Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Blaðsíða 3
 LESBÓK MORGUN BLAÐSINS 255 10 km HOFSJOKULL Topographische Skizze des Hochlandes zwischen iHofs* und Langjökull in Island Rannsóknarsvœöiö milli Langjökwis og Hofsjökuls "LÁNGJÖKULl lega 3—4 klukkustundir uppi á hverju íjalli við mælingar og stundum miklu lengur. Var það illt verk og erfitt að rogast með mælingatækin, þar sem ekki var hægt að koma hestum við, því að þau voru mjög þung. Því var farið með hestana þar sem komist varð, t.d. upp á hátind Kjalfells. í sjö vikur lágu þeir við þarna á Hveravöllum. Veður var yfirleitt mjög hagstætt allan tímann, sólskin flesta daga, en kalt um nætur, svo aö jörð hrímaði. Alltaf var lagt af stað kl. 7 að morgni, en þegar komið var í tjald- stað, fóru þeir þýsku í tjald sitt og heldu þar kyrru fyrir og vissi Stefán ekki hvað þeim leið, nema jð þeir væri að vinna þar að athugunum sín- um. Ekki skildi hann þýsku, og vissi því ekki hvað þeir töluðu um sín á milli, en Iwan skildi og talaði íslensku. Hveravatn höfðu þeir til matar og drykkjar allan tímann, og Varð gott af. Ekki hu^suðu Þjóðverjarnir piikið um eldamennsku, nema hvað þair suðu sjer grauta og steiktu flesk. Kaffi drukku þeir aldrei. Stefán bregður því við hvað þeir hafi gætt mikils þrifn- aðar í tjaldstað; ekki mótti fleygja svo miklu sem brjefsnifsi, alian úr- gang, hverju nafni, sem nefndist, varð að grafa niður. Sáust því ekki önnur merki dvalar þeirra bæði sumurin, en bælin undan tjöldunum. Segir Stefán að mikill munur haíi verið að sjá þann frágang, og ummerki annara, sem víða höfðu tjaldað á þessum slóðum, því að þar var fullt af rusli, ryðguð- um pjáturdósum, glerbrotum, drusl- um úr pappakössum, beinum o.s.frv. HEIMSÖKN Heldur fannst Stefáni dauflegt þarna á f jöllunum að umgangast ekki aðra, en þessa tvo útlendinga. En einu sinni komu þó gestir. Voru það þeir Árni Jónsson frá Múla, síra Tryggvi Kvaran á Mælifelli og fylgd- armaður þeirra, Stefán Björnsson frá Sauðárkróki. Þetta var fyrri hluta nætur. Veður var þá vont, aldrei þessu vant. kulda- næðingur, þoka og rigning. — Voru ferðamennirnir illa til reika, mjög hraktir og blautir af regni og viður- eigninni við Blöndu. Auk þess höfðu þeir villst í þokunni og komu þess vegna svo seint til Hveravalla. Stefán vildi taka sem best á móti þeim eins og siður er á íslandi og bjóða þeim inn, en ekki voru önnur húsakynni en hesthúsið. Þar var upp- hækkaður bálkur fyrir menn og kom- ust þeir allir fyrir og voru fegnir að komast úr vosklæðunum. En Stefán gaf þeim brennandi heitt kaffi og fór síðan með vosklæðin og breiddi þau á heitt hverahraunið svo að þau þorn- uðu um nóttina, en hafði einhverjar tuskur yfir þeim, svo að ekki rigndi í þau. Morguninn eftir varð Stefán að vera snemma á fótum, því að nú ætluðu þeir þýsku að fara austur á Hofsjök- ul og vera þar að mælingum 3—4 daga. Höfðu þeir tvo klvfjanesta, annan undir koffort, en hinn undir mælitækin. Stefán vildi ekki vekja hina þreyttu ferðamenn, en skildi eft- ir kaffi handa þeim. Fór hann svo með Þjóðverjunum austur að Hofsjökli, en þar voru engir hagar, svo að hann varð að fara með hestana aftur til Hvcravalla og kom þangað seint um kvöldið. Þá voru ferðamennirnir horfnir og vissi Stefán ekki meira um ferðalag þeirra. En þetta voru einu mennirnir sem fóru yfir Kjöl meðan þeir voru þarna og aðrir komu þar ekki, því að þá var ekki farið að tíð- kast að fólk færi í skemmtiferðir til Hveravalla. Frh. V ^ ^ ^ ^ ^Jóíenóhan Vegna þess að prentvilla varð i vísu síra Gunnars Pálssonar í sein- ustu Lesbók, er hún prentuð hjer aftur: íslenskan er eitt það mál sem allir lærðir hæla, og aldrei mun þín auma sál annað fegra mæla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.