Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 4
256 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GOLFBORGIN GOLF-SAMBAND Bandaríkjanna tilkynnti nýlega að það hefði gert ýmsar breytingar á leikreglum í golfi. En þá kom heldur en ekki hljóð úr horni. Allir íbúarnir í þorpi nokkuru, sem heitir St. Andrews, og, er á auctur strönd Skotlands, risu upp sem eir.n maður og mótmæltu þessu kröítug- lega. Ástæðan er sú að golfleikurinn var fundinn upp í St. Andrews fyrir 500 árum og þar voru fyrstu leikreglurnar settar. Allar breytingar, sem á þeim hafa verið gerðar síðan, hafa verið gerðar í St. Andrews og öll golff jelög um víðan heim tóku þær breytingar upp. Það þótti svo sem sjálfragt að þeir í St. Anöiews hefði einkarjcít á því að fyrirskipa Ieikreglurnar. — Þangað til nú að golímenn í Randa- ríkjunum þykjast geta sagt fyrir um það hvernig leikreglurnar e:.gi að vera! Er ekki von að þeim í St. Andrews sárni? Ameríkumenn eru að revna að breyta leikreglunum þannig að leik- urinn hafi æsandi áhrif á áhorfendur, segja þeir. En þetta er á móti eðli golflistarinnar. Leikurir.n er fyrir þá, sem iðka hann, en ekki fyrir áhorf- endur. Allt er komið undir drengileg- um leik. Þegar þeir í St. Andrews tala um golf, þá gera þeir það af hrifningu og metnaði. Því að það er eigi aóeins aó þorpið sje vagga golflistarinnar, held- ur lifir það svo að segja á henni. Þar eru nú um 8000 íbúar, en allan þann tima, sem hægt er að leika golf, eru þar hálfu fleiri menn, því að þangað sækja áhugamenn um golf úr öllum álfum heims. Hver einasti þorpsbái, karlar, konur og börn, leika golf. — Bömunum er kennt það um leið og þau læra að ganga. í öllum búðar- gluggum ber mest á golfútbúnaði. — Gistihúsin erujsniðin til þess að taka á móti golfleikurum og í göngum þeirra og anddyrum verður varla þver fótað fyrir kylfum og knöttum. Margir stórir golfvellir eru þarna og fram að þessu hafa allir þorpsbúar fcngið að æfa sig þar ókeypis. Og þeir þykjast ekki halda heilsu nema þeir æfi sig á hverjum degi, það er að segja virkum degi, því að á sunnudög- um er bannað að ieilca. En þá ganga menn fram og aftur um golfvellina með golfpoka sína á balcinu. — Þeim finnst þeir ekki vera fullklæddir nema kylfupokinn sje með. Þeim er jafn eðlilcgt að bera hann eins og skóla- sveinum að bera kennslubækur. Kaupmennirnir í St. Andrews hafa einkennilega %ærslunarsiði. I hvert skipti sem kappleikur er haldinn — og það er oft — þá loka þeir búðum sínum og draga fyrir gluggana. Eng- um tíettur í hug að versla meðan á J U kappleik stendur. Þá eru allir að horfa ( á leikinn — kaupmennirnir og búðar- þjónarnir, eins og aðrir. Ilinn núverandi golfmeistari í St. Andrews heitir Wilbie Auchterlonie. Ilann er nú 74 ára að aldri. „Menn verða aldrei of gamlir til þess að leika golf“, er viðkvæðið þar. Meðan á stríðinu stóð lögðust þó golfleikarnir í St. Andrews alveg nið- ur. Menn voru hræddir um að þýskar svifflugur mundu nota vellina sem lendingarstöð\-ar, og þess vegna voru reknir niður í þá staurar hingað og þangað, svo að engin flugvjel gæti lent þar. Og fje var á beit, þar sem kappleikar voru áður þreyttir. En nú hafa vellirnir verið opnaðir að nýu. Þorpið er íullt af aðkomumönnum og gistihúsin eru full af fólki að nýu. Og þorpsbúar eru kátir út af þv-í að fá svo marga gesti, því að í raun og veru lifa þeir á aðkomumönnunum. K F0RINGJAR INDVERJA '■} ^ Nehru, foringi í IndlacLi. Jinnah, foringi í Pákistan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.