Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 12
12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS í'JEKVÖRN ,,Hún er innan undir magálnum; kann vera fleiri en ein. Hana skal taka og láta millum brjósta sjer, strax volga, en taka ei á með berum höndum. Þar skal hún vera þann dag út. Síðan skal hún í hveiti geymast. Þeir skrifa, sá maður liafi lán með sauðíje, siðan hana á“ (Hndr. Emfj.). SKÍRSLUR Það var siður í fornöld, að menn fengju tækifæri til þess að hrinda af sjer sakargiftum m?ð skírslum. Helstu skirslur voru járnburður og ketiltak. Járnburður var í því fólginn að bera glóandi járn í hendi sjer nokkur skref (b'klega þrjú). Ketiltak var að taka stein upp úr katli eða potti með sjóð- andi vatni í. Við báðar skírslurnar varð sá, er undir þær gekst að vinna áður eið að máli sínu, og skírslan varð þá sem dómur drottins, sem sýndi það með jarteini, að eiðurinn væri rjettur. Ketil- tak var mest kvennaskírsla. VEÐURSPÁ MÁLMA Fölvi, sem fellur á járn eða aðra málma en kopar, silfur og gull, er ó- rækt merki þess, að bráðlega þyknar í lofti og að úrkoma er í nánd. Þetta sjest m. a. á borðbúnaði, vasahnífum og peningum: Þeir eru eigi'ávalt jafn- fagrir. Sje hlutir þessir fægðir, verða þeir því fegurri, sem meira bjartviðri er í vændum, ella verður fægingin altaf móðukend og varir stutt (Jón Pálsson). ODDUR DAÐASON hjet maður og var kallaður snikkari. Hann var uppi á öndverðri 17. öld. Hann sigldi og fór víða um lönd. Var hann handtekinn af Tyrkjum og leikinn hart. En hvað sem á daga hans dreif úti í heimi, var hann aldrei hræddur um líf sitt, því að hann var viss um það að á íslandi ætti hann að deyja, „drukna annað hvort í Svartá eður Laxá, og svo varð“. STAÐARHÓLS-PÁLL var lagamaður góður, en einkennilegur i háttum. Er sagt um hann að hann hafi eitt sinn stefnt konungi og lotið á annað knje á meðan, og sagt sig lúta tigninni, en standa á rjettinum. Sú er önnur saga NOBELSVERÐLAUN. — Hjer á myndinni sjest Gustav Svíakonungur afhenda prófessor Robert Robinson Nobelsverðlaunin fyrir efnafræði. Robinson prófessor er enskur og er hann meðal annars kunnur fyrir það að hafa fundið upp aðb rð til a* framleiða gerfi-penicillin. um hann, að hann hafi siglt skipi sínu á sker og kveðið þetta: ítar sigli austur um sjó öldujórnum káta, skipið er nýtt, en skerið hró, skal því undan láta. Skipið klofnaði, en hann bargst á sker- inu; þar kom að óvildarmaður hans og spurði hvort hann vildi þiggja líf. „Gerðu hvert er þjer sóma þykir“, sagði Páll. Sá maður hjálpaði honum á land, en Páll laust hann kinnhest og gaf honum síðan 20 hundraða jörð, kvað það skyldi vera fyrir iífgjöfina, en kinnhestinn fyrir um- mæli. HÖLASTÓLL Árið 1801 var Hólabiskupsstóll lagður niður og Hólaskóli til þess að „hlífa Kóngsins kassa“ vió útgjöldum. Þótti Norðlendingum súrt í broti, en fengu ekki rönd við reist. Á Hólum hafði bá verið biskupslaust síðan 1798 er Sig- urður biskup andaðist. En nú skyldi að eins vera einn biskup á íslandi og kom það fyrst í hlut Geirs Vídalíns. Og nú varð Hólavallaskóli ekki beisnari en hann var, eina menntastofnunin e ís landi. — Þegar þessi breyting varð, höfðu tveir biskupar verið á íslandi í hartnær 700 ár (1106—1801). HOLGEIR ROSINKRANZ höfuðsmaður hafði með sjer til gam- ans hingað til lands eina apynju og affa, hvort á íslenskum, sem það ei fýr sjeð höfðu, þótti starsýnt á að horfa, og sögðu danskir íslenskum að þetta væri óstindíaniskt fólk og Jón Ólafs- son skildi og kynni að útþýða þeirra mál, hverju íslenskir trúðu, og einn ís- lenskur maður bugtaði sig og hneigði með reverentíu fyrir þessum indí- öndsku hjónum, hverjum hann gaf 4 pör sokka, sem hann sagði að sín kona hefði sent þeim (Jón Indíafari).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.