Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Page 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31 r» Heræfingar í Þýskalandi ALDREI heíur breski herinn haft annað eins svigrúm til heræfinga, eins og hann hefur r.ú í Þýskalandi. Og þar verður hann ekki fyrir neinu að- kasti nje mótspymu af hjeraðs-yfir- völdum. Yfir Þýskalandi hafa að undanförnu verið háðar stórorustur, sem engar sögur fara af. Þar var beitt sprengj- um, fallbyssum, flugskeytum og ný- ustu gerðum hernaðarflugvjela. Þar er kappkostað að koma á sem allra nánastri samvinnu milli flugliðs, stór- skotaliðs og fótgönguliðs, því að menn fundu til þess í stríðinu að sú samvinna var ekki nógu góð. Annan hvern mánuð er háð stór- orusta og tekur setuliðið eigi aðeins þátt í henni heldur eru sendar þangað hernaðarflugvjelar frá Englandi. Og hvernig eru þá þessar orustur og við hverja er barist? Stjórnin í „Nordonia" hefur ráðist á breska hernámssvæðið, án þess að segja því stríð á hendur. Innrásarher- inn kemur frá Danmörku. Það er fót- göngulið, vjelahersveitir, fluglið og fallhlífasveitir. Herstjórn breska her- námsliðsins sendir fyrst fluglið gegn innrásarhernum, til þess að njósna um ferðir hans og hefta framsókn hans. Herflugvjelar frá Englandi hafa bækistöð á herflugvelli Þjóðverja hjá Liibeck, um eina mílu frá rússneska hernámssvæðinu. Meðan á orrahríðinni stendur, eru margar hleypiskútur á siglingu úti fyrir ströndinni. Þær eru mannaðar þýskum sjóliðum, sem ekki hafa verið leystir frá herþjónustu. Þeir hafa bjargað áhöfn margra breskra flug- vjela, sem voru neyddar til þess að fteygja sjer niður á sjóinn. í þessum orustum eru nýjar gerðir af Meteor, Tempost og Moscuitos flug vjelum reyndar. í skógunum umhverf- is Belsen fangabúðirnar voru nokkrir olíugeimar, sem þær áttu að ráðast á. Og með aðstoð nýrra miðunartækja hefur þetta heppnast svo vel, að hver flugvjel hefur hitt í mark. „Times ‘ segir að það sje jafnvel óhugnanlegt hVað flugvjelarnar sjeu orðnar vissar með það að hitta í mark. Skamt frá Möhne stíflunni gera ,,árásarflugvjelar“ næturárás. Sumar ráðast á flugvelli Breta í Austurríki og jafnvel á Suez-skurðinn. Svifflug er mikið æft, og hafa menn orðið sólgnir í það á frístundum sín- um. Með þessu móti hyggjast Bretar alltaf geta fengið nóg af áhugasöm- um flugmönnum. ^ ^ ^ íW Sól og tungl ÞRÁFALDLEGA sýnast sól. tungl og stjörnur miklu stærri en venju- lega, þegar þau ber við sjónarrönd. Þetta er missýning og staíar af því, að maður ber þá ósjálfrátt stærð þeirra saman við eitthvað innan sjóndeildarhringsins, og við það sýn- ast þau stærri heldur en á háloftinu, þar sem ekkert er að miða við. Á sama hátt sýnist mönnum fult tungl vera óvenjulega stórt, þegar það kem- ur fram úr skýjum. Ef missýningu væri ekki til að dreifa, mundi tunglið sýnast stærst þegar það er hæst á lofti, því að þá er það þó 4000 mílum nær manni, heldur en þegar það er úti við sjónar- rönd. Það hefur oft verið sagt, að geisl- anir í loftinu valdi því að sól og tungl sýnast stærst, þegar þau eru yst við sjóndeildarhring. En þetta er ekki rjett. Þvert á móti verða slíkar geislanir til þess, að þau sýnast alveg flöt, og við það ætti þau að sýnast minni. En það getur hins vegar vel verið að ryk í loftinu hafi áhril á þetta. Sól og tungl sýnast mirnst þegar þau skína sem bjartast. Það stafar af því að birtan hindrar það, að vjer sjáum ysta ummál þeirra. Þegar þau eru niður við sjónarrönd horfum vjer á þau í gegn um meiri móðu, og þá er birtan ekki eins mikil og við það sýn- ast þau stækka, að vjer sjáum glöggt rendur þeirra. ^ ^ ^ - Molar - AMERÍSKUR málari, Gilbert Stu- art að nafni var annálaður fyrir það hvað hann var kvenhollur. Einu sinni hitti har.n vinkonu sína á götu og hún sagði: „Ó, veistu hvað, jeg sá mynd af þjer í gær og hún var svo lík þjer að jeg kyssti hana“. „Kyssti hún þig á móti?“ spurði Stuart. „Nei, auðvitað ekki“, svaraði hún. „Þá hefur hún ekki verið lík mjer“. GRAFARINN var oft nokkuð við- utan og einu sinni þegar hann var að taka gröf, gleymdi hann sjer þangað til gröfin var orðin svo djúp að hann komst ekki upp úr henni. — Hann hrópaði á hjálp, en enginn heyrði til hans. Þannig leið fram á kvöld. Þá var fylliraftur nokkur á leið fram hjá kirkjugarðinum og heyrði ópin í graf- aranum. Hann gekk á hljóðið og leit niður í gröfina. „Hvað er hjer á seyði?“ spurði hann. „Hjálpaðu mjer upp úr gröfinni", sagði grafarinn. „Mjer er orðið dauð- kalt“. „Það er ekki að furða þótt þjer sje orðið kalt“, sagði fyllirafturinn, „það hefur gleymst að moka ofan á þig“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.