Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 257 RÁNYRKJA Fljótandi verksmiöja œtti aö allan úrgang. MÖRGUM er það orðið áhyggjuefni hvernig fara muni um fiskimiðin með þeirri rányrkju, sem þar fer fram nú. Og fyrir oss íslendinga getur þetta haft meiri og aivarlegri þýðingu en fyrir nokkura aðra þjóð, því að engin önnur þjóð í heimi byggir svo mjög afkomu sína á sjávarafla sem íslend- ingar. Oft er talað um það, að hjer hafi orðið stórst.ígar framfarir í fiskveið- um. Það er að vísu rjett, að vjer eig- um nú fleiri og betri veiðiskip heldur en nokkurn tíma áður. En um fram- farir í veiðiaðferðum hefur ekki verið að rœða. Veiðiaðferðirnar eru ná- kvæmíega þær sömu og um seinustu aldamót. En rányrkja hefur farið í vöxt. Fyrir nokkru birtist grein í enska tímaritinu „Cavalcade" um rányrkj- una á höfunum og hver ráð væri þar til úrbóta. Ýmislegt af því, sem þar er sagt mættum vjer leggja á minnið og hugsa um það í alvöru. Hjer er stuttur úrdráttur úr greininni: Þær veiðiaðferðir, sem nú eru not- aðar eru fiskastofninum hættulegar, og það er fleygt ókjörum af góðum mat og öðrum verðmætum. Vjer þurf- um ekki annað en taka dæmi af tog- urunum. Klukkustundum saman draga þeir botnvörpur sínar eftir sjávar- botninum í hvert sinn, sem þeim er kastað. Stórar völtur úr trje og járni eru á fótreipunum og þær bæla niður, brjóta og rífa upp sjávargróðurinn, sem fiskurinn lifir í. — Vörpurnar svelgja allan fisk, sem verður á leið þeirra, bæði þann fisk, sem menn vilja veiða og hinn, sem þeir vilja ekki sjá, og ýmis önnur sjódýr. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, er verið að eyðileggja heim- [ SJÓNUM fylgja togaraflotanum og hiröa kynni fiskanna og stofninn sjálfan með þessari hættulegu veiðiaðferð. Það er því síst að furða þótt aflinn fari minnkandi og fiskurinn verði lje- legri. Hjer er alveg sama sagan eins og ef menn ætluðu sjer að beita skepnum á upp urið land. Afleiðingin af þessu sífelda skrölti með botnvörpurnar a mararbotni, kemur þar öllu í örtröð og sultur verður hjá fiskunum. Það er daglegur viðburður, þegar botnvarpa er dregin upp, að í henni sje aðeins fátt nytjafiska en fjöldi annara fisktegunda, sem þykja of verð litlir til þess að fylla stíurnar með þeim. Þegar „pokinn" er opnaður hrynja þessir fiskar úr honum í stóra beðju á þilfari. Þar drepast þeir allir á fáum mínútum og svo er þeim mok- að fyrir borð. En enda þótt eintómur þorskur sje í vörpunni, þá er bruðlunin samt óskapleg. Menn hirða ekki annað en stórfisk og millifisk; smælkinu er öllu mokað fyrir borð. Hinn sveltandi heimur getur ekki horft upp á þessa bruðlunarsemi með köldu blóði. Hjer er verið að fleygja ógrynni af dýrmætri fæðu. En væri fljótandi verksmiðja látin fylgja tog- araflotanum, þá mætti hirða allt. Það hafa nú á undanförnum árum orðið svo miklar framfarir í því að sjóða niður fisk og vinna úr honum ýmis fæðuefni og fjörefni, að hægt væri að nota allan úrgangsfiskinn. Og með þessu lagi yrði hann miklu heilnæm- ari og lostætari fæða heldur en mis- jafnlega vgl verkaður saltfiskur, sem nú er á boðstólum í heitu löndunum. Vísindamönnum hefur tekist að finna hagkvæma aðferð til þess að vinna protein úr kjöti. Það er alveg eins hægt að vinna það úr fiski, og þá er sama þótt það sje úrgangsfisk- ur jafnvel hlýri og hákarl, hámerar og háfiskar. Það er líka hægt að vinna fjörefni úr fiski, og allan úrgang má þurrka og verka og gera úr því fiski- mjöl, sem er ágætt fóður handa hæns- um. Þótt ótrúlegt megi virðast koma ekki nema um 2% af öllum matvæl- um mannkynsins úr sjónum, eins og nú stendur, og þó er sjórinn miklu stærri en löndin og dýralíf bar fjöl- skrúðugt. Sje farið skynsamlega að fiskveið- um mætti bjarga mannkyninu fra sulti og jafnvel láta alla fá nægju sína að borða. En þessi aðferð, að fleygja meiri hlutanum af veiðinni aftur í sjóinn og reka hina ömurleg- ustu rányrkju, er þess valdandi að vjer getum ekki notið þeirra gæða, sem höfin gætu veitt oss í svo ríkum mæli. ^ ^ ^ V rlirinýinffar ÞESSI smásaga getur verið til at- hugunar fyrir þá, sem eru að hringja á nóttunni og hina, sem verða fyrir ónæði af því. Um miðja nótt ætlaði kona að hringja til mágkonu sinnar. Hún gekk að símatólinu og sneri töluskífunni og beið svo lengi. Hún heyrCi að sím- inn hringdi stöðugt. Að lokum svaraði svefnþrungin rödd „Má jeg fá að tala við Margrjetu?" sagði konan. „Bíðið þjer ofurlítið", sagði röddin. Hún beið og beið. Fimm mínútur liðu. Tíu mínútur liðu. Hún var orðin óþolinmóð, tvísteig af þreytu og var farin að iðrast eftir því að hún skyldi hafa hringt. Fimtán mínútur liðu. Þá kom sama svefnþrungna röddin aftur í símann: „Þjer ættuð að gæta þess að velja rjett númer þegar þjer hringið á nóttunni“. 4 t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.