðufells minnkaði á þeim 12 sumrum, sem hann var að ferðast þar. Þarna dvöldust þeir fylgdarmenn- irnir hjá þeim í tvo eða þrjá daga. Var þá tímanum aðallega eytt í göngu ferðir um nágrennið, og var það ekki amalegt, því alltaf var glaða sólskin og logn. Umhverfið var hið yndis- legasta. Þar var kjarrviður, víðir og einir hvað innan um annað, og hvar- vetna blöstu við heiðbláir feldir a1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.